Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.05.1984, Page 7

Víkurfréttir - 04.05.1984, Page 7
VÍKUR-fréttir Föstudagur 4. maí 1984 7 Ellert Skúlason vann gerðardómsmálið: Fær 5 milljónir kr. í skaðabætur - vegna rangra útboðsgagna við gerð grjótfyIlingar á Bakkafirði Gerðardómur Verkfræð- ingafélagsins hefur kveðið upp þann úrskurð, að Vita- og hafnamálastofnun fyrir hönd Skeggjastaðahrepps í Norður-Múlasýslu bæri að greiða verktakafyrirtæki Ellerts Skúlasonar i Njarð- vík, 5 milljónir í skaðabæt- ur vegna rangra útboðs- gagna við gerð grjótfylling- ar við hafnarmannvirki á Bakkafirði. Eins og áður hefur komið fram hér í blaðinu hafa framkvæmdir við grjótvarn- argarðinn á Bakkafirði, sem á að vera 200 metra langur, dregist mikið vegna deilna Ellerts við heimamenn. Átti vinna að hefjast snemma sl. sumar og Ijúka um áramót- in síðustu. Hófust fram- kvæmdir ekki fyrr en leið á haustið og á enn eftir að bæta nokkru við garðinn. Að sögn Þjóðviljans var upphafleg kostnaðaráætl- un upp á 12 milljónir og nú bætast við 5 milljónir í skaðabætur. Og þó Vita- og hafnamálastofnunin hafi farið með málið, þá kemur það í hlut Skeggjastaða- hrepps að greiða bæturnar, þó ríkið eigi sjálfsagt eftir að hlaupa undir bagga með þeim á Bakkafirði. - epj. Áttu góða grein til birtingar í blaðinu. Hafðu þá sam- band í síma 1717. mm jutUi SUÐURNESJAMENN i i ■ii n N Í íii ii i i iii" ii ii i ii in 11 !!____ i ii i II iii 11 "bt* ' 1 ■ ■ Höfum fengið til sölumeðferðar 2ja og 3ja herb. íbúðir við Heiðarholt í Keflavík, sem skilast tilbúnar undir tréverk og öll sameign fullfrágengin, þ.m.t. malbik, málun og torf á lóð. Stærð 2ja herb. íbúðanna er 81,2 m2 og 3ja herb. 101,5 m2, sameign meðtalin. - ATH: Sér þvottahúserfyrir hverja hæð. Beðið er eftir húsnæðisstjórnarláni, þannig að það er auðveldara að kaupa þessar íbúðir en nýjan japanskan bíl. - Komið og skoðið líkanið og teikningarnar á skrifstofunni, Hafn- argötu 57, Keflavík. 1. l-aar--- mm J Arkitekt og hönnuður líkans: .... Páll V. Bjarnason Verkfræðingur: ............... Haukur Margeirsson Verktaki: ............................ Húsanes sf. Söluaðili: EIGNAMIÐLUN SUÐURNESJA

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.