Víkurfréttir - 01.11.1984, Qupperneq 14
14 Fimmtudagur 1. nóvember 1984
VÍKUR-fréttir
Lmda Emarsdottir, Kristm Kristmsdóttir, Anita Inga Arnar-
dóttir og Svava Sandra Björnsdóttir héldu hiutaveitu að
Kirkjuteig 5 i keflavik og gáfu ágóðann, 1.516 kr„ til
Þroskahjálpar á Suðurnesjum.
Eldur í potti
Kl. 18.25 sl. sunnudag var
slökkvilið Brunavarna Suð-
urnesja kvatt út að Græna-
garði 6 í Keflavík. Áður en
slökkviliðið kom á staðinn
kom tilkynning þarsem það
var afturkallað.
Hafði eldur komið upp í
potti á eldavélinni og voru
krakkar einir heima. Settu
þau lokiðá pottinn og hlupu
síðan eftir hjálp. Með þessu
sýndu þau einu réttu við-
brögðin og því slokknaði
eldurinn af sjálfu sér, án
þess að valda öðru en
brælu. - epj.
§Alþýðuflokks-
félag Keflavíkur
heldur almennan félagsfund, sunnudaginn
4. nóvember n.k. kl. 13.30 í Bárunni, Hring-
braut 106. - Dagskrá:
1. Umræöur um landsmál
2. Umræður um bæjarmál
3. Kosning fulltrúa á 42. flokksþing Al-
þýðuflokksins, sem haldið verður
16., 17. og 18. nóvember 1984.
4. Önnur mál
Stjórnin
Til sölu þessi glæsilegi bíll,
hlaðinn aukahlutum
BMW 728 árg. '78 með sóllúgu, lituðu gleri, höfuö-
púðum fram í og aftur í, vökvastýri, beinskiptur, raf-
magnsspeglar, læst drif, álfelgur, pirellidekk o.fl.
Skipti möguleg á ódýrari, ca. 450-500 þús. kr. bíl.
Uppl. í sima 1109 í dag og næstu daga.
Gólfslípun - Steypuvinna
Tökum að okkur að leggja steypu og gólf-
slípun. Önnumst alla undirbúningsvinnu.
- Föst tilboð. -
GÓLFSLÍPUN SF., sími 3708 og 1945
Einar Torfi
ATVINNA
Lagermann vantar nú þegar á vörulager
Rafmagnsverktaka Keflavíkur hf.
Góð enskukunnátta skilyrði.
Umsóknum skal skilað á skrifstofu Kefla-
víkurverktaka, Keflavíkurflugvelli.
Rafmagnsverktakar Keflavíkur hf.
Ráðningamál ríkisins á Keflavíkurflugvelli:
Heimamaður - Aðkomumaður
SOLUD RADIAL
VETRAR-
DEKK
eBttSCÖB f
Brekkustígur 37 Njarðvík. Sími 1399.
Þeirri skoðun hefur oft
verið á lofti haldiö, að Suð-
urnesjamenn ættu að hafa
forgang að störfum á Kefla-
vikurflugvelli. Flestumeref-
i laust kunnugt um samn-
inga þá sem í gildi eru á milli
verkalýðsfélaganna á
Suðurnesjum annars vegar
og Flugleiða, Aðalverktaka
og Oliufélagsins hins vegar,
um forgang verkafólks af
Suðurnesjum. En hvernig {
er þessu varið á öðrum is-
lenskum vinnustöðum á
Vellinum? Þarna eru all-
margar ríkisstofnanir og
þar á meðal allstórir vinnu-
staðir eins og tollgæslan,
fríhöfnin og lögreglan.
Margur Suðurnesjamaður-
inn hefur litið lausar stöður
þar hýru auga og ófáir hafa
þar sótt um með misjöfn-
um árangri. Sumir hafa
hlotið þurrt og þrifalegt
starf í skjólgóðum faðmi
ríkisins, en aðrir hafa fengið
neikvæðar undirtektir og
síðan horft upp á „utanbæj-
armann" hreppa hnossið.
