Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.04.1985, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 26.04.1985, Blaðsíða 11
VÍKUR-fréttir Föstudag-ur 26. apríl 1985 11 Kvikmyndir: Góð gamanmynd í Félagsbíói Úti í Bandaríkjun- um tíðkast það nokkuð að halda svokölluð „Bachelor Party“ eða piparsveinapartý, eða eins og Félagsbíó kallar það,„steggjapartý“. Það er sú tegund samkvæma sem haldið er til heiðurs brúðgumanum væntan- lega og þau eiga að gefa honum síðasta tækifær- ið til að fara á ærlegt fyllirí með vinunum áður en hann kvænist. Nú hefur þetta orðið að yrkisetni kvikmynda- gerðarmanna fyrir vestan haf og mun af- urðin sýnd í Félagsbíói um helgina. Steggjapartý segir frá strætóstjóranum Rick Gassko, sem ákveðið hefur að ganga í það heilaga með elskunni sinni, Debbie Thomp- son. Foreldrum Debbí- ar er ekkert um ráða- haginn gefið og heldur ekki gamla kærastanum hennar, honum Cole. Vinir Ricks fá þá hug- mynd að halda „kveðju- samsæti“ og leigja í því skyni herbergi á góðu hóteli og einn vinanna ræður hóp gleðikvenna í samsætið. Cole á eftir að verða til vandræða fyrir þau Rick og Debbie, en sennilegast er að allt fari vel að lokum. Hugmyndin að Steggjapartíi varð til árið 1982 þegar fram- leiðandanum Bob Israel var haldið piparsveina- partý á Holiday Inn í Hollywood. Þegar kampavínið var upp- urið gerðu Israel og félagi hans, Ron Moer, sér grein fyrir að þeir hefðu upplifað hreint ljómandi hugmynd að kvikmynd. Bob hafði samband við Bróður sinn, Neal, sem tók að sér að leik- stýra og skrifa handritið að filmunni. Neal þessi er hálfgerður ný- græðingur á sviði kvik- myndaleikstjórnar, en hann hefur getið sér gott orð fyrir auglýsinga- og sjónvarpsþáttagerð. Frægastur hlýtur hann að teljast fyrir handritið að „Police Academy", sem var geysivinsæl gamanmynd fy rir vestan síðasta sumar. Tom Hanks leikur aðalhluiverkið, Rick Gassko. Hanks þykir með efnilegri leikurum, en hann gat sér gott orð fyrir leik sinn i myndinni „Splash", sem sýnd var í nýja Bíói fyrir skömmu. r Aríðandi símanúmer: Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja . 2222 Neyðarnúmer ................ 000 VÖRULISTI HÚSBYGGJANDANS MILLIVEGGIR, stoðir, veggplötur, loftlistar og einangrun. VIÐARÞILJUR í loft, þ.á.m. beyki, askur, eik og fleiri eftirsóttar viðartegundir. LOFTPLÖTUR undir málningu. VEGGKLÆÐNINGAR spónlagðar, með eða án millilista. INNIHURÐIR úröllum helstu viðartegundum j,;j afgreiddar af lager. THÉ-X BITALOFT, fjölbreytt- ir möguleikar á loft- bitum og klæðningum Fataskápar i fjölbreyttu úrvali - Útihurðir - Svalahurðir - Bílskúrshurðir úr teak, oregon pine og maghony Sólbekkir, massívir úr eik og beyki, eða plastlagðir að vali kaupanda. Parket, eik, beyki, panill og ýmislegt fleira í húsið. Þú kemur og semur. - Við erum sveigjanlegir í samningum. 1 ■m Jlllii'i i TRÉ 5-X TRÉSMIÐJA ÞORVALDAR ÓLAFSSONAR HF. Iðavöllum 6 - Keflavík - Simi 3320, 4700 Opið frá kl. 8-17 alla virka daga. í öll hús - Mikill afsláttur. OPIÐ TIL KL. 20.30 ALLA DAGA.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.