Fréttablaðið - 14.12.2016, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 14.12.2016, Blaðsíða 8
Heilar línur tilgreina marktæka breytingu en punkta- línur sýna að breytingin er ekki marktæk. 520 510 500 490 480 470 460 450 ✿ Reykjavík n Kópavogur n Hafnarfjörður n Garðabær n Mosfellsbær ✿ Akureyri n Reykjanesbær n Árborg ✿ Lesskilningur samkvæmt PISA 518 503 502 491 477 475 458 452 497 489 487 480 478 PISA 2012 PISA 2015 Q3 vekur eftirtekt Nýr Audi Q3 er vel útbúinn, lipur og svipmikill. Hann er skilvirkur og sportlegur, á sama tíma rúmgóður að innan en smágerður að utan. Audi Q3 er byggður fyrir nýjar væntingar. Verð frá 5.490.000 kr. HEKLA · Laugavegi 170-174 / Audi.is ✿ Árangur nemenda í Reykjanesbæ á samræmdum prófum Landsmeðaltal einkunna er 30. Allt fyrir neðan 28 þykir mjög slæmt og allt fyrir ofan 32 virkilega gott. n Yfir meðaltali Meðaltal n Undir meðatali StæRðfRæðI n 4. bekkur n 7. bekkur 33 32 31 30 29 28 27 26 2006 2011 2016 Nemendur 4. bekkjar í Njarðvíkur- skóla fengu 40,2 stig í samræmd- um prófum í stærðfræði í haust. 33 32 31 30 29 28 27 26 íSLENSKA n 4. bekkur n 7. bekkur 2006 2011 2016 Nemendur 7. bekkjar í Myllubakkaskóla fengu 37,91 stig í samræmda prófinu í íslensku. SkóLAmÁL „Við vildum sanna að þó menntunarstig sé ekki endilega það hæsta á landinu og félagsleg staða allra ekki svo góð þá þarf það ekki að þýða að við getum ekki staðið okkur í skólanum. Við erum búin að sanna það,“ segir Gyða Margrét Arnmundsdóttir, deildarstjóri hjá Reykjanesbæ. Grunnskólanemar bæjarins hafa tekið miklum framförum á fáum árum. Árangurinn má sjá svart á hvítu í nýútkominni PISA-könnun og niðurstöðum samræmdra prófa. Ráðist var í átak í öllum grunn- skólum Reykjanesbæjar árið 2011 til að bæta námsárangur skólanna. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær nýtti bærinn sér niðurstöður samræmdra prófa til að fara í nafla- skoðun um skólahald bæjarins. Niðurstöður samræmdra prófa eru settar fram á kvarða þar sem landsmeðaltal er á bilinu 29 til 31. Fái skóli meðaltal einkunna fyrir neðan 28 þykir það slæm niður- staða fyrir skólann. Niðurstöður yfir 32 þykja sérstaklega góðar. Sem dæmi um árangur einstakra skóla í Reykjanesbæ má nefna Akur- skóla sem skoraði afleita einkunn, 21,5 hjá sjöunda bekk í íslensku árið 2006. Í ár fékk skólinn aftur á móti 29,5 og náði þá landsmeðaltali. Annað gott dæmi er sjöundi bekkur Holtaskóla. Árið 2006 náðu nemendur einkunninni 25,9 í stærðfræði sem er slök einkunn. Tíu árum síðar, árið 2016, er einkunnin 35,2 sem er ein- staklega góður árangur. „Við tókum okkur saman árið 2011 og breyttum vinnulagi í skólunum með utanumhaldi og ráðgjöf bæði í íslensku og stærðfræði. Þá var gerð samfélagsleg samþykkt um að við ætluðum að bæta námsárangur. Þegar við breyttum verklaginu og settum inn markviss skimunarpróf byrjaði það strax að skila sér í niðurstöðum sam- ræmdra prófa,“ segir Gyða Margrét. Samkomulagið gilti á milli stjórn- málamannanna, forstöðumanna skólanna, nemenda og foreldra. „Við vorum með mottóið að við værum öll í sama liði. Skólarnir deildu svo því sem þeir voru að gera vel og sýndu allar mælingar. Þeir deildu sínum aðferðum sem fór að skila sér í þeim skólum sem voru lakari.“ Skimunarpróf voru markvisst lögð fyrir nemendur svo sjá mætti hverjir þyrftu að bæta sig. Brugðist var við vanda einstakra nemenda þegar þurfa þótti. Fundað var með öllum kennurum bæjarins og sérstakir kennsluráðgjafar á bæjarskrifstofunni voru kennurum til halds og trausts. Þá náði verkefnið alla leið niður í leik- skóla bæjarins. Kjartan Már Kjartansson, bæjar- stjóri Reykjanesbæjar, segir átaks- verkefnið ekki hafa kostað mikið. „Ég hef ekki orðið var við að þetta hafi kostað eina einustu krónu. Þetta var bara spurning um verklag og hvernig menn nýttu tímann. Það segir einhvers staðar að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn og þarna tókst að stilla saman strengi.“ snaeros@frettabladid.is Námsárangur fór fram úr villtustu væntingum Breytt verklag í grunnskólum Reykjanesbæjar skilaði mun betri námsárangri barna. Átakið kostaði ekki krónu. Skimunarpróf til að finna þá sem þurftu að bæta sig. Bæjarstjóri segir dæmið sanna að heilt þorp þurfi til að ala upp barn. Gyða Margrét Arnmundsdóttir, deildarstjóri hjá Reykjanesbæ Kjartan Már Kjart- ansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar 1 4 . d e S e m b e R 2 0 1 6 m I Ð V I k U d A G U R8 f R é t t I R ∙ f R é t t A b L A Ð I Ð 1 4 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :2 9 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B A 9 -4 1 E 4 1 B A 9 -4 0 A 8 1 B A 9 -3 F 6 C 1 B A 9 -3 E 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 1 3 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.