Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.04.1985, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 26.04.1985, Blaðsíða 3
VÍKUR-fréttir Bæjarstjóm Keflavfltur: Alyktar um málefni bókasafnsins Málefni bæjar- og hér- aðsbókasafns Keflavíkur kom til umræðu á síðasta fundi bæjarstjórnar Kefla- víkur, en eins og fram kom í síðasta blaði hefur stjórn safnsins hótað að segja af sér. Á bæjarstjórnarfund- inum lagði meirihluti bæj- arstjórnar fram eftirfarandi ályktun: ,,Vegna bókunar stjórnar bœjai- og héraðsbókasajhs- ins 26. marssl., vekur bœjar- stjórn athygli á því að nú er unnið að gerð deiliskipu- lagsfyrir miðbæ Kejlavíkur, þar sem m.a. er gert ráð Jyrir staðsetningu sajha- húss. Ráðgert er að þessari skipulagsvinnu verði lokið á þessu ári og þá endanlega gengið Jrá staðsetningu sajhahúss þar sem bóka- sajhið verði til húsa. Bœjar- stjórnin telur að þessi máls- meðferð Jullnægi kröfum stjórnarinnar". Var ályktunin samþykkt með 7 atkvæðum gegn engu, en Jóhann Geirdal og Hannes Einarsson sátu hjá. epj. Gengur í hús og selur falsaða happdrættismiða Að undanförnu hafa nokkrir íbúnr í Keflavík og Njarðvík fengið heimsókn frá ungum ljóshærðum dreng ca. 11-13 ára, sem hefur boðið til sölu happ- drættismiða á kr. 100, merkta KKÍ. Eru miðar þessir falsaðir þ.e. þeir eru fjölritaðir eftir miðum sem dregnir hafa verið út í mars sl., að öðru leyti en því að númerið á miðunum er stimplað. Hefur viðkvæðið hjá drengnum verið það, að drætti hafi verið frestað þar til í kvöld. Þar sem vitað er að nokkrir aðilar hafa keypt miða af drengnum, en lýsingar þær sem lögreglan hefur fengið af honum eru mjög takmarkaðar, eru allir þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið beðnir að láta rannsóknar- lögregluna í Keflavík þær i té. Sama er með alla þásem ekki hafa keypt miða, en geta gefið einhverjar upp- lýsingar um málið. - epj. Tvær bflveltur á sömu mínútu á sama stað -110 umferðaróhöpp frá áramótum Fra sunnudegi til sl. sunnudags var lögreglunni í Keflavík, Njarðvík og Gullbringusýslu tilkynnt um 13 umferðaróhöpp í umdæmi sínu. Voru um- ferðaróhöpp þau er lög- reglan hefur þurft að hafa VÍklJR- fréttir Málgagn Suður- nesjamanna afskipti af frá áramótum, þar með orðin 110 um miðj- an dag sl. sunnudag. Á fimmtudag í síðustu viku urðu tvær bílveltur á sama stað á Reykjanes- braut, inn við Kúagerði, á sömu mínútunni um morg- uninn. Skarst farþegi í ann- arri bifreiðinni í andliti, en í hinni slösuðust tveir, ann- ar fótbrotnaði en hinn hlaut hryggmeiðsl. Voru viðkomandi flutt á slysa- deild Borgarspítalans í Reykjavík. Eru orsakir taldar vera skyndileg hálka á smábletti þarna. - epj. Myndlistarsýning Áferð og Áhrífavaldar II V. Vésteinn J. í sýningarsal Grágásar, Vallargötu 14, Keflavík. - Sýningin er opin 27. apríl til 5. maí frá kl. 15 - 20. Föstudagur 26. apríl 1985 A fmælLsstenming um helgina 2 > * a m I (i t k n 'StC ’ku qfr næ lis- mc tse ðib Ui n i m a. y, ?ftU ttí ah tUfo Ját \is- lQ nu jtse ðli + m I • d( msi rtS) su/ mii las A Uir fá Jríi m ej irr étt. h. ihk. unt \)j/ i eln ntit t f í k h X n • l jU ?ðl le\ r'Yii yyiá IV f \tu ííí iw • 1 Eignamiðlun Suðurnesja -J iHafnaraötu 17 - Keflavík - Símar 1700, 3868| Smáratún 48, neðri hæð, Keflavík: Góð 117ferm.4ra herb. sérhæð, mik- ið endurnýjuð, m.a. ný teppi, mið- stöðvarlögn o.fl. 1.850.000 Kirkjubraut 32, Njarðvík: Gott 140 ferm. einbýlishús, ekki full- gert að innan en að mestu að utan. 2.600.000 KEFLAVIK: _=i Góð nýleg 2ja herb. íbúo við Faxa- braut, sérlega hentug fyrir eldra fólk. 1.300.000 Mjög góð 2ja herb. ibúð við Háteig, sér innganpur. 1.275.000 Mjög góð 3ja herb. ibúð við Austur- gótu, geysilega mikið enciurnýjuð. 1.400.000 Góð 3ja herb. íbúð við Hringbraut, nýtt eldhús o.fl. 1.450.000 Góð 3ja herb. íbúð við Mávabraut, ný teppi o.fl. 1.350.000 Mjög góð 4ra herb. íbúð við Hring- braut, mikið endurnýjuð. 1.800.000 Góð 3ja herb. íbúð við Mávabraut. 1.750.000 Gott 110 ferm. endaraðhús við Norð- urgarð ásamt bílskúr. Góður staður. 2.800.000 Iðavellir 3, bil 5, efri hæð, Keflavík: Nýtt 170 ferm. húsnæði, hentugt fyrir hvers konar félagsstarfsemi, iðnað o.fl. 2.040.000 í BYGGINGU: Glæsilegar 2ja og 3ja herb. íbúðir við Heiðarholt 42 og 44. (búðirnar skil- ast tilbúnar undir tréverk að innan, sameign fullfrágengin. ATH: Sér þvottahús fyrir hverja íbúö, stór og mikil sameign. Verð 2ja herb. íbúðar kr. 1.148.000 Verð 3ja herb. íbúðar kr. 1.321.000 NJARÐVÍK: =i Góð 2ja herb. íbúð við Fífumóa. 1.200.000 Glæsilegt 165 ferm. einbýlishús við Holtsgötu ásamt 30 ferm. bílskúr. Mjög góður staður. 4.300.000 Eignamiðlun Suðurnesja Hafnargötu 17 - Keflavik Símar: 1700, 3868 Fateignavlðsklpti: Hannes Arnar Ragnarsson Sölustjóri: Sigurður V. Ragnarsson Þökkum frábærar móttökur. n |

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.