Víkurfréttir - 05.12.1985, Page 15
VIKUR-fréttir
Fimmtudagur 5. desember 1985 15
Orðvar skrifar:
Fengitlmi stjórnmálamanna
Handabandavertíðin er að
ganga í garð um allt land, og
frambjóðendur eru strax
farnir að hlaupa fólk uppi á
strætum og mannamótum til
að klappa því og sýna þeim
aðra umhyggju. Frambjóð-
endur stjórnarflokkanna
spyrja gjarnan um heilsufar,
barnsfæðingar og dauðsföll
innan fjölskyldunnar. Þeir
minnast lítillega á væntan-
legar kosningar en leggja
sérstaka áherslu á áratuga
vináttu við fjölskylduna.
Stjórnarandstöðuframbjóð-
endur hafa allt önnur
áhugamál. Þeir hafa sér-
stakt dálæti á húsbyggjend-
um og öllum sem eiga í fjár-
hagsvandamálum. Þeir vita
upp á hár af hverju svona er
komið fyrir viðkomandi at-
kvæði og hverjir eiga sök á
allri ógæfu byggðarlagsins.
„Auðvaldsstétt er bannorð í
þessari kosningabaráttu
meðan ekki er vitað hverjir
stunda aðallega okurlána-
viðskipti. Allir eru undir
grun og engin skýr regla um
hverjir eru veitendur og
hverjir eru þiggjendur. Ef
vafasamt atkvæði tekur hlý-
lega í hönd frambjóðandans
eru smá-spámenn flokksins
strax sendir til að kanna
frekari undirtektir. Atkvæð-
ið kemst á skrá og er sýnd öll
hugsanleg umhyggja fram
yfir kosningar
Bæjar- og sveitarstjórnar-
kosningar eru mun mann-
eskjulegri en t.d. prestkosn-
ingar, því fólkið situr þó ekki
uppi með sömu sveitar-
stjórnarmenn ævilangt.
Heiðarleiki í kosningum
er mjög vafasamt hugtak, á
það bæði við um frambjóð-
endur og atkvæðin. Sagan
greinir frá einum ungum og
heiðarlegum manni sem náði
kosningu. I unggæðisskap
sínum rifjaði hann upp kosn-
ingaloforðin á sínum fyrsta
bæjarstjórnarfundi, öllum til
mestu skapraunar. Gerð
voru hróp að manninum sem
að lokum hljóp út af fund-
inum. Hann mætti aldrei á
fund eftir þessa útreið og
fyrirgerði þar með rétti
sínum til starfa seinna meir
hjá SSS.
Atkvæðið á við allt önnur
vandamál að stríða. Láti það
upp trúnað við einhvern
flokkinn, eru óðar komnir 50
happdrættismiðar inn á borð
til hans, og hafi atkvæðið
talað óvarlega á tveimur
stöðum geta miðarnir orðið
hundrað. Eina leiðin út úr
þeim vandræðum er að gefa
frat í þessa tvo og snúa sér að
þeim þriðja. Þetta skilja
reyndar aðeins þeir sem
hugsa í gegnum veskið sitt.
Við óskum öllum lands-
mönnum góðrar skemmtun-
ar í slagnum.
Orðvar
DUN-
doncano úLPUR
á dömur og herra.
Patton er greinilega starfi sínu vaxinn og varð fyrstur á vettvang í brunanum í I-Njarðvík á dögunum, enda kofinn
aðeins örfáa metra frá heimili hans. En skyldi hann vera svona vel afsiappaður í brunaútkalli á flugvellinum?
Ljósm.: pket.
Get bætt
við mig
verkefnum
Málningar-
þjónusta
Óskars
SÍMI
7644
EINTAK tekið
til gjaldþrota-
skipta
Skiptaráðandinn í S-
Múlasýslu hefur nýlega
kveðið upp^úrskurð þess
efnis að bú Árna Margeirs-
sonar, Bjarkarhlíð 5, Egils-
stöðum, áður til heimilis að
Hólabraut 7, Keflavík, á-
samt búi Eintaks sf., Kefla-
vík skuli tekið til gjald-
þrotaskipta.
Skorar hann á alla þá
sem telja sig til skulda í bú-
inu að lýsa kröfum sínum
innan tveggja mánaða frá
viðkomandi birtingu.
epj.
Vandaðar vörur
fyrir fágaðan smekk
Viljir þú vin gleðja, þá veldu honum eitthvað sérstakt.
Hef til sölu úrval málverka og grafíkmynda eftir þjóð-
kunna listamenn.
Innrömmun Suðurnesja Vatnsnesvegi 12 - Keflavík. Sími 3598.