Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.11.1985, Side 15

Víkurfréttir - 21.11.1985, Side 15
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 21. nóvember 1985 15 Sú tillaga var borin upp í Tónlistarfélagi Miðnes- hrepps í haust, að athuga áhuga fyrir því hjá tónlist- arskólunum á Suðurnesj- um að sameinast um tón- leika í tilefni árs æskunnar og árs tónlistarinnar í Evrópu. Skólastjórar voru boðaðir á fund og áhugi þeirra var slíkur að allt var sett í fullan gang til undir- búnings. Hugur þeirra stóð líka ennþá hærra og vildu þeir gera meira úr þessu. Því var ákveðið að efna til tónlistardaga eina helgi, sem var ákveðin 23. og 24. nóvember. A laugardag verða tónleikar í Félagsbíói kl. 16 Þar koma fram nemendur á ýmsum stigum frá öllum Tónlistardagar æskunnar á Suðumesjum skólunum. Dagskráin verð- ur því mjög fjölbreytt og byrjar með því að Lúðra- sveit Tónlistarskóla Njarð- víkur leikur í u.þ.b. 15 mín. á meðan fólk kemur í sal- inn. Síðan opnar sveitin tónleikana og þá tekur við einleikur á orgel og píanó, leikið verður fjórhent á píanó, einleikur á fiðlu, trompet og þverflautu með píanóundirleik, samleikur á þrjár þverflautur, tvær básúnur, forskóladeildir leika söng-tríó (sóp., sóp., alt), málmblásarakvintett, lítil hljómsveit, bjöllukór barna, bjöllukór skipaður kennurum og nokkuð lengra komnum nemend- um. Tónleikunum lýkur síðan með samleik lúðra- sveitar skipaðri nemendum úr öllum skólum. Að tónleikunum loknum geta nemendur farið beint í Holtaskóla, þar sem seldar verða samlokur og drykkir, en kl. 19.30 hefst þar kvöld- vaka með skemmtiatriðum og að lokum dansi til kl. 23. A sunnudag er opið hús í Holtaskóla fyrir nemendur úr tónlistarskólunum. Skólinn opnar kl. 12.45. I einni álmu skólans verður í gangi til kl. 17 eftirfarandi: Blásturshljóðfærakynn- ing, strengjahljóðfæra- kynning, slagverkshljóð færakynning, bjöllukórs- kynning, kynning á tónlist frá Afríku, kynning á raf- magnshljóðfærum (synth- esizerum), kvikmyndasýn- ingar, danshljómsveit verð- ur í gangi og á sal verður dans-stúdíó. Það eru kennarar við tón- listarskólana sem sjá um framkvæmd þessara tón- listardaga, en margir aðrir leggja lið. Við fáum mjög fært fólk til aðstoðar við opna húsið, m.a dansinn, tónlist frá Afríku, slag- verkskynningu, rafmagns- hljómborðakynningu, og nemendur Holtaskóla verð- ur með danshljómsveitina. Einnig verður Nemendafé- lag Holtaskóla með veit- ingasölu á staðnum. Þá ber að koma fram þakklæti til verkalýðsfélaganna fyrir að leggja Félagsbíó til án greiðslu og þakklæti til Holtaskóla fyrir afnot af skólanum. A Suðurnesjum eru starf- ræktir sex tónlistarskólar og er nemendafjöldi í þess- um skólum samtals 520. Aldrei áður hafa nemend- ur úr skólunum hist allir á sama stað og er það von okkar sem að þessu stönd- um að foreldrar hvetji börn sín til að taka þátt í þessari helgi. Dagskráin á sunnu- dag er eingöngu ætluð nem- endum, en tónleikarnir á laugardag eru ókeypis og öllum opnir á meðan hægt er að troða í húsið. (Fréttatilkynning) Heimamenn hafa áhuga fyrir m.s. Helga S. Um þessar mundir er að ljúka viðgerð hjá Skipa- smíðastöð Njarðvíkur á m.s. Helga S. KE 7, og mun Fiskveiðasjóður því aug- lýsa eftir tilboðum í skipið á næstunni. Er vitað um aðila bæði hér á svæðinu svo og utan af landi, sem lýst hafa áhuga á að bjóða í skipið. Vonandi tekst að halda skipinu innansvæðis. - epj. A: XENON HV 03 myndbandstækið er nýtískulegt, full- komið og í mjög háum gæðaflokki. Jólatilboðsverð kr. 39.900, með þráðlausri fjarstýringu. B: ORION VM fjölnota myndbandstækið er hvort tveggja í senn heimilis- og ferðamyndbandstæki. Af- notaréttur af vandaðri myndatökuvel fylgir. Varðveitið lifandi minningar með ORION VM. Jólatilboðsverð að- eins kr. 57.900. C: ORION HiFi. Topptækið í dag. Afbragðs myndgæði. HiFi stereo hljómburður. Tæki á úrvalsgóðu jólatilboðs- verði, aðeins kr. 64.900. FRÍSTUND _ Holtsgötu 26, Njarðvík kynnir: ulUf^ er jólatilboð okkar. Úrval af hljómtækjum, sjónvörpum og myndbandstækjum. Seljum einnig útvarpstæki, útvarpsklukkur, síma, tölvuúr og vasatölvur frá CASIO. Frábært úrval af mynd- böndum í VHS og BETA. I SUÐURNESJAMENN! Höfum tekið að okkur söluumboð fyrir *— fii inFEFioiR 1= SOLRRFLUC á Suðurnesjum. Seljum farseðla hvert á land sem er. F: Súper sjónvarp frá XENON, fyrir þá sem vilja stóra mynd og hljómburö eins og hann gerist bestur. 22" skermur, 40 w. HiFi-stereo hljómmögnun, ein- stök hljómgæði og þrír glæsilegir úrvalskostir: val- hnotuviður, hvítt og svart. Þráðlaus fjarstýring fylgir þessu úrvals tæki. Jólatilboðsverð aöeins kr. 39.900.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.