Fréttabréf - 01.12.1983, Side 9

Fréttabréf - 01.12.1983, Side 9
9. r staö þeirrar hentistefnu £ atvinnu- og efnahagsmálum, sem hefur veriö og enn er rekin, teljum viÖ aö vinna þurfi ötullega aö því aö móta langtíma áætlun um uppbyggingu atvinnulífsins. £ öllum atvinnuframkvæmdum þarf fyrst og fremst aö taka tillit til umhverfis- og félagslegra sjónarmiöa en ekki fjárhags- og tæknisjónarmiöa eins og hingaö til. Kvennalistinn er eindregiö á móti frekari stóriöju hár á landi °g viö hvetjum til þess aö íslendingar sameinist um aö hætta þátttöku í Hrunadansi alþjóölegra stóriöjuhagsmuna. Kvenna- listinn vill aö vikiÖ sá af vegi þeirrar ofnýtingar á náttúru landsins sem nú ríkir. Viö veröum aö læra aö skilja náttúru lands.okkar, takmarkanir og kosti og lifa meö landinu en ekki á móti. Framtíö barna okkar byggist á skynsamlegri nýtingu náttúruauölinda. Viö vörum alvarlega viö skeröingu námslána, sem leiöir af sér aukiö misrétti til náms. Viö minnum á aö námslán eru aö fullu verötryggö en eru ekki styrkir eins og margir viröast halda. Viö viljum breytta stefnu í húsnæöismálum og leggjum áherslu á stóraukna byggingu leiguhúsnæöis annaö hvort á vegum hins opinbera eöa félagasamtaka. Kvennalistinn styöur hugmyndir um húsnæöissamvinnufélög, sem sameina kosti eigna- og leigukerfis. Kvennalistinn styöur friÖar- og mannréttindabaráttu. Kvenna- listinn er á móti vopnum, hernaöarhyggju og hernaöarbandalögum hvar sem er í heiminum. Vopn tryggja ekki friö. Viö styöjum hugmyndir um kjarnorkuvopnalaus svæöi, sem eina leiö í átt til gagnkvæmrar afvopnunar. Kvennalistinn telur aö íslendingum beri skylda til aö mótmæla á alþjóöavettvangi framleiöslu, tilraunum með og dreifingu kjarnorkuvopna. Kvennalistinn skorar á ríkisstjórnina aö taka ávallt afstöÖu gegn valdbeitingu í samskiptum þjóöa. öðruvxsi geta íslendingar ekki talist ábyrgur aöili í samfélagi þjóöanna. Kvennalistinn mótmælir einnig eindregið þeim stórauknu hernaÖarframkvæmdum sem nú eru fyrirhugaöar hér á landi. á því ári sem nú er aö líða hafa xslenskar konur sýnt þaö og sannað, aö meö samstööu sinni fá þær miklu áorkaö. Málefni kvenna eru nú í brennidepli og viö munum áfram standa saman um aö bæta hag kvenna °g vinna málum okkar og menningu brautargengi. Meö þvi viljum viö stuðla aö betra mannlífi. - 2 ,

x

Fréttabréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.