Víkurfréttir - 03.10.1985, Blaðsíða 11
10 Fimmtudagur 3. október 1985
VÍKUR-fréttir
VÍKUR-fréttir
Fimmtudagur 3. október 1985 11
Bíllinn
og vinnan
áhugamálin“
- segir Hermann Ragnarsson,
íslandsmeistari í torfæruakstri,
í Frístundarviðtali
Hermann Ragnarsson getur kannski ekki státað af
því hversu mörg áhugamál hann hefur, en það má
segja að hann sinni þeim fáu vel. „Taka mig í Frí-
stundarviðtal? Ertu frá þér, maður. Eg á mér aðeins
tvö áhugarnál, bílinn og vinnunna“.
Já, og ertu ekki nýbak-
aður Islandsmeistari í tor-
færuakstri?
„Jú, reyndar, en það er
sama, ég hef ekkert gert
sem er þess verðugt að
tala um það í Frístundar-
viðtali".
Menn hafa komist í
blöðin af minna tilefni,
Hemmi minn.
„Já, er það. Jæja, allt í
lagi, við látum reyna á
það“.
Af hverju ertu með þessa
jeppadellu?
„Æ, það byrjaði allt
þegar við vorum að fara
með Ragga bróður og í'é-
lögum hans fyrir svona
12-13 árum. Þá var
maður bara ,,spottagæi“,
en það var ofsa gaman.
Síðan þegarökuskírteinið
var komið í rassvasann
byrjaði maður að keyra
sjálfur. Fyrsta jeppann
eignaðist ég svo um tví-
tugsaldurinn. Það var
ofsalegur kaggi“, segir
Hermann og hlær rosa-
lega (ég vildi að það væri
hægt að koma hlátrinum
á prent). „Þetta var Land-
Rover árg. ’42 með tré-
húsi. Við Dóri bróðir not-
uðum hann svo í vinnuna.
Eg keypti þennan bíl af
Gumma í Bárunni. Hann
var búinn að gera bílinn
allan upp, vefja fjöðrun-
um í striga og baða allt í
feiti. Bíllinn var góður og
í honum var miðstöð á
gólfinu sem var svo kröft-
ug að þegar hún blés upp
á mann stóð hárið allt upp
í loftið", segir Hemmi og
hlær aftur (það hefur auð-
vitað ekkert þýtt að vera
með húfu í bílnum, innsk.
blm.). „Tréhúsið var
ágætt, en ef það rigndi
mikið var ekki hægt að
opna hurðarnar, þær
tútnuðu svo út af rakan-
um. Svo fór maður að
fara í vetrarferðir á eigin
bíl og fjörið var hafið. Við
ferðumst mest á veturna
því þá er minni hætta á að
við skemmum landið. Þá
getum við ekið á snjónum
bara beint af augum. Við
förum þó líka yfir sumar-
tímann en það er þá
gjarnan með vinnufélög-
unum í Þórsmörk og
Hermann Ragnarsson fyrir framan Hi-Luxinn.
Landmannalaugar.
Svo fórstu að keppa í
torfæruakstri?
„Já, en það var nú ekki
fyrr en í fyrra. Það má
segja að ferðalögin hafi
verið eins og torfæru-
keppnir, því að menn
voru og eru alltaf að met-
með í einni keppni sem
gefur stig til Islands-
meistaratitils. Þar varð ég
í 3. sæti“.
Hvað voru margir
keppendur? Fjórir?
„Nei, þeir voru nokk-
uð fleiri. Eg keppti í götu-
bílaflokki, þ.e. á óbreytt-
rétt hafði það af að kom-
ast norður í tæka tíð. Þeir
auglýstu keppnina dag-
inn áður en hún fór fram.
Það munaði minnstu að
hún yrði ekkert auglýst,
svo mikið var fumið á
þessum körlum þarna“.
Voru þeir ekki bara
hræddir við þig og reyndu
með þessu að koma í veg
fyrir að þú yrðir með?
„Nei, andsk . . . held-
urður það?“ segir Hemmi
og hlær enn einu sinni svo
hátt að undir tekur í hús-
inu, „ég trúi því nú ekki“.
Hvernig bíl áttu svo?
„Ég á Toyota Hilux
diesel árg. ’84. Hann er á
breiðum dekkjum og með
vökvastýri”.
Hvernig á draumabíll-
inn þinn að vera?
„Alveg eins, bara með
plasthúsi og miðstöð aft-
an á. Þá getur maður sof-
ið aftur í á veturna þegar
við náum ekki skálum
vegna veðurs. Það kemur
stundum fyrir að veður
verður það vont að við
verðum hreinlega að
Hér er Hemmi í einni ánni á gamla Hi-Luxinum í einni fjallaferðinni.
