Víkurfréttir - 03.10.1985, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 3. október 1985
VÍKUR-fréttir
Fengu beinhákarl í netin
Beinhákarlar gerðu tölu-
verðan usla í netum tveggja
báta, sem gerðir eru út frá
Sandgerði sl. laugardag.
Annar bátanna, Hólm-
steinn, kom inn með eitt
dýr að landi í Sandgerði, en
hinn báturinn, Sandgerð-
ingur, missti dýrið er
skipið átti ófarnar 10 sjó-
mílur til Sandgerðis.
Greitt er hátt verð fyrir
lifur og ugga beinhákarls,
og því var ætlun skipverja
beggja bátanna að taka
dýrin á land til að nýta það
sem nýtilegt er, og tókst
Hólmsteinsmönnum að
gera það. Voru þeir á Sand-
gerðing búnir að vera með
dýrið bundið við síðu skips-
ins bæði úti á miðunum og
á siglingu til lands í alls 6
klukkustundir, er hann
slitnaði frá að aftanverðu
og varð þversum, svo
sleppa varð honum frá
bátnum. Töldu skipverjar
að hann hefði verið í lengra
lagi eða um 14‘/2 m á lengd.
Mjög fátítt er að beinhá-
karlar komist í net bát-
anna, en þegar það skeður
gera þeir yfirleitt mikinn
usla í þeim og skemma
mikið. Er talið að ekki sé
greitt undir 30 þúsund kr.
í síðustu viku opnaði ný
sólbaðsstofa að Hafnar-
götu 6 í Keflavík. Ber hún
nafnið SÓLHÚSIÐ og er í
eigu tveggja kvenna, þeirra
Steinþóru Þorsteinsdóttur
og Margrétar Erlings-
dóttur.
Sögðust þær stöllur vera
með 3 sólarlampa af Benco-
gerð með nýrri tegund af
andlitsperum sem eiga að
fyrirbyggja bruna í andliti
við notkun þeirra. Einnig
fyrir lifrina og uggana af
dýri eins og því sem Sand-
gerðingur missti. - epj.
væri hægt að ráða því
hversu lengi andlitsperurn-
ar loguðu þegar maður færi
í lampann.
I Sólhúsinu er góð að-
staða til snyrtingar og þar
er einnig baðaðstaða. Stof-
an er opin virka daga frá kl.
8- 22 og laugardaga frá kl.
9- 19. Þar er einnig barna-
horn, þar sem börnin geta
unað sér við leik á meðan
foreldrarnir baða sig í sól
hússins. - pket.
- ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR -
SPORT-
FATNAÐUR
OG SKÓR.
Slmi 4206
SÓLHÚSIÐ
- Ný sólbaðsstofa
TEPPAHREINSUN SUÐURNESJA
Símar 3952 og 4402
8 ára reynsla - Jón Þór Guðmundsson
RAÐGJAFINN j ÚTVEGSBANKANUM
fA't,
RÆÐUR ÞER HEILT!
Símaviötöl daglega kl. 13-15 eöa eftir samkomulagi.
Bein lína ráögjafans er 4876.
Eigendur Sólhússins, Steinþóra Þorsteinsdóttir (t.v.) og Margrét
Erlingsdóttir.
Prestskosningar í
Grindavík og Höfnum
Nú um helgina munu legt fyrir báða þessa staði.
fara fram prestkosningar í þeir eru sr. Baldur Rafn
Grindavík og Höfnum. 3 Sigurðsson, sr. Önundur
umsækjendur eru um Björnsson og sr. Örn Bárð-
brauðið, sem er sameigin- ur Jónsson. - epj.
HAFNARGÖTU 60 - KEFLAVÍK - SÍMI1199
EINN BANKI - ÖLL ÞJÓNUSTA
Auglýsingasíminn er 4717
FRÁ KORMÁKI -
MÁLFUNDAFÉLAGI FJÖLBRAUTA-
SKÓLA SUÐURNESJA
Almennur borgarafundur verður haldinn í Holtaskóla,
miðvikudaginn 9.10. 1985 kl. 20.
Fundarefni: Víkur-fréttir - blaðaútgáfa á Suðurnesjum.
Frummælendur: Jóhann Björnsson F.S. - Margrét Kristjánsdóttir F.S.
Gestir fundarins verða ritstjórar Víkur-frétta.
Allir velkomnir.