Víkurfréttir - 01.11.1984, Side 1
FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA:
FELLDI BYGGINGARLEYFIÐ ÚR GILDI
- fyrir verslunar- og skrifstofuhúsinu aðTjarnargötu 2 í Keflavík
Á mánudag i siðustu
viku kvað Alexander
Stefánsson, félagsmála-
ráðherra upp svofelld-
an úrskurö i deilumálinu
varðandi nýbygginguna
að Tjarnargötu 2 í Kefla-
vík:
,,Byggingarleyfi fyrir
verslunar- og skrifstofu-
hús á lóðinni nr. 2 við
Tjarnargötu í Keflavík, er
úr gildi fellt að svo
stöddu. Jafnframt verð-
ur lagt fyrir skipulags-
stjórn að eiga nú þegar
frumkvæði að gerð deili-
skipulags fyrir miðbæ
Keflavíkur í samráði við
bæjarstjórn Keflavíkur".
Áður en þessi ákvörð-
un var tekin var leitað
umsagnar Skipulags-
stjórnar ríkisins og var
sú umsögn birt hér í
næst síðasta blaði. en
þar kom m.a. tram ao
Skipulagsstjórn lagði til
að byggingarleyfið yrði
numið úr gildi. Þá láfyrir
greinargerð m.a. frá bæj-
arlögmanni og lög-
manni eigenda Hafnar-
götu28. (greinargerðfrá
bæjarlögmanni var m.a.
því haldið fram að lög-
mætur 3ja mánaða
kærufrestur kærenda
hafi verið liðinn þann 29.
sept. sl. og því bæri að
vísa kærunni frá.
En í bréfi félagsmála-
ráðuneytisins þar sem
úrskurðurinn er birtur,
segir m.a. varðandi nið-
urstöður málsins:
,,Með því að bygging-
aryfirvöld gáfu eigi kær-
endum kost á að tjá sig
um fyrirhugaða bygg-
ingarframkvæmd, svo
sem þeim bar, sbr. bygg-
ingareglugerð, og að
sáttatilraunir hafa farið
fram milli deiluaðila allt
fram á þennan dag,
verður ekki á það fallist
að kæran sé of seint
fram komin".
Jafnframt kemur fram
að nýtingarhlutfall húss-
ins sé of hátt og ekkert
deiliskipulag hafi verið
gert fyrir viðkomandi
byggingarreit. Vegna
þessa verði ekki hjá því
komist að fella bygging-
arleyfið úr gildi að svo
stöddu.
Er Ijóst samkv. fram-
antöldu, að framkvæmd-
ir verða nú stöðvaðar
a.m.k. þar til gert hefur
verið deiliskipulag fyrir
viðkomandi svæði og
það hlotið löglega með-
ferð á opinberum vett-
vangi. Er því Ijóst að hús-
byggjandinn lendir i
Um þetta stendur deitan.
miklu tjóni vegna mis-
taka bygginganefndar
Keflavíkur í máli þessu,
en á þessu stigi er ekki
séð fyrir endann á því.
Þar sem hér er um
mjög óvenjulegt mál að
ræða var rætt við nokkra
þeirra aðila sem málinu
tengjast, og birtast svör
þeirra inni í blaðinu.
epj./pket.
Innbrot í vöruskemmu Skipaafgreiðslunnar:
Stálu áfengi, fatnaði o.fl. úr gámum
- Logsuðu göt á gámana til að komast í þá
Aðfaranótt fimmtudags-
ins í síðustu viku var brotist
inn í vöruafgreiðslu Skipa-
afgreiðslu Suðurnesja, þar
sem mjölgeymsla Fiskiðj-
unnar var áður til húsa. Var
brotist inn baka til og síðan
voru logskorin göt á þrjá
gáma sem í geymslunni
voru.
Vegna verkfalls BSRB
hefur enn ekki verið hægt
að komast í tollskjöl til að
kanna hvað i gámunum var,
en þó liggur Ijóst fyrir að
stolið var 10 kössum af
áfengi sem var í eigu Frí-
hafnarinnar á Keflavíkur-
flugvelli. Einnig var stolið
einhverju af tískufatnaði og
þó nokkru magni af skó-
fatnaði bæði fyrir dömur og
herra.
Innbrot þetta er það
þriðja í röðinni á þessum
stað nú á stuttum tíma; en
mjög litlu sem engu var
stolið í hinum fyrri. Er málið
nú í rannsókn hjá rannsókn-
arlögreglunni í Keflavík.
Á föstudagskvöld í síð-
ustu viku voru 3 menn
staðnir að verki við vöru-
geymsluna, en þá voru þeir
að leita að áfengi í gámum
fyrir utan. Eru þeirekki tald-
ir grunaðir um þátttöku í
innbrotunum. - epj.
Eitt af götunum sem iogskorin voru á gámana.
STÓRFELLD
SKEMMDARVERK
- Hundruðum þúsunda varið í viðgerðir
á glitstikum ár hvert
Ár hvert eru eknar niður
glitstikur á vegum hér á
skaganum svo hundruöum
skiptir. Kostnaður við lag-
færingar nemur hundruð-
um þúsunda króna, að sögn
Vegagerðar ríkisins.
Glitstikur eru mjög mikil-
vægar fyrir akandi vegfar-
endur og þá sérstaklega i
slæmu skyggni og vondum
veðrum.Því er hér um að
ræða ótrúlegt hugsunar-
leysi þeirra sem þennan leik
stunda. Fólk er hvatt til að
láta yfirvöld vita ef það sér
til einhverra sem stunda
þessi skemmdarverk.
pket.