Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.11.1984, Page 7

Víkurfréttir - 01.11.1984, Page 7
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 1. nóvember 1984 7 Negri á „rússa“ og kennir „break“ Það eru breyttir tímar i dansmenningunni. Allir dansskólar eru nú yfir- fullir af strákum í „break-dansi" á meðan stelpurnar láta sér nægja venjulega dans- kennslu. Þeir sem eru hvað iðnastir við „break- ið“ æfa hér á gangstétt- um bæjarins alla daga og þá oft undir leiðsögn ,,break-ara“ af dekkri tegundinni af Vellinum. Þykir sá ansi sleipur og ekki nóg með það, heldurekursá hinnsami um á rússneskum LADA- bíl! Sjást þeir oft saman (rússinn og kaninn) fyrir framan aðsetur ungling- anna í Keflavík í dag, Casino leiktækjasalinn. Þar er „breakað" af krafti, jafnt (slendingar sem ,,negrakossar“ (nema að sjálfsögðu rússinn, hann horfir á). Bjartmar kom á óvart Brennivín og sígarettur á okurverði Vegna verkfalls BSRB er nú svo til allt brenni- vín á þrotum og sama má segja um sígarettur og annað tóbak. Þó eru allt- af nokkrir sem ,,luma“ á og selja á svörtum mark- aði. Heyrst hefur að flaskan sé komin í 2500-3000 kr. og síga- rettupakkinn i 100 kr. Samkvæmt heimild- um Mola hefur ásóknin í dollara verið mikil að undanförnu og fólk óspart reynt að útvega sér áfengi og tóbak á Keflavíkurflugvelli. Þar fást þessar „nauðsynj- ar“ að sjálfsögðu á mun ódýrara verði ef þú hefur sambönd . . . Bjartmar Guðlaugs- son, söngvarinn kunni, kom heldur betur á óvart skömmu fyrir verkfall. Á Rás 2 kom ósk um lag eftir Bjartmar með af- mæliskveðju, og var það síðan flutt og allt í lagi með það. En okkar mað- ur gerði betur. Hann þef- aði uppi hvaðan óskin kom, bankaði upp stuttu síðar í húsi hér í Njarð- vík með gitarinn í hend- inni. Þar var fólk saman komið í gleðskap og fagnaði það komu söngvarans. Bjartmar bauð upp á ,,live“-flutning og söng nokkur lög við mikinn fögnuð. Kvaddi hann síðan og fór. Vakti þetta uppátæki söngvarans kunna mikla lukku. ,,Landinn“ blívur Menn deyja ekki ráða- lausir þó ekki fáist brennivín. Þar koma bruggararnir að góðum notum, það er að segja þeir sem eru svo heppnir að þekkjaslíkaaðilasem stunda þá iðju. Þeir losna létt við „landann" núna þó verðið sé ekki eins hátt og á alvöru miði. - pket. Molar „Verð áfram með ÍBK“ - segir Sigurður Björgvinsson, knattspyrnumaður „Ég er ákveðinn í að vera áfram með (BK. Það hefur aldrei staðið til hjá mér að ég færi í annaðfélag", sagði Sigurður Björgvinsson, knattspyrnumaður (BK. Sú saga hefur gengið að Sigurður væri á leið í annað félag og ætlaði sér jafnvel að þjálfa. „Já, ég hef verið spurður um þetta, það er rétt. En ég er ekki á leiðinni í annað félag, það máttu bóka“, sagði Sigurður. Óli Þór Magnússon, sem lék með Þór, Akureyri, sl. sumar, hefur snúið aftur til Keflavíkur og mun leika með (BK á ný. - pket. Vetrarstarf Skákfélagsins hafið - í 5. sæti eftir fjórar umferðir í 1. deildarkeppninni Fyrir nokkru fór fyrri hluti 1. deildarkeppni Skáksam- bands (slands fram á Akur- eyri. ( deildinni keppa 8 sveitir. Sveit Skákfélags Kefla- víkur sigraði Kópavog 5:3, gerði jafntefli við Vestfirð- inga 4:4, tapaði fyrir Taflfé- lagi Reykjavíkur N-V 1:7, og sömuleiðis fyrir Taflfélagi Reykjavikur S-A 3:5. Sveitin hefur þannig hlotið 13 vinn- ings, en til samanburðar má geta þess að gegn þessum sömu sveitum hlaut SK 11 vinninga í keppninni ífyrra. Að fj< rum umferðum loknum er staðan þessi: 1. TR N-V 27 v„ 2. Sel- tjarnarnes 20 v„ 3. TR S-A 18,5 v„ 4. Akureyri 18 v„ 5. Skákfélag Keflavíkur 13 v„ 6.-7. Garðabær og Kópa- vogur 11 v„ 8. Vestfirðir 9,5 v. Æfingar Skákfélags Keflavíkur fara fram i Sjálf- stæðishúsinu, Hafnargötu 46, á miðvikudögum, og hefjast kl. 20. Allir áhuga- menn eru velkomnir. - sjs. Árbók fær styrk Stjórn SSS samþykkti á fundi sínum 4. okt. sl. að styrkja útgáfu Árbókar Suð- urnesja fyrir árið 1983, með 20 þús. kr. Sögufélag Suð- urnesja hefur séð um vinnslu bókarinnar, en aðal- etni hennar er annáll ársins 1982 og fleira. - pket. VERSLIÐ ÓDÝRT SYNISHORN AF VERÐI: V/SA E Ananas l /1 ds... kr. 59 Ananas, 567 gr... kr. 46 Ferskjur í/iös... kr. 59 Aspargus 1/2 ds...kr. 55 UR KJOTBORÐINU: ÓDÝ RT KRYDDLEGIÐ KJÖT. Nautalundir.............. 495 pr. kg Ný hjörtu................ 110 pr. kg Ný lifur................. 1ÍO pr. kg Hökkuð slög.............. 25 pr. kg Hvalbuff ................ 112 pr. kg Reykt folaldakjöt.......... 98 pr. kg Kjötfars................... 79 pr. kg Hrossabjúgu............... 95 pr. kg Kæfa ..................... 158 pr. kg Pizza .................... 99 kr. stk. Svartfugl ................. 29 kr. stk. K-kaffi 1/2 kg ............. kr. 56,60 Appelsínusafi, IMPEX ....... kr. 38,30 Eplasafi, IMPEX............. kr. 31,45 Franskar kartöflur, 700 gr . kr. 58,00 Franskar kartöflur, 1500 gr kr. 139,00 VÍKURBÆR HAFNARGÖTUl- IHÓLMGARÐII 1 Sími 2042 Sími 2044

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.