Víkurfréttir - 03.10.1985, Blaðsíða 5
VIKUR-fréttir
Fimmtudagur 3. október 1985 5
íslandsmótið í handknattleik - 3. deild:
Öll Suðurnesjaliðin sigruðu
íslandsmótið í handknatt-
leik hófst í sl. viku. Þrjú lið
af Suðurnesjum í m.fl. karla
taka þátt í mótinu. Léku þau
öll um síðustu helgi. Fyrir-
komulaginu hefur verið
breytt í 3. deild. Nú leika
allir við alla í stað tveggja
riðla í fyrra. Liðin leika því
24 leiki á tímabilinu, svo það
verður í nógu að snúast.
Reynir - Fylkir
16:13
Reynismenn léku við Fylki
sl. föstudag í Sandgerði.
Hörkuleikur, eins og alltaf
þegar þessi lið mætast. Fylkis-
menn hafa oftast unnið, - en
nú var annað uppi á teningn-
um. Reynismenn undir stjórn
nýs þjálfara, Heimis Karlsson-
ar, sem stjórnaði af bekknum
vegna meiðsla, vann góðan
sigur 16:13. Staðan í hálfleik
9:9. Reynir ávallt með frum-
kvæði en munurinn aldrei
mikill. Þegar staðan var 11:10
fyrir Reynismenn kom slæm-
ur kafli. Ekki mark í heilar 17
mín. Fylkismenn nýttu sér það
ekki nógu vel og skoruðu að-
eins 2 mörk á meðan. Komust
yfir 12:11. Síðan ekki söguna
meir. Einar Ben. varði eins og
berserkur og hreinlega lokaði
markinu og Sandgerðingar
sigu framúr. Lokatölur 16:13,
í skrautlegum leik.
Sandgerðingar tóku tvo
Fylkismenn úr umferð mest
allan leikinn. Við þaðriðlaðist
leikur gestanna í litla húsinu í
Sandgerði. Einar Ben. var
bestur hjá Reyni ásamt
Danna.
Mörk Reynis:
Daniel 6, Siguróli og Elvar 3 hvor,
Gísli 2, Heimir og Eiríkur 1 hvor.
UMFN - UFHÖ
31:28
Þessi leikur var fyrir margar
sakir sérstakur. Mótherjar
UMFN, UFHÖ, Ungmenna-
félag Hveragerðis- og Ölfus-
hrepps, tóku þarna út eldskírn
sína í Islandsmóti í handknatt-
leik. Og Njarðvíkingar gerðu
það að vissu leyti líka. Þetta
var þeirra fyrsti leikur í Is-
landsmóti undir stjórn Arin-
bjarnar Þórhallssonar, sem
þjálfar 1 fyrsta skipti og leikur
einnig með.
Leikur þessi var sannkölluð
markasúpa, - hér um bil mark
á mínútu. Varnir mjög slakar.
Jafnt var í byrjun, liðin skipt-
ust á að skora, en síðan tóku
heimamenn á sig smá rögg og
náðu 2ja marka forskoti fyrir
leikhlé, 14:12. I byrjun seinni
hálfleiks bættu þeir við for-
skotið og var munurinn 3-4
mörk þar til yfir lauk. Loka-
tölur 31:28.
Óli Thord. var einna frísk-
astur Njarðvíkinga og sýndi
góða takta, skoraði 9 mörk.
Einn hinna ungu leikmanna
UMFN, Pétur Arnarson, kom
þó mest á óvart, skoraði 4
mörk. Aðrir sem skoruðu voru
Snorri Jóh. 7, Arinbjörn 6,
Guðjón H. 3 og Jón M. 2. Best-
ur Hvergerðinga var þjálfari
þeirra og fyrrum landsliðs-
maður, Stefán Halldórsson.
UMFN getur gert stóra
hluti í vetur ef rétt er haldið á
spilum - margir góðir einstakl-
ingar, - blanda af ungum og
reynslumeiri mönnum. Leik-
ur þeirra gegn nýliðum deild-
arinnar bar svolítinn keim af
agaleysi, sérstaklega í vörn, -
sóknir einnig of stuttar. „Þetta
var frekar slakt hjá okkur, en
við eigum eftir að bæta okkur.
