Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.12.1985, Side 14

Víkurfréttir - 05.12.1985, Side 14
14 Fimmtudagur 5. desember 1985 VÍKUR-fréttir LESENDASIÐAN - LESENDASÍÐAN - LESENDASÍÐAN - LESENDASÍÐAN - LESENDASÍÐAN Umferðarmenning í Keflavík Ég vona að ég móðgi engan þó ég drjúpi niður penna og skrifi um umferð- armenninguna í Keflavík. Það er óskaplegt að sjá hvernig ökumenn og aðrir vegfarendur geta hegðað sér í umferðinni hér í bæ. Það virðist engin þekkja hin almennu umferðarlög, hvorki hinn almenni borg- ari eða lögreglan. Ef farið er hér um bæinn og komið er inn á aðalum- ferðaræðar bæjarins, þá er það eins og að koma inn í steinöldina. Ökumenn bif- reiða beygja í ýmsar áttir og gefa ekki til kynna með stefnuljósum hvert þeir ætla að beygja. Hinn gang- andi vegfarandi gengur þvers og kruss um akrein- arnar og sinnir ekki öku- tækjum sem um þær fara. Það mætti telja upp endalaust hvað menn eiga að gera, og hvað ekki. En þó keyrir um þverbak þegar lögreglan virðir ekki umferðarlögin. Það er það sem er lögð mikil kennsla í þegar /arið er í Lögreglu- skóla Islands. Það vildi svo til að ég ók í tvígang á eftir sömu lög- reglubifreiðinni Ö-4146,frá gatnamótum Tjarnargötu og Hringbrautar. Við ókum eftir Hringbrautinni, þaðan inn á Flugvallarveg og inn í Ytri-Njarðvík. Aldrei (ég segi aldrei) á þessari leið voru gefin stefnuljós, og þar að auki var ekið á 60 km hraða. í gegnum afturrúðu lög- reglubifreiðarinnar sá égað sá sem ók var með lögreglu- húfu. Þessir menn verða að sýna það að þeir séu færir til að stöðva fólk og gefa því ábendingar um að það sé ekki að fara eftir lögum. Svona ökulag sem ég var að lýsa hér að framan, er of mikið um hjá ökumönnum hér í bæ. Það virðist vera svo, að þegar þessir menn læra á bifreið og taka próf, þá gefa þeir stefnuljós, en eftir það virðast þeir gleyma því að stefnuljós séu á bifreiðinni. Þá er það hinn gangandi vegfarandi. Það er auðséð að margir halda að þeir eigi akbrautirnar, því þeir sýna ökutækjum enga virðingu eða þeim sem stjórna þeim. En svo er ekki. Gangandi vegfarandi á að halda sig á gangstéttinni og fara yfír akbrautir á zebrabrautum, en ekki hlaupa hvar sem er yfir akbrautina. Stundum er erfitt að vera á gangstétt- um vegna þess að bifreið- um er lagt þar upp á, en það er auðvitað algjörlega bannað. Svona atburði eins og ég hef nefnt hér að fram- an má sjá víða hér í bæ, og er þetta tillitsleysi í hæsta máta hvor fyrir öðrum. Það er mjög sjaldgæft að sjá ökumenn stöðva við zebrabraut fyrir gangandi vegfaranda. Þetta er mjög hvimleitt að sjá. Tökum til dæmis, að sjá móður með kornabarn bíða eftir að bif- reiðir stoppi og hleypi þeim yfir. Og ef bifreið stoppar, þá eru bifreiðar sem koma úr gagnstæðri átt ekki til- búnar að stoppa. Þessu hef ég marg oft orðið vitni að. Svo eru aftur aðrir gang- andi vegfarendur sem æða út á zebrabrautina og hugsa ekkert um umferð- ina hversu mikil sem hún er. Þetta er stórhættulegt bæði akandi og gangandi vegfarendum. Það er óhugnanlegt að sjá foreldri hlaupandi út á akbraut með barn sitt í eft- irdragi. Þeir sem gera slikt hugsa greinilega ekki til enda, því þegar barnið vex upp, þá er ekki líklegt að það beri virðingu fyrir umferðinni. Lítil fræðsla er í grunnskólum hér um um- ferðarlög eða hvernig böm eiga að hegða sér í umferð- inni. Þetta þarf að laga og það kostar ekki mikið að senda góðan lögreglu- mann í skólann og kynna umferðarlögin. Hvar er lögreglan hér i bæ? Það er eins og við höfum enga lögreglu hér. Hún sést alltof sjaldan, og aldrei hef ég séð hana stugga við þeim sem