Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.10.1985, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 03.10.1985, Blaðsíða 1
— Staða Útvegsmið- stöðvarinnar óviss Unnið að tilboðsgerð í frysti- hús Heimis hf. og Heimi KE 77 Mikil óvissa ríkir nú um áframhald á starf- semi Utvegsmiðstöðv- arinnar hf., sem tók við rekstri Heimis hf. er það fyrirtæki varð gjaldþrota. Að sögn Sigurðar Halldórsson- ar hjá Útvegsmiðstöð- inni er nú unnið að tilboðsgerð í fasteignir þær sem Landsbank- inn keypti á nauðung- aruppboðinu á dögun- um, jafnframt því sem lagt verður fram tilboð í m.b. Heimi KE 77, en ákveðið hefur verið að selja hann frjálsri sölu. Jafnframt þessu standa nú yfir samn- ingar um að fá að halda rekstri eitthvað áfram, en eins og innugt er rann leigu- samningurinn við skiptaráðanda út um sl. mánaðamót. Þá hefur skiptaráðandi gefið frest til tilboðs- gerða í Heimi KE til n.k. miðvikudags, en vitað er um að fleiri aðilar hafa hug á að kaupa skipið, þ.á.m. aðilar utan af landi. Verði skipið selt út á land, er fyrirfram dæmt, að rekstur Út- vegsmiðstöðvarinnar hættir, að sögn Sig- urðar, „því án hráefnis þýðir lítið að vera með frystihús“. Þegar blaðið fór í prentun var óljóst hvort tilboð Tritons í m.s. Helga S. stæði, eða hvort Fiskveiða- sjóður hreppti skipið, en eigandi Tritons hafði frest til sl. þriðju- dagskvölds til að ganga frá málum sínum. - epj. Vélsmiðja 01 Olsen hefur gert stóran samning við skipasmíðastöð í Svíþjóð, til nœstu 5 ára, um sölu á Olsen-gálganum, víða um heim. Samningur þessi er metinn á milli 20-25 millj. kr. r Ismat hf. hætt rekstri - Sparisjóðnum slegin nýbyggingin í Vogum, lausaféð ýmsum aðilum Kjötiðnaðarfyrirtækið i starfsemi sinni, a.m.k. að ísmat hf. hefur nú hætt | sinni. Hefur vart farið fram Nýbygging ísmats hf. í Vogum, sem nú hefur verið slegin Spari- sjóðnum á nauðungaruppboði. OLSEN-gálginn: Samið um sölu á erlendan mark- að fyrir 20-25 milljónir Hagvangur og sænskt fyrirtæki hafa á undanförn- um mánuðum unnið að markaðskönnun fyrir Olsen-björgunargálgann í samvinnu við Vélsmiðju Ol. Olsen hf. í Njarðvík, sem er framleiðandi gálgans. I framhaldi af könnun þess- ari hefur nú verið gerður samningur við stóra skipa- amíðastöð í Svíþjóð, sem mun taka að sér umboð fyrir gálgann í Svíþjóð, Finnlandi, Austur-Evrópu, Grikklandi og Kýpur. Er talið að hér séu um að ræða verðmæti upp á 20-25 milljónir og gildir samning- urinn til næstu 5 ára. Kaupa Svíarnir gálgana af vélsmiðjunni og munu hjá þeim sem til þekktu að greiðsluerfiðleikar voru miklir það sem af er þessu ári og enduðu þau mál með nauðungaruppboði á tækjum og öðru lausafé hjá fyrirtækinu, svo og nýbygg- ingp þess í Vogum. A nauðungaruppboði á nýbyggingu fyrirtækisins að Iðndal 10 í Vogum, sem fram fór 19. sept. sl., var Garðar Garðarss. hrl. með hæsta boð í húsið f.h. Spari- sjóðsins í Keflavík, og var honum slegið það. Aður hafði lausafjáruppboð farið fram á hinum ýmsu tækjum og seldust þau tvist og bast. A þessu stigi liggur ekki ljóst fyrir hvað heildar- kröfur á hendur fyrirtækis- ins voru háar né hvert fram- hald mála verður. - epj. síðan sjá um sölu og dreif- ingu á þeim. Þá er gert ráð fyrir því að síðar verði gerðar ráðstafanir til að selja gálgann á markað í Asíulöndum. Einnig eru samningar um sölu björg- unargálgans í Danmörku langt komnir á vegum Hag- vangs, og nýlega var gerður samningur við aðila í Noregi um umboð þar í landi. Þá er mikill áhugi fyrir gálganum Bandaríkj- unum og eru málin þar til athugunar. Eru hér um mikil gleðitíðindi að ræða, enda þýðingarmikill samningur fyrir vélsmiðjuna, en þetta er einn umfangsmesti samningur sem iðnfyrir- tæki á Suðurnesjum hefur gert á erlendum markaði. Til hamingju, Olsen- feðgar! - epj. VINASPJALL Á HAUSTDÖGUM. Ljósm. pket.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.