Víkurfréttir - 12.04.1984, Page 7
VÍKUR-fréttir
Fimmtudagur 12. apríl 1984 7
Mikið um að vera á Fitjum
Um síðustu helgi fór fram
fyrsta bifreiðarallý ársins,
svonefnt Auto '84. Var það
haldið af Bifreiðaíþrótta-
klúbbi Reykjavíkur í sam-
vinnu við aðstandendur
bílasýningarinnar í Reykja-
vík, sem einmitt heitir Auto
’84, og sem haldiðerí minn-
ingu Hafsteins Haukssonar
rallýkappa, sem lést í
keppni í Englandi fyrr í
vetur. Að þessu sinni fór
keppnin aðallegafram hérá
Þad var margt um manninn á Tommaborgurum þegar rallararnir
stoppudu og lengu sér gódgæti. Af svíp Ómars grinara voru borg-
ararnir audsjáanlega lostæti og sennilega hefur hann bordaö yfir
sig af þeim. þvi hann varö aö láta sér lynda 3. sætid.
Þaó voru margar gerdir af hjólhestum sem mættir voru á Fitjar um
sl. helgi. enda fiölmenntu menn til aó lita á gripina.
Bústoð byggir
verslunarhúsnæði
Róbert Svavarsson í
Bústoð hefur hafið fram-
kvæmdir við verslunarhús-
næði er risa á við Tjarnar-
götu 2-4 í Keflavík. Er hér
um að ræða 3 hæðir og
kjallara og er stærð húss-
ins 2400 fermetrar. Fram-
kvæmdir við húsið hófust sl.
föstudag með jarðvinnu, og
einnig var svæðið girt.
pket.
Unnið við jarðvinnu að stórhýsi Bústoðar.
Teikning að framhlið hússins, þ.e. þeirri er snýr að Tjarn
argötu.
Suðurnesjum og stóð hún
yfir bæði laugardag og
sunnudag og var aðal-
stoppið báða dagana inni á
Fitjum á planinum við
Tomma og Shell-stöðina.
Eins og sést á meðfylgj-
andi myndasyrpu var mikið
um að vera meðan bílarnir
stoppuðu þarna, og sem
dæmi þar um þá voru af-
greiddir milli 130 og 150
manns hjá Tomma þann
klukkutíma sem stoppað
var hvorn daginn fyrir sig.
Alls tók 21 bíll þátt í keppn-
inni, auk fjölda aðstoðar-
bíla svo og stjórnenda.
epj.
EKKI ER VIKA ÁN
VÍKUR-FRÉTTA
Suðurnesjamótið
í knattspyrnu:
UMFN vann
Víði stórt
Suðurnesjamótið í knatt-
spyrnu er hafið. Fyrsti leik-
urinn var milli UMFN og
Víðis. Njarðvíkingar unnu
stóran sigur 3:0 í Keflavík í
fjörugum leik. Annar leikur
var milli Reynis og Hafna
um sl. helgi og sigruðu
Reynismenn með 2:0. Á
meðfylgjandi mynd má sjá
Reynismenn skora fyrra
mark sitt í leiknum eftir
hornspyrnu. - pket.
HAFSKIP SUÐURNES
m;
JHL
HALIFAX GDYNIA VESTERVIK
HELSINKI
ALABORG
ROTTERDAM
HAMBORG
HALMSTAD %
GAUTABORG
Okkar menn á Suðurnesjurn hafa nú opnað
vöruafgreiðslu í Keflavík.
Með því einföldum við málin fyrir hina
fjölmörgu viðskiptavini okkar á Suðurnesjum
og gerum vöruafgreiðsluna fljótvirkari og
hagkvæmari.
Allir pappírar, tollskjöl - og nú vörurnar sjálfar,
eru afgreiddar beint á staðnum.
Okkar menn,- þínir menn
UIACCIflD
Æmím |
I mm SUÐURNES
Iðavöllum 5-Sími: 3320, Keflavík.
KAUPMANNAHÖFN