Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.11.1984, Page 5

Víkurfréttir - 01.11.1984, Page 5
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 1. nóvember 1984 5 Körfuknattleikur, UMFN-ÍS 114:68 Stúdentarnir féllu á prófinu lUJ Njarðvíkingar í banastuði frá Laugdælum. Ég get ekki ,,Ég er virkilega ánægður með strákana. Við misstum 5 af 10 fastamönnum í lið- inu frá því í fyrra og höfðum fyllt að mestu upp í það skarð með nýliðum frá okkur auk þess sem við fengum Ellert Magnússon annað en verið ánægður með liðið með hliðsjón af þessari endurnýjun, en það er samt ekki enn komin full reynsla á liðið", sagði Gunnar Þorvarðarson, hinn góðkunni þjálfari og leik- maður UMFN. AÐALFUNDUR Skákfélags Keflavíkur verð- ur haldinn miðvikudaginn 7. nóvember kl. 20 í Sjálf- stæðishúsinu við Hafnar- götu. Tekur Steini Bjarna við þjálfun ÍBK? Þorsteinn Bjarnason er mjög líklegur arftaki Björns Víkings í þjálfarastól Kefl- víkinga í körfubolta. Steini hefur ekkert leikið með á þessu tímabili. Sagði sl. vor að hann væri hættur. í leiknum gegn Fram stjórnaði hann liðinu af bekknum ásamt Sigurði Valgeirs, og hefur séð um æfingar eftir þann leik í þessari viku. Forráðamenn ÍBK vildu þó ekki gefa afdráttarlaust svar, hvort Steini tæki við þjálfun liðsins, og þá jafn- vel léki einnig með. Þetta mun líklega skýrast um helgina. - pket. Já, NjarðVíkingar virðast afar sterkit* þessa dagana. Stórsigur Igegn ÍS á föstu- dag þar sem Njarðvíkingar sýndu allt sem gott körfu- knattleikslið má prýða. Mik- ill hraði, góð hittni og skemmtilegar fléttur, auk grimmdar í vörninni. Það virtist ekki skipta neinu máli hvaða 5 leikmenn voru inn á í það og það skiptið, stúd- entarnir áttu ekkert svar við hæfi. Ungu Ijónin, Teitur, Helgi og Hreiðar, voru ákveðnir í að sanna að þeir eru fullgildir úrvalsdeildar- menn (menn með mönn- um). Allir leikmenn UMFN komust á blað þótt Valur Ingimundar væri efstur á lista sem endranær. Hjá (S stóð Björn Leósson upp úr en það verður að segjast sem er, að sumir leikmenn stúdentanna hafa ekkerter- indi í úrvalsdeild. Sennilega er óhætt að afskrifa liðið strax, fyrst þeir skítféllu svona á fyrsta prófinu. ( hálfleik var staðan 66:29 og voru kröfuharðir áhang- endur Njarðvikinga farnir að tala um stigamet, en lokatölur urðu ,,aðeins“ 114:68, enda erfitt að halda fullri einbeitingu heilan leik gegn svo slökum andstæð- ingi sem (S er. Sennilega mun baráttan um bikarinn standa á milli UMFN, Vals og Hauka. Lið Njarðvíkinga hefur staðið sig vel á þess- um „skyndiprófum" gegn (R og (S, en fullnaðarprófin verða við Hauka og Val. Þá verður gaman í „gryfjunni". Stig UMFN: Valur 40, Ell- ert 14, Hreiðar 11, Teitur 10, Helgi 8, Gunnar 8, Jónas 6, Árni 6, Hafþór 6, ísak 5. Stig ÍS: Björn Leóss. 18, puðmundur Jóh. 13, Árni Guðm. 13. - ehe. „Víðismenn þurfa að styrkja liðið“ Frammistaða Víðismanna á síðasta tímabili kom veru- lega á óvart, er liðið tryggði sér 1. deildar sæti á næsta ári. Leikmannaskipti hafa borið á góma og 3 Skaga- menn verið nefndir við liðið, þeir Bjarni Sigurðsson, Sig- urður Lárusson og Svein- björn Hákonarson. Víst er, eins og kemur fram annars staðar í blað- inu, að Bjarni fer ekki í Víði og samkvæmt heimildum blaðsins hafa þeir Sigurður og Sveinbjörn ekki ákveðið neitt í þeim efnum, en þeir starfa báðir við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. BLAÐ SEML> HITTIR í MARK 1 fytitUi - | „Ég tel mikilvægt fyrir Víðismenn að styrkja lið sitt með alla vega tveimur reyndum leikmönnum. Þetta er ekki vantraust á lið- ið, en 1. deildin er miklu harðari skóli og liðiðvantar meiri breidd", sagði Bjarni Sigurðsson. - pket. Sími 1540 Sími 1540 m TILBOÐ: FATADEILD: Tilboð: Fleskesteik kr. 149,00 pr. kg Súpukjöt . kr. 119,90 pr. kg Sængur .... kr. 995,00 Koddar.... kr. 295,00 VÖRUKYNNING Á SYKURSNAUÐUM APPELSÍNU SAFA FRÁ SÓL HF. - Kynningarafsláttur. SAMKAUP Simi1540 E ISAMKAUP EUROCARD Sími 1540

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.