Fréttablaðið - 14.12.2016, Síða 24

Fréttablaðið - 14.12.2016, Síða 24
Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri PIPAR\TBWA, stofnaði auglýsingastofu árið 1994 og hefur komið víða við á rúmlega tuttugu ára ferli sínum í auglýsingabransanum. FRéTTABlAðIð/GVA Það eru fleiri leiðir til að ná til fólks núna og það þarf að fara fleiri leiðir. Það er engin leið lengur sem nær til allra eins og einu sinni var. Nú þarf að blanda mörgum leiðum saman. Rekstur auglýsingastofu í dag er miklu flóknari en fyrir tíu árum. Ég held að svona rekstur sé eitt það flóknasta sem þú getur farið í. En ég er einn af þeim sem þrífast á spennunni, hugmyndunum og breytingunum.“ Þetta segir Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri aug- lýsingastofunnar PIPAR\TBWA. Valgeir hefur verið í auglýsinga- bransanum í langan tíma en hann stofnaði auglýsingastofu sína fyrir 22 árum. „Við Sigurður Hlöðversson (Siggi Hlö) stofnuðum litla auglýs- ingastofu árið 1994. Við mættum á árshátíð auglýsingastofa þó að við værum bara tveir og settum okkur það markmið að verða stór aug- lýsingastofa. Síðan þá hefur maður paufast í gegnum þetta. Það er ekki hægt að segja að þetta fyrirtæki sé 22 ára gamalt því það hefur gerst svo margt á leiðinni. Það er eins og að segja hvar byrjar áin. Við erum samt enn þá á kennitölunni sem við Siggi lögðum af stað með, sem er gömul kennitala frá afa mínum. Við fengum hana í veganesti þegar við lögðum af stað,“ segir Valgeir. „Ef þú kemst af stað í þessum geira þá er hann ávanabindandi. Þú virðist ekki vilja yfirgefa aug- lýsingabransann ef þú ert búinn að setja þig inn í hann, það er ákveðinn lífsstíll. En þeir sem komast ekki inn í hann hrökklast út. Margir sem starfa hér hafa unnið lengi hér eða í geiranum – allt upp í 25 ár.“ Erfið sameining PIPAR\TBWA er ein stærsta auglýs- ingastofa landsins og hefur samein- ast nokkrum fyrirtækjum á síðustu áratugum. Nú síðast Fíton sumarið 2014. Að sögn Valgeirs reyndist síð- asta sameiningin erfiðari en hann hafði gert ráð fyrir. „Það voru 48 manns hjá Pipar og 40 hjá Fíton. Þetta voru því 88 manns í heildina og það er nokkuð gefin staðreynd að 80 manna auglýsingastofa á Íslandi gengur líklega ekki upp. Við byrjuðum strax að selja starfsfólki á Silent, dótturfélagi okkar, rekst- urinn og höfum verið í góðu sam- bandi við þau síðan. Við höfum svo verið að straumlínulaga reksturinn mikið síðan. Þar höfum við verið að fara yfir alla ferla og ábyrgð á verkum. Þar var lykilatriði í fram- legðaraukningu að færri tímar endi í ruslinu vegna betra flæðis,“ segir Valgeir. Hann segir að sameiningin hafi verið mjög erfið. „Við héldum að við værum að fara út í miklu auðveldara verkefni. Það sem var flóknast var að sameina þessa tvo menningar- heima. Það var erfitt að koma því heim og saman að fólk hefði sam- eiginlega sýn á þetta,“ segir Valgeir. Í dag eru starfsmenn Pipars 52 og tekist hefur að móta nokkuð skýra framtíðarsýn að sögn Valgeirs. Við- snúningur hefur orðið í rekstri á Við erum alltaf að finna upp hjólið Valgeir Magnússon hefur verið í auglýsingabransanum í yfir tvo áratugi. Hann rekur auglýsingastofuna PIPAR\TBWA sem er ein stærsta stofa landsins. Stofan gekk fyrir tveimur árum í gegnum erfiða sameiningu, en viðsnúningur hefur orðið á rekstrinum í ár. Val- geir segir ástandið á auglýsingastofum ekki vera eins og síðustu árin í aðdraganda hrunsins. Nú þurfi að blanda saman fjölda miðla. Sæunn Gísladóttir saeunn@frettabladid.is Það sem mun þó aldrei breytast held ég er að hugmyndavinna er alltaf grunnurinn. 1 4 . d e s e m b e r 2 0 1 6 m I Ð V I K U d A G U r4 markaðurinn 1 4 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :2 9 F B 0 5 6 s _ P 0 3 6 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B A 9 -4 6 D 4 1 B A 9 -4 5 9 8 1 B A 9 -4 4 5 C 1 B A 9 -4 3 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 5 6 s _ 1 3 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.