Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.01.1985, Síða 16

Víkurfréttir - 17.01.1985, Síða 16
Fimmtudagur 17. janúar 1985 AFGREIOSLA BLAÐSINS er aö Hafnargötu 32, II. hæö - Sími 4717. Ekki er vika án Víkur-frétta SPARISJÓÐURINN Keflavík Síml 2800 NJarövík Síml 3800 Garöl Sími 7100 Veitingahúsið Vitinn, Sandgerði: Synjað um vínveitingaleyfi í þrí- gang hjá sýslunefnd Veitingahúsiö Vitinn i Sandgerði sótti á síðasta ári um leyfi til vínveitinga til sýslunefndar, en var synjað. Var erindið tekið fyrir í þrígang og alltaf synj- að. Hreppsnefnd Miðnes- hrepps mælti meö erindinu en þaö hafði ekki áhrif. Sýslunefnd, sem skipuð er fulltrúum Sandgerðinga, Gerðahrepps, Voga og Hafnahrepps, hefurákvörð- unarrétt til vínveitingaleyf is, þar sem ekki er um kaup- stað að ræða, þá er það bæjarstjórn. ( öll skiptin sem nefndin hefur tekið málið fyrir hafa fulltrúar Sandgerðis, Garös og Voga greitt atkvæði á móti, en Hafnamaðurinn með. ( Keflavík eru tveir staðir rneð vínveitingaleyfi og í Grindavík er Bláa lónið með léttvinsleyfi. „Mér finnst það hart, að veitingastaður sem uppfyll- ir skilyrði til veitinga matar og víns, skuli ekki fá leyfi til að veita vín með mat. Við erum aðeins 7 km frá Kefla- vík. Ef Sandgerðingar hafa áhuga á að fá vín með mat, verða þeir að fara þangað, þó svo að veitingastaður sé í þeirra heimabyggð", sagði Stefán Sigurðsson í Vitan- um. ,,Svo geta menn sem ekki eru búsettir á staðnum haft áhrif á það hvort Sand- geröingar fái þessa þjón- ustu eins og Keflvíkingar, eða ekki“, sagði Stefán enn- fremur. „Samkvæmt áfengislög- um er það annað hvort sýslunefnd í sýslum eða bæjarstjórn i kaupstööum sem veitir vínveitingaleyfi. Ráðherra getur ekki tekið fram fyrir hendur þessara aðila“, sagði Jón Eysteins- son bæjarfógeti. „Fer þetta þá fyrst og fremst eftir því hvernig nefndirnar eru skipaðar hverju sinni, þannig að á meðan sýslu- nefnd er svona skipuö þá er ekki von á því að staðurinn fái leyfi. Ég get ekki séð annað", sagði Jón. - pket. Veitingahúsiö Vitinn, - enn án vins. Rafveiturnar á Suðurnesjum: Sterkar líkur á samein- ingu á næstu mánuðum - svo og kaupum á eigum RARIK á svæðinu Aöveitustööin i Njarðvik Nú eru miklar líkur á því að gengið verði frá samein- ingu rafveitnanna á Suður- nesjum fyrri hluta þessa árs, að sögn Eiríks Alex- anderssonar, framkvæmda- stjóra SSS. Verða veiturnar sameinaðar Hitaveitu Suð- urnesja og hafa allar sveit- arstjórnirnar á svæðinu tekið jákvætt í málið og er nú unnið að gagnaöflun um bókfærðar eignir rafveitn- anna. Jafnframt er unnið að samningum um kaup á eig- um Rafmagnsveitna ríkis- ins (RARIK) hér á svæðinu, s.s. línunni hingaö suður, aðveitustöðinni í Njarðvfk o.fl., sem þeim fylgir. Sagði Eiríkur að þeim málum myndi Ijúka á sama tíma og sjálft sameiningarmálið, þ.e. nú fyrri hluta þessa árs. Þar sem hér er um mikið framfaramál fyrir okkur Suðurnesjamenn að ræða, munu Vikur-fréttir fylgjast nánar með framvindu þess og birta niðurstöður um leið og þær liggja fyrir. - epj. Njarðvíkurbær: Hefur að undanförnu keypt 789 þús. m2 land Er að sömu stærðargráðu og núverandi þéttbýliskjarni í Ytri-Njarðvík Þessa dagana er verið að ganga frá samningum um landakaup milli Njarðvíkur- bæjar og eigenda Tjarnar- kots i Innri-Njarðvík. Með þessum samningi hefur Hluti hinnar nýju landareignar Njarövikinga. bæjarfélagið keypt land- svæði upp á 789.658 m2, sem liggur neðan þjóðveg- arins í Innri-Njarðvík og upp fyrir Leirdal. Var hér um óskipt land að ræða og fóru fyrstu kaupin fram á árinu 1976 og var þá keypt 78%. Sl. sumar var síðan keyptur hluti Stapa- kots og nú voru með áður- nefndum samningi við eig- endur Tjarnarkots keypt síðustu 6,16%. Sagði Albert Karl Sand- ers, bæjarstjóri í Njarðvík, að landsvæði þetta væri að stærðargráðu jafn mikið og núverandi þéttbýliskjarni í Ytri-Njarðvík stæði á. - epj. Dagstjarnan selur í Hull MJOG slök SALA Dagstjarnan, togari Sjöstjörnunnar í Njarðvík seldi sl. mánudag 137 tonn í Hull. Aflaverðmæti var 4.6 milljónir eða 33.58 kr/kg. Afli var að mestu leyti góður þorskur og verður því salan að teljast slök. Lágt mark- aðsverð um þessar mundir mun stafa af miklu framboði á gámafiski og einnig hefur köld veðrátta sín áhrif.-ehe. AUGLÝSINGASÍMINN er 4717. Spurningin: Tekur þú inn lýsi? Árni Stefánsson: „Já, á hverjum morgni". Steinunn Pálsdóttir: „Já, reglulega". Guöbjörg Sveinsdóttir: „Nei, aidrei, veit ekki af hverju". Jóhannes Stefánsson: „Já, og hef alltaf gert það".

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.