Ýmsii hafa tilhneigingu til
þess að afgreiða svo málið
með upphrópunum einsog:
„klíka, pólitísk tengsl,
hann/hún er náskyld(ur)
ráðherra, sendiherra, bæj-
arstjóra, biskupi eða þing-
manni" eða að viðkomandi
sé „flokksbundinn íhalds-
krataframsóknarkommi".
Kjarni málsins er að sjálf-
sögðu sá að ráða skal hæf-
asta manninn sem býðst.
Um það ættu allir að geta
verið sammála. Sá mögu-
leiki er einnig fyrir hendi að
hæfasti maðurinn sé að-
komumaður (ólíklegt, en
fræðilegur möguleiki).
Einnig hefur sú skoðun
heyrst, að ekki sé rétt að
tala um sérstakt atvinnu-
svæði þegar ríkið sé annars
vegar, vegna þess að ríkið
sé jú allra eign. Þar af leið-
andi eigi Raufarhafnarbú-
inn sama rétt og Njarðvik-
ingurinn á stööu hjá ríkinu,
hvort sem sú staða er kenn-
arastaða á Djúpuvík eða
tollvarðarstaða á Vellinum.
Við hjá Víkur-fréttum
reyndum að kanna hvort
einhverjar starfsreglur
væru til frá utanríkisráðu-
neytinu varðandi ráðning-
ar hjá fríhöfn og löggæslu á
Keflavíkurflugvelli, en þess-
ar stofnanir heyra undir
varnarmáladeild. Eftir þvi
sem næst verður komið
ræður fríhafnarstjóri mestu
a.m.k. þegar um afleysings-
störf er að ræða og hefur
haft þá megin stefnu að láta
Suðurnesjamenn ganga
fyrir hin síðari ár. Þarna er
að mestu um almenn versl-
unarstörf að ræða og þótt
krafa sé gerð um tungu-
málakunnáttu virðist vera
nóg framboðaf slíku fólki úr
röðum heimamanna. öðru
máli gegnir um löggæsl-
una. Lögreglan er bundin
reglugerð um svokallaða
valnefnd. Valnefnd fjallar
um allar umsóknir og gerir
síðan tillögur um ráðningu
eða lýsir menn óhæfa til
starfa. Tekið er tillit til ým-
issa þátta við valið, t.d.
líkamlegs atgervis, mennt-
unar, starfsreynslu o.fl., og
að sjálfsögðu þarf mann-
orðið að vera flekklaust.
Búseta manna er látin liggja
á milli hluta. Tollgæslan
fellur ekki undir umrædda
valnefnd. Að vísu mun fyrir-
finnast álíka reglugerð
verðandi ráðningar á toll-
vörðum, en hún hefur enn
ekki verið notuð. Ráðning-
ar þær eru því alfarið á valdi
lögreglustjóra og varnar-
máladeildar og ekki þarf að
taka fram að ráðherra hefur
svo síðasta orðið i þessum
málum öllum.
Látum einn viðmælanda
okkar hafa lokaorðið: „Mér
finnst ótrúlegt að ekki megi
finna hæfa menn úr hópi
heimamanna í flestar
stöður hjá rikinu innan flug-
vallarsvæðisins. Suðurnes
eru svo stórt atvinnusvæði.
Enda þótt eitthvað hafi
kannski dregið úr pólitísk-
um stöðuveitingum, þá eru
þær ekki úr sögunni. Er
nokkurt vit í því að láta
menn aka 100 km á dag úr
og í vinnu, þegar nóg er af
hæfum mönnum á næstu
slóðurn?" - e.h.
Gáfu til Þroskahjálpar
Ásta Karlsdóttir Olsen, Dagný Helga Hafsteinsdóttir, Sig-
rún Bolladóttir, og i fremri röð f.v.: Laufey Guðbjörg Jó-
hannesdóttir, Ragnhildur Berta Bolladóttir og Sædis Bára
Jóhannesdóttir, héldu hlutaveltu og söfnuðu 500 kr„ sem
þær létu renna til Þroskahjálpar á Suðurnesjum.