Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.04.1984, Page 16

Víkurfréttir - 12.04.1984, Page 16
16 Fimmtudagur 12. apríl 1984 VIKUR-fréttir Videoskipti eða sala Til solu Betamax video, SANYO. Skipti á VHS tæki koma til greina. - Upplysingar í síma 98-2334. Pökkunarstúlkur Vantar stúlkur í pökkun og snyrtingu, einn- ig hálfs dags konur. Unnið eftir bónuskerfi. BRYNJÓLFUR HF. Simar 1264 og 1404 ð kvöldin. Ra ktun lýds og lands Ungmennafálag íslands 75 ára 1907-1982 Gunnar Kristjánsson tók saman í bókinni „Ræktun lýðs og lands“ er rakin 75 ára saga ungmennafélagshreyfingar- innar. Bókin er 360 síður með um 350 myndum. I bókinni er fjallað um marga Suðurnesjamenn, þátttöku þeirra í Lands- mótum UMFÍ og fjöldi myndatengdarung- mennafélögunum á Suðurnesjum. Sölumenn í Keflavík og Njarðvík: Jóhann Geirdal, Hafnargötu 49, sími 1054 Gunnar Þór Jónsson, Heiðarbóli 7, s. 3017 Jón Halldórsson, Sunnubraut 18, s. 3633. Krabbameinsfélag Suðurnesja minnist 30 ára afmælis síns - með hátíðarfundi á laugardaginn Nú á laugardaginn, 14. apríl, heldur Krabbameins- félag Suöurnesja sérstakan hátíðarfund í tengslum viö aðalfund félagsins. Sam- koman verður í Glóðinni í Keflavík og hefst kl. 14. Þar verður þess minnst að í vetur voru 30 ár liðin síðan félagið var stofnað. Eyþór Þórðarson, formað- ur félagsins, rekur sögu þess, lýst verður kjöri heið- ursfélaga, Ragnheiður Guðmundsdóttir söngkona og Gróa Hreinsdóttir píanó- leikari flytja nokkur lög, og Þorvarður örnólfsson, framkvæmdastjóri Krabba- meinsfélags Reykjavíkur, segir frá starfi krabba- meinssamtakanna að reyk- ingavörnum í grunnskól- um, m.a. á Suðurnesjum. Samkomunni stjórnar Jó- hann Líndal. Það var 15. nóvember 1953 sem félagið var stofn- að, en það var í upphafi nefnt „Krabbameinsvörn Keflavíkur og nágrennis". Þá voru aðeinsfjögurönnur krabbameinsfélög starf- andi, en nú eru þau orðin 24. Rotaryklúbbur Keflavik- ur beitti sér fyrir stofnun þess. Fyrsti formaður þess var Karl G. Magnússon hér- aðslæknir, en að þremur ár- um liðnum tók Alfreð Gísla- son bæjarfógeti við for- mennskunni. Kjartan Ólafs- son héraðslæknir, varsíðan formaðurfélagsins í áratug, þá var Johan Ellerup lyfsali, formaður í tvö ár, en svo gegndi Kjartan aftur for- mennsku í tíu ár. Síðustu fimm árin hefur Eyþór Þórð- arson vélstjóri, verið formaður Krabbameinsfé- lags Suðurnesja. Undanfar- in ár hefur fjöldi félags- manna aukist úr 40 manns í 1040 manns. Verkefni Krabbameinsfé- lags Suðurnesja hafa eink- um verið á sviði almenn- ingsfræðslu um krabba- mein. ( því sambandi hafa Hressir og traustir fréttaritarar óskast VÍKUR-fréttir óska eftir hressum og traustum fréttariturum um öll Suðurnes. Þurfa að geta tekið myndir. Greiðslur fyrir hvert verk. Umsóknir skal sendatil Víkur-frétta hf., Hafnargötu 32, pósthólf 125, 230 Keflavík, og skulu þær ekki berast seinna en 15. apríl n.k., merkt: „SUÐURNES“. verið haldin námskeið fyrir þá sem vilja hætta að reykja og síðustu árin hafaaðjafn- aði verið þrír almennir fræðslufundir á ári. Sumir þeirra hafa verið í framhaldi af fundum Rotaryklúbbs Keflavíkur, sem í tilefni af þrjátíu ára afmælinu hefur ákveðið að gerast formleg- ur verndari félagsins. Krabbameinsfélag Suð- urnesja er nú eitt af fjöl- mennustu og öflugustu aðildarfélögum Krabba- meinsfélags íslands. - jr. Stjórn Krabbameinsfélags Su&urnesja. f aftari rö& t.v.: Knútur Höiriis gjaldkeri, Jón Sæmundsson varaformaöur, og Margeir Jónsson meðstjórnandi. Fremri röö t.v.: Jón Tómasson, sem verið hefur ritari félagsins í aldarfjóróung, og Eyþór Þórðarson, formað- ur félagsins. Innbrot í hundageymsluna við Vesturbraut: Brutust inn og frelsuðu fangana Aðfaranótt miðvikudags- ins í síðustu viku var brotist inn í hundageymslu Heil- brigðiseftirlitsins við Vest- urbraut í Keflavík og tveim hundum sem voru þar í geymslu hleypt út. Eins og sést á mynd voru unnar skemmdir á hurð bakatil við innbrotið. Að sögn hundaeftirlits- manns hafði um nokkurt skeið verið vitað um tvo hundaergengu lausiruppi í Grindavík og voru þeir einnig óhreinsaðir, þó ákvæði væru um það í lögum, en hvort tveggja er ólöglegt. Voru hundarnir þvi gripnir á ferð hans þar upp frá á þriðjudeginum og settir í geymslu rétt fyrir kl. 17. Er starfsmenn komu í húsið á miðvikudagsmorg- uninn kom í Ijós að hurð bakatil hafði verið brotin upp og hundarnir þvi á bak og burt. Taldi hundaeftirlitsmað- urinn að grunur beindist að eigendum hundanna, og að sögn Rannsóknarlögregl- unnar sl. mánudag lá málið nokkuð skýrt fyrir. - epj. Afleiöing freisunarinnar Flóamarkaður og kökubasar hjá Lionessum N.k. laugardag 14. apríl, heldur Lionessuklúbbur Keflavikur sinn árlega kökubasar í Holtaskóla. Jafnframt verður klúbbur- inn með flóamarkað á sama stað. Mun þar verða hægt að fá marga góða muni fyrir lágt verð. - pket. /X\FERMINGARSKEYTA AFGREIÐSLAN 1 í Skátahúsinu og Víkurbæ, Hólmgarði, alla fermingar- 1 1 dagana kl. 10 - 19. Heiðabúar - Hringbraut 101

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.