Víkurfréttir - 12.04.1984, Qupperneq 20
Keflavík
Sími 2800
Njarðvík
Síml 3800
Garöi
Síml 7100
SANDGERÐI:
framkvæmdir hefjist með
vorinu.
Þá hafa tveir neðstu tank-
arnir við Háaleiti verið af-
tengdir og tæmdir, en þegar
frost fer úr jörðu og girðing-
in hefur verið færð upp fyrir
þá, verða þeir fjarlægðir, að
sögn Knúts Höiriis hjá Oliu-
félaginu á Keflavíkurflug-
velli.
Um aðra tanka ofan við
Stutt er i flugvallargiróinguna viö elstu húsin i Móahverfi i Njarðvik
Flugvallargirðingin
færð og tveir
tankar fjarlægðir
Ákveðið hefur verið að
færa flugvallargirðinguna
sem liggur að húsunum í
Móahverfi í Njarðvíkum um
60 metra og eitthvað upp
fyrir neðstu tanka Olíufé-
lagsins við Háaleiti í Kefla-
vík. Er gert ráð fyrir því að
Þessir tankar munu hverfa i vor.
Skarphéðinn Njálsson:
,,Já, mér finnst rétt að
leyfa fólkinu í landinu að
ráða þessu“.
Njarðvík sagði Sverrir
Haukur Gunnlaugsson hjá
Varnarmáladeild, að þeir
yrðu teknir úr sambandi
samhliða því sem nýir
tankar tækju við hlutverki
þeirra úti í Helguvík. Olíufé-
lagið hefur fest kaup á
þessum tönkum og hyggst
nota þá annars staðar.
epj.
Spurningin:
Ertu fylgjandi
þjóðaratkvæða-
greiðslu
varðandi bjórinn?
Leki tefur opnun nýrrar sundlaugar
Sæmunda Sigurjónsdóttir:
,,Já“.
Stefán Kristjánsson:
,,Ég? Nei, ég er ekki fylgj-
andi þvi. Mig langar ekkert í
bjór, ég er hættur að drekka
og mérfinnstnógaðdrekka
þó það sé ekki bjór".
Helgi Hilmarsson:
,,Þjóðaratkvæðagreiðslu?
Já, mér finnst allt í lagi að
hafa þetta hérna, en það
verður að selja það i ríkinu".
Gerðahreppur festi kaup
á sams konar laug um leið
og Miðneshreppur árið
1981, en sú laug hefur ekki
verið sett niður.
„Það hefur ekki neitt
verið ákveðið enn hvort
laugin verður sett niður eða
ekki. Framvinda mála í
Sandgerði mun þó ráða þar
einhverju um og reynsla
þeirra af henni. Við fengum
upplýsingar sl. haust, að
þessar laugar væru gallað-
ar og svo hefur þetta komið
upp i Sandgerði, þannig að
ólíklegt er að við setjum
okkar laug niður“, sagði
Ellert Eiríksson, sveitar-
stjóri Gerðahrepps. - pket.
Skólinn á 740 þús. kr. inni hjá
ríkinu frá fyrra ári
Eins og víða hefur komið
fram í fjölmiðlum eru flestir
skólar á landinu á heljar-
þröm vegna þess að ríkis-
sjóður stendur ekki við þær
greiðslursem honum bertil
reksturs þessara skóla.
Einn þessara skóla er Fjöl-
brautaskóli Suðurnesja, en
hann á t.a.m. inni hjá ríkis-
sjóði 740 þús. kr., sem
greiðast áttu á síðasta ári.
Hefur ríkið verið að mjatla
smáupphæðir til skólans
mánaðarlega, en það dugar
skammt, enda hlýtur það að
koma víða niöur, þegar
skólinn fær ekki sitt eðli-
lega rekstrarfé.
Einn þeirra aðila sem
skólinn hefur ekki getað
staðið í skilum við er Raf-
veita Keflavíkur, og því fór
svo að sl. fimmtudagsmorg-
un var lokað fyrir rafmagn
til skólans og stóð sú lokun
yfir í 20 mínútur, en þá hafði
tekist að semja um skuld-
ina. En það sem fyrst og
fremst vekur kátínu varð-
andi þessa lokun er, að raf-
veitan er í eigu Keflavíkur-
bæjar, sem á síðan meiri-
hlutann í Fjölbrautaskólan-
um, þannig að maður hefur
það á tilfinningunni aö
stundum viti hægri hendin
ekki hvað sú vinstri er að
gera. - epj.
Garðmenn gera ekki ráð fyrir að setja sams konar
laug niður sem þeir eiga
Formleg opnun nýrrar
sundlaugar í Sandgerði
hefur tafist vegna leka sem
komið hefur að lauginni í
tvígang. í fyrra skiptið var
um sprungið niðurfall að
ræða en í seinna tilfellinu er
talið líklegt að hreyfing á
jarðvegi hafi valdið því að
rör fór i sundur.
A lauginni hefur einnig
komið upp galli sem lýsir
sér þannig að svartir flekkir
myndast víða í henni. Hefur
slíkurgalli komið uppífleiri
laugum af þessari gerð hér
á landi. Framleiðsla á
laugum sem þessum er
hætt, en þær hafa verið
framleiddar af aðila á Skaga
strönd og eru úrtrefjaplasti.
„Þetta eru óhöpp sem alltaf
geta hent" sagði Þórður
Ólafsson, forstöðumaður
Lokuðu rafmagni til
Fjölbrautaskólans
(þróttamannvirkja í Sand-
gerði. „Það var gert við
þetta jafn óðum þannig að
formleg opnun verður
innan skamms.
Hvað með þennan galla á
lauginni?
Það er verið að rannsaka
hvernig hægt sé að lagfæra
þennan galla sem er fyrst
og fremst útlitsgalli og
kemurekkiframfyrren laug
in er sett upp“ sagði Þórður
Ólafsson i samtali við
blaðið sl. þriðjudag.
Þóröur Úlafsson við sundlaugina i Sandgeröi.
AUGLÝSENDUR, ATHUGIÐ!
Næsta blað kemur út miðvikudaginn 10.
apríl. Auglýsingar þurfa því að berast
fyrir kl. 16 á mánudag.
mm
Mtm
Fimmtudagur 12. apríl 1984
AFGREIÐSLA BLAÐSINS
er að Hafnargötu 32, II. hæð. - Sími 1717.
SALAT
SPARISJÓÐURINN