Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.04.1985, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 26.04.1985, Blaðsíða 7
VÍKUR-fréttir Föstudagur 26. apríl 1985 VÍKUR-fréttir vikulega - Sími 4717 1 . m ' ■ L ▼ Jt '■ V 1 S *'• * • * ... j ' ■ | 1« \ ! ífl.ti <• Lúðrasveit I ónlistarskólans í Njarðvik i nýjum búningum, ásamt stjórnanda. Lúðrasveitamót um helgina - A.m.k 2 sveitir fara af Suðurnesjum Núna um helgina verður haldið lúðra- sveitamót í Kópavogi. Þar munu lúðrasveitir hvaðanæva að af land- inu koma saman og leika um helgina. Mótið verður sett á laugardag kl. 14 og í framhaldi af því verða tónleikar. Þar mun hver sveit flytja tvö lög og síðan leika þær allar saman nokkur lög. Kynnir á tónleikunum verður Jón Múli Árnason, og um kvöldið verður kvöldvaka fyrir mótsgesti. Lúðrasveit Njarðvíkur og Unglingalúðrasveit Keflavíkur fara á mótið og e.t.\. íleiri sveitir af Suðurnesjum. Lúðrasveit Njarðvík- ur fékk búninga nýverið Bvidge Meistaramóti Bridgefé- lags Suðurnesja er nú lokið. Sveit Stefáns Jónssonar stóð uppi sem sigurvegari með 25n stig. Ásamt Stef- áni spiluðu í sveitinni: Ein- ar Jónsson, Kjartan Óla- son, Alfreð G. Alfreðsson, Hjálmtýr Baldursson og Ragnar Hermannsson. Röð næstu sveita var sem hér segir: 2. Sveit Nesgarðs 231 stig 3. Sveit Karls Einarssonar 187 stig 4. Sveit Sig Steindórssonar 176 stig 5. Sveit Har. Brynjólfss. 169 stig 6. Sveit Sigurh. Sigurhanss. 164 stig K.K. Pöbbinn Vesturbraut 17 Fyrsti og eini pöbbinn á Suðurnesjum Opið: Fimmtudaga frá kl. 19 Föstudaga frá kl. 19 Laugardaga frá kl. 18 Sunnudaga frá kl. 19 N.k. mánudag hefst 2ja kvöld; vortvímenningur, og er það jafnframt síðasta mót vetrarins. Föstudaginn 10. maín.k. verður árshátíð félagsins og fer þar fram afhending verðlauna fyrir mót vetrar- ins. - Þ.K. sem hannaðir voru fyrir sveitina og eru mjög fal- legir. Að sögn Haralds Á. Haraldssonar skóla- stjóra Tónlistarskólans í Njarðvík og stjórnanda sveitarinnar, eru krakk- arnir mjög áhugasamir og sveitin orðin nokkuð góð. Á móti hefur blm. frétt að krakkarnir séu mjög ánægð með Harald og að fara á æfingu hjá lúðrasveitinni er eitt- hvað sem enginn má missa af. Þannig á það að vera. Jónas Dagbjartsson er stjórnandi ULK (Unglingalúðrasveit Kellavíkur). Hann sagði að sveitin sín væri orðin nokkuð góð og það væri mikið að gera hjá krökkunum í nán- ustu framtíð. Þau væru áhugasöm og starfið gengi ljómandi vel. Og þa er bara að vona að sveitirnar standi sig og verði stjórnendum sínum og tónlistarskól- unum í Njarðvík og Keflavík til sóma. - kmár. Föndurstofan auglýsir Komiö og sjáiö hvaö hægt er aö gera meö FIMO. Og hvað er bleikt og loöiö? Árstíöa skrap- myndirnar komnar aftur. - Hafiö þiö saumað í plast? Af hverju ekki aö líta inn? FÖNDURSTOFAN Hafnargötu 68a Keflavik ^asa/^ Simi 4040 Sími4040 Opið föstudags- og laugardagskvöld MIÐLARNIR leika fyrir dansi. Þriðjudagur 30. apríl: MIÐLARNIR leika fyrir dansi frá kl. 22-03. Snyrtilegur klæðnaður Aldurstakmark 20 ára Bílaþjónustan GLJAI Brekkustíg 38, Y-Njarðvík. Sími 4299 Opið virka daga kl. 08.00 - 22.00. Laugardag og sunnudag kl. 10.00 -18.00. SJÁLFÞJONUSTA Bryngljáa þjónusta Tilboð er gildir út maí-mánuð 15% AFSLÁTTUR Á bryngljáameðferö, djúphreins- un á teppum og sætum - allt í einum pakka. HÖFUM TIL SÖLU: Grjótgrindur, sílsabretti og aurhlífar. Sjón er sögu ríkari.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.