Víkur-fréttir - Sterkasti auglýsingamiðillinn
„Bræðurnir eru helstu ferðafélagar mínir11
fónninn er forláta vasaljós.
ast um hver komst lengst í
hinni og þessari brekk-
unni. Ef ég kemst upp
þessa brekku en ekki
Sævar Reynis, er ég búinn
að sanna það að bíllinn
minn er þetri en hans,
skilurðu? Nú, svo í fyrra
datt mér í hug að vera
, segir Hermann. Hér taka þeir „bræðra-lag“ í einni ferðinni. Míkró-
um bíl. Nú svo í ár keppti
ég aðeins í tveimur keppn-
um af þremur, í Grinda-
vík og á Akureyri. Ég
komst ekki í Hellukeppn-
ina en stóð mig svo vel á
Akureyri að það nægði til
sigurs. Ég tók það bapa
með stæl fyrir norðan. Ég
stoppa þar sem við erum
og bíða eftir því að veður
batni. Þá getur verið gott
að halla sér“.
Þú hefur lent í einhverj-
um slíkum hrakningum, er
það ekki?
„Jú, en þá vorum við á
snjósleðum. Með mér í
þeirri ferð voru Gummi
bróðir, Jón Sig. og Kristj-
án nokkur úr Reykjavík.
Við fórum frá Þingvöll-
um og upp að Hlöðufelli
og dvöldum þar í svoköll-
uðum línuskúr. A heim-
leiðinni gerði svo vont
veður að við urðum að
setjast að í snjóskafli og
þar vorum við í 3 sólar-
hringa. Maður var orðinn
heldur kaldur eftir dvöl-
ina þar og kuldinn var svo
mikill að brauðið og nest-
ið okkar var alveg gadd-
freðið. Okkur tókst þó að
hita okkur súpu með
vasaprímus, og mikið var
það nú góð súpa.
Við vorum aldrei í
neinni hættu. Við vorum
vel útbúnir og því var
þetta bara bið eftir nægi-
lega góðu veðri til að geta
haldið ferðinni áfram.
Síðan eftir 3 sólarhringa
sáum við ljós í hríðinni og
Gummi fór á sleða niður-
eftir að ljósunum og þar
fann hann leitarmenn.
Hann spurði þá hvort allt
væri ekki í lagi hjá þeim,
og þeir urðu hálf undar-
legir á svipinn þegar hann
birtist þarna á sleðanum
út úr veðrinu og bar upp
spurninguna. Gummi
segir að hann hafi fundið
leitarmennina, en ekki
þeir hann“. Hlátur . . .
Þú varst með snjósleða-
dellu um tíma, var það
ekki?
„Jú, og meira að segja
keppti í snjósleðakeppni
fyrir norðan, nánar til-
tekið við Mývatn. Ég segi
nú ekki frá árangrinum
þar, enda var þetta bara
gert til gamans. Þá ókum
við upp að Sigöldu og fór-
um síðan á sleðunum yfir
Sprengisand og þaðan
norður að Mývatni. Með
mér í þeirri ferð voru Dóri
bróðir, Kobbi í Húsa-
gerðinni og tveir bændur.
Þú hefðir átt að sjá gæj-
ana þarna fyrir norðan í
þröngum keppnisbuxum
og leðurstígvélum upp á
hné. Þarna voru margir af
alfærustu vélsleðamönn-
um landsins. Heyrðu, þú
hefðir átt að sjá framan í
þá þegar ég birtist þarna,
þybbinn og mikill, í þykk-
um galla frá Belgjagerð-
inni. Það hlýtur að hafa
verið stórkostleg sjón, eða
hitt þó heldur! Nú, ég tók
þátt í keppninni og það er
nú efni í heilt viðtal”,
segir Hermann og hlær
aftur svo hátt, að ég
ákvað að halda heim áður
en það yrði um seinan.
kmár.
PARKET PRÝÐIR
JÁRN & SKIP
Víkurbraut - Keflavík
Sími 1505
* ★
•ír
ú
* *
☆
fCS
Barna vendiúlpur
loksins komnar
- sex flíkur í einni úlpu.
DÚNÚLPUR
á fullorðna með
renndum ermum.
Hringbraut 96 - Sími 4206
Víkurbæjar-
húsinu, II. hæð
Sími 3311
cjf-nnctta - <^Só[íja^±±toj-a
<cSnijxtí- ocj cjja.ja.uö zuozxítun
Margareth Astor:
Edition - Estrebelle
Varalitir, naglalökk,
varagloss, augn-
skuggar og kinnalitir.
Alltaf nýjustu
tískulitirnir.
LOKKAR - FESTAR - TREFLAR - BELTI - SOKKAR
lyXtL- Oj j,C
NÝTT! - NÝTT!
Kremlínan frá
JIL SANDER
fyrir konur
á öllum aldri.
Víkurbæjar
húsinu, II. hæð
Sími 3311
JIL SANDER:
Oscar de la Renta
Leonard - Kritza
llm- og baðvörur
í sérflokki fyrir
dömur og herra.