eru að brjóta af sér í umferðinni. Hvar er véladeild lögregl- unnar, sem var um tíma sæmilega virk á gatnamót- um? Er hún úr sögunni og tilheyrir hún fortíðinni? Það væri ánægjulegt að sjá lögreglumann ganga úr lögreglubifreið og út á götuna til að stjórna um- ferð þar sem umferðarhnút- ur hefur myndast, en ekki aka framhjá og láta sem að honum komi þetta ekkert við. Þetta sem ég hef sagt hér að framan er staðreynd. Ég hef oft orðið vitni að þvi að lögreglubifreið hefur ekið framhjá umferðar- hnútum. Það er eins og þeir segi: „Okkur kemur þetta ekkert við“. Það þarf að bæta umferðarmenninguna hér í Keflavík og nágrenni. Slikt tekst ekki nema með hjálp Stundum kemur það fyrir að maður verður undr- andi. Svo er um þessafyrir- sögn sem var i Víkur-frétt- um 21. nóv. ’85. Þar lætur stöðvarstjóri Pósts og síma ljós sitt skína, sennilega af rafgeymi. í þau ár sem ég hef búið í Snadgerði hefur það verið þannig, að í stórviðrum hefur verið hér rafmagns- laust tímum saman. Það undrar mig alls ekki, því ég veit að línudrasl RARIK hér á Suðurnesjum er meira og minna ónýtt eða þá lélegt. Þeir menn sem hafa haldið rafmagni hingað til í stórviðrum hafa unnið gott starf, sem ber að þakka en ekki vanmeta. En sá skyndilegi áhugi stöðvarstjóra Pósts ogsíma fyrir rafmagni í Höfnum og hér á Suðurnesjum er mér mikið umhugsunarefni. Eru mér í minni skrif hans til Ottars Guðmundssonar læknis, út af lélegum síma þar, sem stöðvarstjóri sagði eitthvað á þá leið, „að menn ættu að borga símareikninga þegjandi og hljóðalaust þegar þeir bærust, og þá batnaði þjón- ustan“. lögreglu, og hún þarf að fá vegfarendur í lið með sér. Samvinna er nauðsynleg og báðir þessir aðilar þurfa að vera virkir. Svo þakka ég birtingu þessarar greinar. Ég á góðan kunningja í Höfnum og það get ég sagt stöðvarstjóra, að það hefur komið fyrir oftar en einu sinni, bæði hjá honum og mér, að síminn hefur virkað á tali þó enginn hafi verið heipa til að tala. Ég hef átt lögheimili á átta stöðum á landinu og aumasta ástand og þjónusta símans er hér í Sandgerði, að undanskild- um þó útburði bréfa. Mig undrar það að stöðv- arstjóri skuli telja eitthvert lögmál að linudrasl RARIK snöggbatni, þótt Hitaveita Suðurnesja taki við þessum rekstri. Maður ætti fremur að hugsa sem svo, að meðan þau eigenda- skipti eru að ganga í gegn, væru meiri líkur á að eitt- hvað færi úrskeiðis. Við lestur greinarinnar í Víkur-fréttum 21. nóv. datt mér í hug gömul setning: „Þar skeit sá sem ekkert hafði til að gera það með“. Vonandi veit þessi skyndi- legi áhugi stöðvarstjóra fyrir Suðurnesjum, á að ástand símans batni í Höfnum og í Sandgerði. Guðmundur Vigfússon Sandgerði Suðurnesjabúar komið tímanlega í jólasnyrtinguna. 10% afsláttur í desember af allri okkar vinnu. Jólagjöfin okkar til ykkar. Dömu- og herra-ilmvötn í úrvali. verið velkomin. Hafnargötu 23, II hæð, Keflavík KEFLAVÍK AUGLÝSING um tímabundna umferöartak- mörkun í Keflavík Frá föstudeginum 6. desember 1985 til þriðjudagsins 31. desember 1985, að báðum dögum meðtöldum, er vöruferm- ing og afferming bönnuð á Hafnargötu á al- mennum afgreiðslutíma verslana. Á framangreindu tímabili verða settar hömlur á umferð um Hafnargötu og nær- ligjjandi götur ef þurfa þykir, svo sem tekinn upp einstefnuakstur eða umferð ökutækja bönnuð með öllu. verða þásettar upp merkingar er gefa slíkt til kynna. Keflavík, 1. desember 1985. Lögreglustjórinn í Keflavík F.Þ. Bréfritari er óánægður með umferðarmenninguna í Keflavík. „Við krefjumst þess að þetta verði lagað"

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.