Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.04.1984, Qupperneq 17

Víkurfréttir - 12.04.1984, Qupperneq 17
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 12. apríl 1984 17 Karlakórinn á tónleikum i Félagsbiói ásamt stjórnanda sinum, Steinari Guómundssym Karlakórinn með tvenna tónleika fyrir páska Færeyjaferð í vor Karlakór Keflavíkur lætur ekki deigan síga. Ekki nóg með það að kórinn hafi tekið að sér lífgunartilraun i Stykkishólmi, heldur það, að nú hefur verið ákveðið að fara til Færeyja. Til að fá nánari vitneskju hvort um aðra lífgunartilraun væri að ræða eða venjulega söng- ferð, hafði blaðamaður Víkur-frétta samband við formann kórsins, Jóhann Líndal, og spurði hann frétta. „Jú, það hefur verið ákveðið að fara til Færeyja í vor. Það er æft stíft fyrir þá ferð og einnig fyrir tónleik- ana sem haldnir verða 16. og 17. þessa mánaðar", sagði Jóhann. „Það verður haldið til Færeyja 31. maí og við munum fljúga frá Kefla- víkurflugvelli til Egilsstaða, þaðan verður ekið til Seyð- isfjarðar og síðan siglt með Norröna til Færeyja. Við lendum á færeysku kóramóti og syngjum þá með þeim m.a. Gloria eftir Vivaldi. Við höldum síðan sjálfir 2-3 tónleika." Er þetta stór hópur sem heldur til Færeyja? „Hópurinn verður rúm- lega 100 manns, kórfélagar og konur þeirra, svo og nokkrir vinir og vanda- menn. Það verður stoppað á milli ferða hja Norröna í tæpa viku, gist verðurá nýja hótelinu í Þórshöfn og komið til baka fimmtudag- inn 7. júní." Hvað með tónleikana hér i Keflavík? „Þessir tónleikar eru haldnir fyrir styrktarmeð- limi kórsins, og má vera að þeir verði fleiri en þessir tveir sem fyrirhugaðir eru. Við erum nú að enduskipu- leggja og yfirfara okkar styrktarmeölimatal, sumir hafa fallið út af skrá vegna brottfIutnings eða af öðrum orsökum, en ætlunin hjá okkur er að gera meira fyrir okkargóðu styrktarmeðlimi en að bjóða þeim einu sinni á tónleika á ári. Það getum við nú með tilkomu okkar félagsheimilis og ætlunin er að bjóða upp á einhverja uppákomu í léttum dúr í framtíðinni." Hvað kostar svo að gerast styrktarfélagi kórsins og hvert á fólk aö snúa sér? „Það kostar 300 kr. og gildir fyrir tvo. Síðan er bara að hafa samband við ein- hvern kórfélaga", sagði Jó- hann Líndal. Föstutónleikar í Ytri-Njarðvíkurkirkju I kvöld, fimmtudagskvöld kl. 20, verða föstutónleikar í Vtri-Njarðvíkurkirkju. Undanfarin sjö fimmtu- dagskvöld hafa verið bæna- stundir í Vtri-Njarðvikur- kirkju þar sem ýmsir söngv- arar og aðrir tónlistarmenn hafa komið fram. Sóknar- presturinn sr. Þorvaldur Karl Helgason, hefur séð um ritningarlestra og hug- leiðingar ásamt Ragnari Snæ Karlssyni. Það tónlist- arfólk sem þar hafa komið fram munu endurflytja verk sín á tónleikunum í kvöld, en þau eru Kjartan Már Kjartansson víóluleikari, söngvararnir Ragnheiður Guðmundsdóttir, Helgi Maronsson og Guðmund- ur Sigurðsson. Einnig munu söngnemar og Kór Tónlistarskóla Njarðvíkur syngja undir stjórn Gróu Hreinsdóttur, og Kór Ytri-Njarðvíkur- kirkju undir stjórn Helga Bragasonar. Allur ágóði af tónleikun- um rennurtil kaupaá nýjum stólum í kirkjuna. - hb./epj. P.S. Heyrst hefur að Sigga Vikars hafi verið boð- in farastjórastaða til Fær- eyja. Þar er nefnilega verið að opna nýjan vínveitinga- staðl? pket. ATVINNA Arnarflug hf. óskar eftir aö ráöa starfs- mann til þess að sjá um daglegan rekstur tollfrjálsrar forðageymslu félagsins á Kefla- víkurflugvelli. Um er aö ræöa fullt starf yfir sumarið en hlutastarf aö vetrinum. Leitað er að manni meö góöa enskukunnáttu og sem getur annast birgöabókhald. Starfiö gæti hentaö t.d. kennara eöa námsmanni. Umsóknareyöublöö eru afhent á skrifstofu Arnarflugs á Keflavíkurflugvelli milli kl. 11-12, virkadaga. Upplýsingarekki veittarí síma. Flugfélag með ferskan blæ ARNARFLUG Keflavikurflugvelli Herb. 21 Opið 9-12 virka daga Simi 92-2700 VÖRULISTI HÚSBYGGJANDANS Nú bjóðum við eftirtaldar vörutegundir af lager: LOFTPLÖTUR undir málningu í stærðum 58x120 cm, 28x120 cm og 28x250 cm. - Verð frá 190 kr. m2. VIÐARÞILJUR full-lakkaðar í stærð- um 28x250 cm og 19x250 cm, í eftirtöldum viðartegundum: Furulamel, perutré, antik-eik, brún-eik, furu og eik. - Verð frá kr. 390 pr. beyki, nr. ■m m i TRÉ ? AXIS | m ■ ■ s L riíillL TRÉ /\ VEGGKLÆÐNINGAR undlr málningu, í stærðum 38,5x253 cm og 58,5x253 cm. Verð frá 177 kr. m2. INNIHURÐIR afgreiddar af lager í eftirtöldum viðartegundum: Undir málningu: antik-eik, hnotulamel, perutré, brún-eik, furulamel, eik, beyki og ask. - Aðrar tegundir framleiddar eftir pöntunum. Verð frá kr. 2.950. FATASKÁPAR frá Axel Eyjólfssyni í miklu úrvali. GREIÐSLUSKILMÁLAR? Já, við erum sveigjanlegir í samningum. Allt í húsið í einum pakka. TRÉSMIÐJA ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR HF. Iðavöllum 6 - Keflavík - Simi 3320 Opið frá kl. 8-17 alla virka daga. TRÉ-X ER NÝJA VÖRUMERKIÐ OKKAR.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.