Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.04.1985, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 26.04.1985, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 26. apríl 1985 VÍKUR-fréttir , Skilyvði að vera ekki kirkjurækinn ‘ ‘ - Rætt við Valdimar Axelssón og Jón Sæm Valdimar og Jón í sínu eðlilega umhverfi undsson, trillukarla Það er bjartur vordagur og fagur. Sólii, virðist stærri og hlýrri en áður og Ijúf sjávargola leikur við vanga. A slíkum vordögum er eins og tekið sé í hringinn í nefinu á mér og ég leiddur niður að höfn. Og mig langar mest að setjast á bryggjupolla, draga upp Jærið og dorga, í von um aðfá kola eða þá bara marhnút. En ég læt það ekki eftir mér. Þykist ogfínn. Þess í stað tek ég viðtal við Jrístundatrillukarla. Það eru menn sem hafa eiginlega aldrei losnað við Jærið ú rassvasanum. Jón Sæm. og Valdi Axels eru að gera klárt fyrir grásleppuvertíð. Trillan Hafþór er að vakna af vetradvalanum og það er ekki laust við að hún sé svolítið veiðileg á svipinn. Þetta er fyrsta grásleppuvcrtíð þeirra kumpána hérna syðra. „Þetta er fjórða trillan mín, en Valdi hefur verið trillukarl frá fæðingu. Hann var nú að koma frá því að selja trilluna sína, en annars hefur hann alltaf átt trillu. Er það ekki rétt, Valdi?“ „Ha, jú, ætli það ekki. Ég átti fyrst trillu með honum afa mínum norður á Árskógsströnd og hef alltaf verið viðloð- andi þetta. En Jón er nú að norðan líka og þekkir þetta allt saman. Svo var hann nú skipstjóri f mörg ár. Nú er ég bátlaus og fékk pláss hjá Jóni fyrir náð og miskunn". „Þér stendur allt til boða hjá mér, Valdi minn. Hvort viltu vera vélstjóri, stýrimaður eða meðeigandi?" Valdi þykist ekki heyra tilboðin og fer að huga að netunum. Þeir félagar keyptu saman notað grá- sleppuúthald ofan af Skaga, og nú er tekið til höndunum. „Eigum við að hafa steinana fyrir framan eða aftan þóftu?“ „Ég veit nú ekki. Fer þetta ekki ágætlega svona? Það held ég“. „Verðum við ekki að binda á þetta netahnút? Manstu hann? „Nei, fjandakornið. Haltu á móti mér. Er þetta ekki einhvern veginn svona?“ „Jú, ætli það ekki, eitthvað kemur þetta kunnuglega fyrir sjónir". Jón og Valdi bera sig nokkuð fagmannlega að verki og handbragðið rifj- ast furðu fljótt upp. Og ég ber upp næstu spurningu: ,,Á trillunum? Við höf- um mest stundað færin, en svo þegar aldurinn færist yfir okkur þá nálg- umst við fjöruna meira og meira“. „Já, það er að smá draga af okkur. Við erum komnir í grásleppuna eins og hinir öldungarnir“, segir Jón glaðhlakkaleg- ur. Hvar ætlið þið að leggja? „Við förum eitthvað inn með Strönd. Þar er griðland fyrir karla eins og okkur, en við höfum náttúrlega aldrei lagt þar áður". Teljið þið ykkur geta fundið lagnir þar? og spyr um tjölda trillu- karla og aðstöðu þeirra. „Þetta er nú ekki ýkja stór hópur í Keflavík/ Njarðvík. Aðstaðan er mjÖL' erfið og það hefur háð okkur. Draumurinn er að fá litla höfn fyrir smábáta, þar sem hægt er að fá frið fyrir veðri og vindum. Nú má ekkert vera af veðri, þá er allt í stór hættu". „Það er óhætt að segja að það hafi alltaf andað köli'u á milli smábátaeig- enda og stjórnar Lands- hafnarinnar. Sveitarfé- löginn hafa sýnt þessu skilning, en það er erfitt að eiga við stjórn lands- hafnar". „Eigum við ekki að biðja hann fyrir ástar- kveðju til þeirra, ha?“ Hvernig gengur ykkur að finna tíma til að róa? spyr ég og reyni að eyða öllum áróðri í garð yfir- valda. „Við förum aðallega um kvöld og helgar. Já, og svo á 1. maí, uppstign- ingardag og um hvíta- sunnu“. „Við róum helst alla helgidaga“. „Já, á messutíma. Það er eiginlega skilyrði að vera ekki mjög kirkju- rækinn ef maður ætlarað vera trillukarl". „Annars veiður aldrei neitt vit í útgerðinni". „Við verðum að vona að séra Ólafur lesi þetta ekki“. Rétt í þessu kemur Sig- urbjörn Björnsson verka- lýðsforkólfur að og lætur nokkrar athugasemdir falla um áhöfnina á Haf- þóri, bátinn og útbúnað allan. Eins og: „Heyrðu Valdi minn, þú þarft nú helv. . . stórar grásleppur í suma möskv- ana. Er þetta einhveryfir- stærð af möskva sem þið fenguð?" „Það gerir ekkert til þótt einhverjar syndi í gegnum götin“, svarar Valdi, „þær koma bara aftur og leita að þéttriðn- ari kafla“. „Áttu ekki tlugvélina ennþá, Sigurbjörn?" spyr Jón. ,,Þú værir nú vís með að leita að okkur ef við týnumst". „Ætli það fáist nokkur annar til að leita?“ Og með þessum orðum kveð ég Halla og Ladd ... nei, afsakið, Jón og Valda, staðráðinn í að kaupa girni, öngul og . . . ehe. Videosafnið Hafnargötu 20, Keflavík Vorum aö fá mikiö úrval af nýju og nýlegu BETA-efni. - ATH: Aöeins 100 kr. spólan. Byggingaverk- fræðingur Varnarliðið á KeflavíkurfIugvelli óskareftir að ráöa byggingaverkfræðing í verkfræöi- deild. Mjög góð enskukunnátta skilyrði. Umsóknir sendist Ráðningarskrifstofu varnarmáladeildar, Keflavíkurflugvelli, eigi síðar en 30. apríl n.k. Nánari upplýsingar veittar í síma 1973. ,,Já, ekki síðuren hinir. Við treystum á eðlisávís- unina. Hún hefur ekki brugðist okkur hingað til við veiðarnar". Þessu fylgir hlátur. „Við getum þá altjent lagt ofan í hjá hinum". Enn meiri hlátur. „Þú ert nú ekki óvanur því“. Mestur hlátur. „Við erum bara að þessu fyrir ánægjuna. Við seljum allan afla af því að við viljum ekki græða of mikið á þessu". „Já, það væri þokka- legur fjandi ef við færum að hagnast á þessu. Það má bara ekki ske“. Ég reyni mitt ítrasta til að halda umræðunni á sæmilega alvarlegu plani Sigurbjörn tekur sólarhæðina og gerir gáfulega athuga- semdir, en aflaklærnar virða hann varla svars.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.