Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.10.1985, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 03.10.1985, Blaðsíða 14
Fimmtudagur 3. október 1985 VÍKUR-fréttir Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja: r „Ovenju margir miðlar koma í vetur66 - segir Jón B. Kristinsson, form. SRFS Nú fer senn að hefjast nýtt starfsár hjá Sálar- rannsóknarfélagi Suður- nesja, þó segja megi að það hafi í raun hafist m eð komu sænska miðilsins Thorstein Holmquist í ágústmánuði, en hann dvaldi hjá félaginu í 2 vikur. Til að fræðast meira um vetrarstarf þessa 700 manna félags höfðum við samband við formann fé- lagsins Jón B. Kristins- son. „Það er von stjórnar fé- lagsins að starfið geti hafist með „opnu húsi“, sagði Jón, ,,þar sem fé- lagsfólk og gestir þeirra geti skoðað hús félags- ins, nú eftir að samkomu- salurþess erfullfrágeng- inn, löngu á undan björt- ustu vonum okkar. Það framtak er að þakka tveimur félögum okkar, sem gáfu félaginu salinn, alla vinnu og allt efni. A þessu starfsári munu heimsækja okkur óvenju- Slökkvitækja- þjónusta Suöurnesja Kolsýruhleösla - Dufthleðsla Viöhald og viögerðir á flestum tegundum slökkvitækja Reykskynjarar - Rafhlööur Brunaslöngur - Slökkvitæki Uppsetning ef óskaö er. Viðurkennd eftirlitsþjónusta handslökkvitækja í bátum og skipum. Slökkvitækjaþjónusta Suðurnesja Háaleitl 33 - Keflavlk - Siml 2322 ATVINNA Dvalarheimili aldraðra Suðurnesjum auglýsir eftirtaldar stöður á Garðvangi: Sjúkraliða, heils dags- og hlutastörf. Almenn vinna, m.a. kvöld- og helgarvaktir. Skrifstofustarf 50%, m.a. launaútreikning- ur og bókun fylgiskjala. Umsóknarfrestur er til 10. október 1985. Dvalarheimili aldraðra á Suðurnesjum lega margir miðlar. Þeir verða A1 Cattnanach er kemur í nóvember n.k. og aftur í febrúar á næsta ári. I janúar kemur Joan Reed læknamiðill og í apríl Agnes Porter. A1 og Agnes eru skyggnilýs- ingamiðlar. Þess má einnig geta, aðThorstein Holmquist mun senni- lega koma í september næsta ár og tilheyrir því næsta starfsári. Munufélagsmenn hafa forgangsrétt að einka- fundum. Vil ég því beina þeim tilmælum til þeirra að þeir kaupi ekki miða í þeim tilgangi að fram- selja þá til annarra, nema þá í samráði við söluaðila á skrifstofu félagsins. Verða miðar seldir fyrir- fram og eru félagsmenn hvattir til að fylgjast vel með auglýsingum hér í blaðinu, sem ávallt verða auðkenndar með merki félagsins. Vil ég sérstak- lega taka það fram, að þýðingarlaust er að panta miða fyrirfram hjá stjórn- araðilum eða öðrum sem að þessu starfa. Vetrarstarf Skátafélags- ins Heiðabúa er að hefjast. Innritun fer fram í Skáta- húsinu, föstudaginn 4. október kl. 17-19. Ljós- álfa- og ylfingastarf er fyrir börn fædd 1975 og 1976 (í 3. og 4. bekk). Þau börn og unglingar sem áhuga hafa á að kynnast skátastarfinu eru hvött til að vera með strax í byrjun skátaársins. Arsgjaldið, sem er 650 kr., óskast greitt við inn- ritun. - Sjáumst! Heiðabúar STARFSFÓLK! óskast í almenna fiskvinnu, s.s. snyrtingu, pökkun, tæki og móttöku. Bónus- og premíuvinna. Akstur til og frá vinnustað. Upplýsingar gefur verkstjórinn í síma 1104. Hraðfrystihús Keflavíkur hf. Vegna komu erlendra miðla til félagsins, óskum við eftir sjálfboðaliðum til starfa. Um er að ræða túlkun úr ensku fyrir þá fundargesti sem ekki skilja hana, en það er alltaf töluverður hópur, og hefur félagið reynt að bæta úrþví meðútveguná túlk. Þá vantar fólk til starfa tíma og tíma á skrifstofu félagsins á meðan miðlarnir starfa, en þ eir starfa oftast frá kl. 10-17 fimm daga vikunn- ar. Einnig vantar okkur fólk sem gæti tekið að sér uppihald erlendra miðla, en þeir dveljast hér yfir- leitt tvær vikur í senn. Varðandi túlka og skrif- stofu, höfum við í huga heimavinnandi húsmæð- ur sem eiga heiman- gengt, fullorðið fólk sem ekki sinnir daglegum störfum á hinum al- menna vinnumarkaði, svo og vaktavinnufólk. Væntum við þessfastlega að þeir aðilar sem sjá sér Jón B. Kristinsson fært að veita félaginu lið, hafi samband við mig í síma 2193, til að fá frekari upplýsingar og geri félaginu kleift að halda uppi sem mestri miðla- starfsemi. Þá mun ég einnig veita upplýsingar þeim öðrum Suðurnesja- búum sem eru ekki fé- lagsmenn, en hafa hugá að ganga í félagið“, sagði Jón að lokum. - epj. Rólegt hjá lögreglu Mjög rólegt var um síð- ustu helgi hjá lögreglunni í Keflavík og sömu sögu er að segja frá öðrum stöðum á landinu. Er það álit lög- reglumanna að lítið sé yfir- leitt um útköll síðustu vik- una fyrir mánaðamót, en meira um ölvun og ó- spektir fyrst eftir mánaða- mót. í síðustu viku fékk lög- reglan tilkynningu um 8 umferðaróhöpp í umdæmi sínu og var lítils háttarslys í einu tilfelli, er ekið var á dreng á Hringbraut í Keíla- vík sl. föstudagskvöld. Þá voru aðeins 3 ökumenn teknir síðustu viku fyrir meinta ölvun við akstur. epj- Frá slysstaðnum á Hringbraut. Litlu munaði að stationbíllinn lendi framan á stórum vöruflutningabíl er hann reyndi að forðast að aka á drenginn. Skátastarf að hefjast Skátastarf er að hefjast hjá Víkverjurn, Njarðvík. Hefst það með innritun í dag, fimmtudag 3. okt. milli kl. 17 og 19 í Skáta- heimilinu í Stapa. Arsgjald er 500 kr. og greiðist við innritun. Allir krakkar vel- komnir frá 7 ára aldri. í Njarðvík Starfið verður líflegt og fjörugt í vetur, undirbún- ingur fyrir landsmót verð- ur í Viðey næsta sumar. Víkverjar verða 40 ára á næsta ári, svo það verður nóg að gera. Munið að inn- ritunardagurinn er í dag, 3. október. (Frétttatilkynning) EKKI ER VIKA ÁN VÍKUR-FRÉTTA

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.