Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.04.1985, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 26.04.1985, Blaðsíða 15
VÍKUR—fréttir Föstudagur 26. apríl 1985 15 dag og alltaf eitthvað annað með. Þú hefur rifið niður mörg hús, er það ekki? „Jú, ég held að þau séu 32 talsins. Þar má nefna „Drauginn", frægt hús svo- kallað, sem var þar sem Stapafell bílabúð stendur nú við Hafnargötu 32. Ég reif Hafnarhúsið sem þá var og einnig íbúðarhúsið sem Asgeir Daníelsson bjó í. Og síðan reif ég hin og þessi hús bæði hér og í Reykjavík. Ég hef byggt og verið við byggingu á um 20 húsum, þar með talið þau hús sem ég hef búið í“. Þú ætlaðir að verða bóndi, var það ekki? „Jú, ég hef alla tíð verið bóndi í huganum, er upp- alinn í sveit og það átti vel við mig. Ég hef verið að þvælast með hesta hér suð- ur frá og fyrir austan fja.ll. Þar hef ég verið með hross- in að mestu. Ég hef ákaf- lega gaman að hestum, var eiginlega alinn upp á hest- baki. I mér er alltaf bónd- inn og hef ég afskaplega gaman að öllu sem skeður í hinni frjálsu náttúru. Ég hef gaman að öllum dýrum og þekkti alla fugla strax á Sigtryggur með Jóni Eysteinssyni bæjarfógeta, í hófi sem haldið var Sigtryggi til heiðurs síðasta vinnudaginn, 16. apríl sl. barnaldri. En þetta fór nú svona, að í staðinn fyrir að hugsa um ferfætlingana, að þá varð mitt starf að hugsa um tvífætlingana“. Ertu sáttur við lífið og til- veruna? „Já, ég er það. Ég hef verið heppinn í lífinu á margan hátt og þá sérstak- lega með eiginkonu. Það er nú einu sinni svo, að góð eiginkona er eitt það besta sem maður getur fengið í lífinu. Eyrún hefur þurft að þola margt í gegnum áiin, en hún hefur verið heilsu- hraust og ekki kröfuhörð á lífsins gæði. svo að þetta hefur allt bjargast, og ég tel að hún eigi þar stærri þátt- inn. Ég er ákaflega sáttur við að vera hættur í lögregl- unni. Ég tel mig skilja við starfið og vinnufélagana á þann hátt sem ég óskaði mér. Þetta eru allt miklir öðlingsmenn og mórallinn á vinnustaðnum eins góður og best verður á kosið. Þetta lögreglulið ereitt 'það yngsta á landinu að meðal- aldri og ef Keflvíkingar og Suðurnesjamenn kunna að meta það hversu gott lög- reglulið þeir hafa, þá er ég ánægður. En ég veit það, að bæjarfógetinn hér, þessi ágæti öðlingsmaður, má vel við una, því lögregluliðið hér er mjög gott og vonandi helst það áfram. Það hefur oft gustað kalt og maður hefur oft staðið í ströngu í lögreglustarfinu, en ég held að það hafi meira bitnað á konu og börnum. Sá norðangarri sem um mig hefur leikið í gegnum árin hefur þó alltaf lægt öðru hvoru og járnkarlar eins og ég bogna ekki fyrr en þeir brotna“. - kmár. Steggjapartý - Splunkunýr geggjaður farsi gerðuraf framleiðend- um „Police Academy" með stjörnunum úr ,,Splash“. - Að ganga í það heilagaereitt... en sólarhringurinn fyrir ballið er allt annað, sérstaklega þegarbestu vin- irnir gera allt til að freista þín með heljarmikilli veislu, lausakonum af léttustu gerð og glaumi og gleði. Bachelor Party - „Steggjapartý" er mynd sem slær hressilega i gegn!!! - Grínleikararnir Tom Hanks, Adrian Zmed, William Tapper, Tawny Kitaen og leikstjórinn Neal Israel sjá um fjörið. - ÍSLENSKUR TEXTI. Sýnd sunnudag kl. 21. - FÉLAGSBÍÖ - :'H"aoa VAXTAHÆKKU N á gjaldeyrisreikningum SPARISJÓÐURINN greiðir nú neðan- skráða vexti af gjaldeyrisreikningum: Innstæður í Bandaríkjadölum ....... 8,5% Innstæður í sterlingspundum ...... 12,5% Innstæður í v-þýskum mörkum .... 5,0% Innstæður í dönskum kr............ 10,0% ATH: Gjaldeyrisþjónusta er nú einnig í Njarðvík. SPARISJÓÐURINN - SJÓÐUR SUÐURNESJAMANNA -

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.