Það mun ekkert lið geta bókað
sigur gegn okkur fyrirfram",
sagði Ragnar Halldórsson,
liðsstjóri Njarðvíkinga.
Frekar óvenjuleg af-
greiðsla átti sér stað í áfeng-
isvarnanefnd Keflavíkur
17. sept. sl., en þar gerðist
sá fáséði hlutur að áfengis-
varnarnefnd taldi að vínveit-
ingar á Glóðinni væru við-
unandi. Fram að þessu
hefur nefndin ávallt verið
mótfallin í öllu varðandi
úthlutun leyfa.
Fyrir fundinum lágu
tvær umsóknir um fram-
lengingu vínveitingaleyfa
frá KK og Glóðinni og ein
umsókn um nýtt leyfi frá
GróFtnni. Hafði nefndar-
formaður leitað umsagnar
VÍKUR-fréttir
Ögri - ÍBK
12:30
Eins og tölurnar bera með
sér var hér um yfirburði ÍBK-
liðsins að ræða gegn Ögra-
mönnum í Seljaskóla sl. laug-
ardag. Staðan í hálfleik 19:4.
Markahæstir hjá ÍBK voru
Sigurður Elvar 7 mörk, en
hann kemur frá IR og er mikil
stórskytta. Theodór og Freyr
6 mörk hvor og Gísli og Ein-
varður 5 hvor. - pket.
lögreglunnar um starfsemi
þessara húsa. Taldi nefndin
fráleitt að hér yrðu þrír
staðir með vínveitingaleyfi
og áleit að einn slíkur
staður gæti fullnægt þörf-
um bæjarbúa fyrir vínveit-
ingar.
Nefndin taldi sig samt
ekki geta mælt með rekstri
vínveitingastaða yfirleitt,
en taldi að veitingastaður-
inn Glóðin hafi nú um skeið
verið rekinn á þann máta,
að við það væri unandi.
Taldi nefndin því eðlilegt
að það leyfi yrði aðeins veitt
til eins árs.
Sl. þriðjudag átti bæjar-
stjórn Keflavíkur að fjalla
um málið, en fundur sá var
haldinn eftir að blaðið fór í
prentun og því bíða fréttir
af afgreiðslu bæjarstjórnar
næsta blaðs. - epj.
Pétur Arnarson, einn ungu leikmanna UMFN brýst í gegn og skorar af
öryggi.
Áfengisvarnarnefnd Keflavíkur:
Telur vínveitingar á
Glóðinni viðunandi
- en er mótfallin KK og Grófinni
Starfsfólk óskast
Stúlkur vantar til starfa í frystihúsi voru.
Hlutastörf koma einnig til greina.
R.A. PÉTUSSON HF.
Njarðvík - Sími 3225, 3907
UM
HELGINA
★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★
FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER:
•A-
— Efri salur —
* MENU:
Kl. 19.30-20.00: - Kokteill
Kl. 20.00: - Súpa
* ROAST BEEF ^
Verð kr. 795. - X
* Kl. 22.00-02: - Dans
Kjartan Már og Steinar Guðmundsson
leika undir borðhaldi.
*
★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★
LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER
— Neðri salur —
* MENU:
# Súpa - Roast Beef - Kaffi
LOKAÐ í EFRI SAL.
&
4
★ ★ ★
★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★•
O
SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER: u
&
— Neðri salur —
* ¥ MENU: Q *
& js Kl. 19.30-20: - Kokteíll
*
Kl. 20.00: - Súpa
Roast Beef
*
*
-¥■
Kjartan Már og Steinar Guðmundsson
leika undir borðhaldi.
Kl. 21: - Hár- og snyrtisýning frá
Hársnyrtistofunni Edilon og,
Snyrtistofunni Dönu.
Dans til kl. 01. '
MATSEÐILL
helgarinnar
framreiddur föstud., laug-
ard. og sunnud. frá kl. 18.
BORÐAPANTANIR
í efri sal hjá veitinga-
stjóra í síma 1777.
SNYRTILEGUR
KLÆÐNAÐUR
|
VERIÐ v
VELKOMIN.
^/°yógu6
G/°óarsúpa
r°astBSEf
09
Kr. 695
f