Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.04.1985, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 26.04.1985, Blaðsíða 21
VÍKUR-fréttir Föstudagur 26. apríl 1985 21 Gunnar Þórðarson og hljómsveit hans halda uppi fjörinu á Broad- «a>. Síðan var blm. lylgt upp i Súlnasal og þar hitti hann í'yrir yfir 50 Keflvíkinga sem voru að skemmta sér í hóp. A sviðinu var hljóm- sveit Magnúsar Kjartans- sonar, en í henni eru auk Magnúsar 3 aðrtr Ketlvík- ingar, þeir Finnbogi Kjart- ansson, Jóhann Helgason og Baldur Þórir Guð- mundsson. Þessi skemmt- un virtist falla vel í kramið hjá áheyrendum, sem höfðu nýlokið við mat sinn og nú voru kokkarnir á Sögu kallaðir fram. Þar leyndust 2 Suðurnesja- menn, Örn Garðarsson, sem er kokkur í Grillinu, og Högni llögnason, sem er lærlingur á Sögu. Ekki voru þeir fjórmenningar í hljóm- sveitinni einu keflvísku poppararnir á Sögu þetta kvöldið, því þarna voru einnig hjónin Rúnar Júlíus- son og María Baldursdótt- ir, að vísu sem gestir. Nú, frá Sögu lá leiðin í Þórscafé. Þar syngur Einar Júlíusson með hljómsveit- inni Pónik, og Anna Vil- hjálmsdóttir með hljóm- sveitinni Dansbandið. Þeg- ar búið var að bera upp er- indið við dyraverðina í Þórscafé var björninn síður en svo unninn. „Við hlust- um ekki á svona lagað“, var svarið sem blm fékk þegar hann sagðist vera í leit að Einsa Júl. Eftii dálítið þref og þegar blm. var búinn að sýna skilríkin margoft svo og ljósmyndavélarnar, var honum hleypt inn. Þeir voru ekki fágaðir í fram- komu dyraverðirnir þessir. En þegar inn varkomið lag- aðist allt. Fyrsti maður á vegi blm. varð Einar sjálf- ur. Það var verið að sýna Þórskabarett tyrir matar- gesti og á rneðal þeirra var saumaklúbbur úr Kefla- vík. Eftir kabarettinn tóku Pónik og Einar lagið og þar mátti sjá þriðja Kellvíking- inn í Þórscafé, Kristinn T. Haraldsson, Kidda rótara. Síðan bættist enn einn við í hópinn, Vignir Bergmann, gítarleikari í Dansband- inu. Sem sagt, tjórir Kefl- víkingar í hljómsveitum í Þórscafé. Þá var það Broadway. Þar leikur stórhljómsveit Gunnars Þórðarsonar og hann þekkja allir. Þegar í Broadway var komið hitti blm. að máli yfirdyravörð staðarins, Svein að nafni, og sagðist vera að gera út- tekt á skemmtanalífi Kell- víkinga í Reykjavík. Hann sagði þá: „Ja, það erörugg- lega fullt af þeim hér í kvöld eins og venjulega". Það reyndist rétt. Þar var hóp- ur sem verið hafði í mat og horft á Ríó-tríó skemmta. Aðspurð sögðu þau að það hefði verið mjög gaman. Þegar blm. fór á bak við sviðið á Broadway til að reyna að finna Gunna Þórðar, rakst hann á annan Suðurnesjamann sem var klæddur í kokkabúning, yfirkokkur á Broadway, Ólaf Reynisson. Á þessum 3 stærstu skemmtistöðum borgar- innar starfa 9 manns í hljómsveitum, alla vega 3 kokkar, einn þjónn (eflaust fleiri) og eitthvað af fólki héðan starfar í hinum ýmsu störfum sem tengjast veit- ingahúsunum. Það vekur forvitni að svona margir skuli vera í hljómsveitun- um og skulum við láta Einsa Júl. um að skýra það: „Við eigum svo mikið af hæfileikafólki“ - segir Einar Júlíusson Pónik og Einar eru búnir að spila í Þórscafé síðan í september. Þar hefur aðsókn verið góð, nánast því alltaf fullt. „Baráttan stendur um matargestina. Núna bjóða allir helstu skemmtistaðirn- ir upp á skemmtiatriði fyrir matargesti og það má segja að það sé alltaf fullt á veit- ingahúsum borgarinnar um helgar, það þarf ekki að spyrja að því", sagðl Einar. Stunda keflvíkingar mik- ið Þórscafé? ,,Þeir koma alltaf einhverjir. Það er þó mun minna en ég reiknaði með. Þeir stunda þó skemmtana- líf borgarinnar mikið". Hvaða skýringu hefur þú á þeirri staðreynd, að a.m.k. 9 Keflvíkingar eru starfandi í hljómsveitum á þessum stöðum? „Það er bara út af því að Ketlvíkingar eru svo góðir tónlistarmenn. Við eigum svo mikið af hæfileikafólki einnig í myndlist, og svo auðvitað matargerð. Þessir menn sem þú ert að tala um eru flestir gamalkunnir popparar sem voru uppi þegar Hljómaæðið marg- umtalaða hófst, og þá sögu þarf ekki að segja einu sinni enn. Þeir hafa síðan haldið áfram að spila og eru því enn í „bransanum". Keflavík var vagga popp- tónlistar hér áður fyrr, en núna er ekki mikið að ger- ast í þessu hér. Kanntu ein- hverjar skýringar á því? „Þetta er bara eins og með fiskinn, það er erfitt að útskýra lélegar heimtur. Það vantar alveg eina kyn- slóð inn í þetta og ástæð- urnareru margar. Nú á tím- unt bjóðast svo margar teg- undir af tómstundaiðju fyrir krakka og ungiinga. Tölvur eru núna nr. 1 oe svo auðvitað videoið. Ungl- ingar finna ekki hjá sér neina þörf lyrir að spila í I-ramh. á nastu síðu Skátafélagið HEIÐABUAR óskar Keflvikingum og Sudurnesjamönnum gleöilegs sumars, og þakkar veittan stuðning viö fermmgarskeytasöluna. Styrktarfélag aldraðra Suðurnesjum Handavinnu- sýning aldraðra að Suðurgötu 12-14 Syning verður á handavinnu aldraðra að Suðurgötu 12-14, Keflavik, n.k. miöviku- dag, 1. maí, frá kl. 14-22. Nefndin Sendum Suöurnesjamönnum bestu óskir um GLEÐILEGT SUMAR. Þökkum viðskiptin á liönum vetri. Sérleyfisbifreiðir Keflavíkur Saumaklúbbur ásamt mökum í Þórscafé

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.