Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.10.1985, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 03.10.1985, Blaðsíða 17
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 3. október 1985 Frá árekstrinum við Aðalstöðina í Keflavík. Ljósm.: pket. Harður árekstur við Aðalstöðina í Keflavík í hádeginu sl. mánudag varð all harður árekstur tveggja bifreiða á Hafnar- götu á móts við bensínstöð Aðalstöðvarinnar. Oku- maður annarar bifreiðar- innar var fluttur með sjúkrabifreið á Sjúkrahúsið í Keflavík, en talið er að hann hefði ekki slasast al- varlega. Astæður fyrir árekstrin- um voru þær, að bifreið af Peugeot-gerð var ekið suður Hafnargötu, en á móti honum kom bifreið af Austin Mini-gerð ogbeygði sá síðarnefndi í veg fyrir hina inn á Aðalstöðvar- planið. Er Austin Mini bif- reiðin talin ónýt, en báðir bílarnir voru dregnir burtu með kranabíl. Vegna þess að eldsneyti rann úr annarri bifreiðinni var fenginn bíll frá Bruna- vörnum Suðurnesja til að hreinsa svæðið. - epj. Hljómval þökkuð lipur og góð þjónusta Jóhannes Sigmarsson hafði samband við blaðið vegna mjög góðrar þjón- ustu sem hann hlaut nýlega YFIRLYSING frá bæjarfógetanum í Grindavík Vegna skrifa í blaðinu Víkur-fréttum m.a. 19. sept. sl., vil ég undirritaður upplýsa eftirfarandi: 1. Varðandi meint kyn- ferðisafbrot fullorðins manns á smástúlkum. Mál þetta var kært til lög- reglunnar í Grindavík 4. janúar 1984. Málið sætti venjulegri rannsókn hjá embættinu, en vegna brott- flutning aðila málsins úr umdæminu var það sent Rannsóknarlögreglu ríkis- ins til framhaldsrannsókn- ar. 2. Varðandi meint nauðg- unarmál er kært var sl. vor. Mál þetta sætti rannsókn hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Málinu var lokið með áminningu og fellt nið- ur með bréfi saksóknara dags. 12.1. 1984. Öðrum atriðum er fram koma í nefndu blaði þykir ekki ástæða til að svara. Bæjarfógetinn í Grindavík, 25.09. 1985. Jón Eysteinsson (sign.) Frá ritstjórn hjá versluninni Hljómval í Keflavík. Hafði hann farið með filmu í framköllun og skemmdist hún hjá þeim smávegis í köntunum, en þó skemmdist engin mynd. I staðinn létu þeir hann hafa nýja filmu og ókeypis framköllun á henni. Af þessu tilefni vildi hann hvetja Suðurnesja- menn til að taka frekar þjónustu heimamanna, s.s. Hljómvals, í stað þess að kaupa þjónustu utanað- komandi aðila, jafnframt því sem hann þakkaði Hljómvali fyrir lipra og góða þjónustu. - epj. muR eru gefnar út á Suðurnesjum, skrifaðar fyrir Suðurnesjamenn, en lesnar af öllum sem komast yfir þær. Fjölbrautaskóli Suðurnesja Námsflokkar - Enska Á haustönn er í boði enskukennsla fyrir byrjendur, próflaus áfangi, tilvalinn fyrirþá sem hyggja á frekara enskunám. Kennt er í mánudögum kl. 20-22, samtals 30 stundir. Innritun lýkur 10. október og skal innritun- argjald, kr. 2.000, greitt á skrifstofu skól- ans. Aðrir þættir NÁMSFLOKKA verða auglýst- ir í næsta blaði Víkur-frétta. Skólameistari Fjölbrautaskóli Suðurnesja Ritari óskast Við FjölbrautaskólaSuðurnesjaer laus hálf staða ritara á skrifstofu skólans. Áskilin er góð íslensku- og vélritunarkunnátta. Laun eru samkvæmt launakjörum opin- berra starfsmanna. Umsóknum skal komið til undirritaðs fyrir 11. október 1985. Skólameistari KEFLAVIK Útsvör Aðstöðugjöld Mál þetta er fullrannsak- að af hálfu embættisins, en beðið er niðurstöðu frá Rannsóknarstofu Háskól- ans varðandi ákveðið atriði málsins. 3. Varðandi mál fullorðins manns og smástráks, er minnst er á í blaðagrein- inni. Hér mun væntanlega átt við mál sem kom upp í byrjun árs 1981, var full- rannsakað af hálfu embætt- isins og fellt niður með bréfi ríkissaksóknara dags. 7.8. 1981. 4. Varðandi kæru vegna sýningar á myndum úr afbrotaskrá. Við þökkum yfirlýsingu bæjarfógeta. Þar upplýsist á hvaða stigi þau mál eru, sem hlotið hafa meðferð. Hinu er að vísu enn ósvar- að, hvers vegna önnur mál hafa ekki fengið þessa með- ferð. Athyglisverð niðurstaða 1. iiðar. Það mál er nú búið að vera 18 mánuði í með- ferð og niðurstaða ekki í sjónmáli. Tilfinningalega fyrir aðila málsins er þetta mjög slæmt, því ef þetta er ekki afgreitt strax, getur svo farið að gömul sár verði ýfð upp aftur, sem farin voru að gróa. 1. október sl. var 3. gjalddagi álagðra út- svara og aðstöðugjalda 1985 til bæjarsjóðs Keflavíkur. 15. þ.m. reiknast dráttarvextir á öll vanskil. Lögtök fyrir vangreiddum gjöldum standa nú yfir. Atvinnurekendur eru minntir á að skila útsvörum starfsmanna sinna fyrir 15. október n.k. Innheimta Keflavíkurkaupstaðar

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.