Fréttablaðið - 14.12.2016, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.12.2016, Blaðsíða 2
Veður Gengur í suðaustanstorm fyrir austan, en annars norðvestankaldi og víða rigning eða slydda, en fremur milt veður. Snýst í suðvestanstorm með skúrum eða éljum um kvöldið og kólnar. sjá síðu 24 Hvergi banginn samfélag Eldsvoðinn í Grillskál­ anum á Þórshöfn skilur eftir sig sár í bænum. Skálinn var ekki aðeins bensínstöð heldur samverustaður bæjarbúa til 50 ára. „Þarna vorum við með heimilismat í hádeginu og bæjarbúar komu til okkar, ekki bara í hádeginu, heldur líka að morgni og eftir vinnu. Komu og fengu sér kaffi og spjölluðu. Grill­ skálinn var okkar félagsmiðstöð og hafði verið slík í rúm 50 ár,“ segir Kapítóla Rán Jónsdóttir, sem rak Grillskálann. Móðir hennar, Anna Jenny Ein­ arsdóttir, sem býr hinum megin við götuna, vill varla horfa út um glugg­ ann sinn því þar blasa rústirnar við. „Fólk er mjög slegið hér. En við erum samrýnt bæjarfélag og hér býr gott fólk,“ bætir Kapítóla við, sem tók við rekstri skálans í febrúar árið 2015. „Ég hef það ágætt svona miðað við allt. Ég er að átta mig á þessu og reyna að komast niður á jörðina. Það kemur.“ Brunavörnum Langanesbyggðar barst tilkynning um eldinn um klukkan fjögur um nóttina. Ákveð­ ið var að ekki væri möguleiki að bjarga húsinu og því allt kapp lagt á að forða gaskútum og stórum eldsneytisgeymi frá því að verða eldinum að bráð. Á vegum N1, sem á húsnæðið, var verið að vinna við framkvæmdir, meðal annars að skipta um olíutanka. Var því risa­ stór olíutankur við húsið. Tólf slökkviliðsmenn tóku þátt í slökkvistarfinu sem gekk greið­ lega. Karl Ásberg Steinsson, for­ maður björgunarsveitarinnar Haf­ liða, segir að starfið um nóttina hafi gengið vel. „Við reyndum að færa það sem við gátum með hönd­ unum. Ísfélagið bjargaði okkur svo um lyftara til að færa tankinn. Okkur tókst að binda í hann og lyftarinn gat fært hann,“ segir Karl en slökkviliðið lagði ofuráherslu á að kæla tankinn. benediktboas@365.is Miðstöð félagslífsins á Þórshöfn hvarf í eldi Grillskálinn í Þórshöfn var félagsmiðstöð íbúa Þórshafnar. Þar hittust bæjarbúar yfir rjúkandi kaffibolla og fóru yfir daginn og veginn í rúm 50 ár. Skálinn brann í fyrrinótt og eru bæjarbúar slegnir yfir að hafa misst eitt sitt helsta kennileiti. Lítið er eftir af skálanun. Tankurinn stóri sést hægra megin við rústirnar en honum var bjargað með ótrúlegri lagni. Mynd/KrisTinn Lárusson Mikill eldsmatur var í Grillskálanum. ákvað slökkviliðið að ekki væri hægt að bjarga honum. Mynd/KrisTinn Lárusson Grillskálinn á Þórshöfn eins og hann leit út fyrir brunann. Mynd/ja.is Fólk er mjög slegið hér. En við erum samrýmd bæjarfélag og hér býr gott fólk. Kapítóla Rán Jónsdóttir S T Y R K T A R F É L A G L A M A Ð R A O G F A T L A Ð R A S Ý N Í ÞÁGU FATLAÐRA BARNA OG UNGMENNA Sölutímabil 2. – 16. desember gRÆNlaND Utanríkisráðherra Græn­ lendinga, Vittus Qujaukitsoq, segir grænlensku landstjórnina óánægða með að dönsk stjórnvöld skuli hunsa óskir Grænlendinga um meiri sjálfs­ ákvörðunarrétt. Danir sýni Grænlend­ ingum hroka. Afleiðingarnar geti orðið þær að Grænland segi sig úr ríkjasam­ bandinu. Í viðtali við Politiken bendir utan­ ríkisráðherrann á að Grænlendingar hafi ekki fengið bætur fyrir að hafa lagt til land undir herstöðvar Bandaríkja­ manna sem mengun hafi stafað af. Grænlendingar vilja að varnarsátt­ máli Bandaríkjanna og Danmerkur verði endurskoðaður þannig að Græn­ lendingar fái meiri umbun fyrir að leggja til land undir Thule­herstöðina. Vittus Qujauki segir Dani jafnframt neita Grænlendingum um aðild að samtökum sem stjórni fiskveiðum í Norður­Atlantshafi. Utanríkisráðherra Danmerkur, Anders Samuelsen, vísar gagnrýni um hroka á bug. – ibs Hóta að segja sig frá Danmörku fólk Vísir og Fréttblaðið efna til jólaljósmyndasamkeppni. Þema keppninnar eru jólin og allt sem þeim fylgir. Sigurmyndin mun rata í Frétta­ blað aðfangadags og sigurvegar­ inn hlýtur glæsilega Nikon D­SLR myndavél með 18­105VR linsu frá Heimilistækjum. Næstbestu mynd­ irnar verða birtar ásamt sigurmynd­ inni í Fréttablaði aðfangadags. Frá og með deginum í dag gefst þeim sem vilja taka þátt í keppninni kostur á að senda mynd á netfangið jolamyndakeppni@365.is. Hægt er að senda jólamyndir fram á mið­ vikudag í næstu viku. Á Vísi.is undir flipanum Jóla­ myndakeppni er hægt að fylgjast með framgangi keppninnar, en þar munu allar myndirnar birtast. – þh Samkeppni um jólaljósmyndir Heiðar Örn jónsson sigraði í keppninni í fyrra með mynd af syni sínum sem sat agndofa við jólatréð. „Ég er arboristi, þeir klifra í trjám,“ segir Orri Freyr Finnbogason, sem einn Íslendinga er útlærður í þeirri kúnst að klifra í trjám og snyrta þau. Í gær var Orri á Klambratúni og hékk með vélsögina í ösp. „Hér er verið að hugsa til framtíðar. Vonandi stendur öspin í margar aldir enn.“ FréTTabLaðið/ViLHeLM Sigurmyndin mun rata í Fréttablað aðfangadags og sigurvegarinn hlýtur glæsi- lega Nikon D-SLR myndavél með 18-105VR linsu frá Heimilistækjum. 1 4 . D e s e m b e R 2 0 1 6 m I ð V I k u D a g u R2 f R é t t I R ∙ f R é t t a b l a ð I ð 1 4 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :2 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B A 9 -0 6 A 4 1 B A 9 -0 5 6 8 1 B A 9 -0 4 2 C 1 B A 9 -0 2 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 1 3 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.