Fréttabréf - 01.12.1983, Page 13

Fréttabréf - 01.12.1983, Page 13
13. BAKHÖPUR UM FRIÐAR- OG UTANRlKISMAL Friöar og uCanríkismálahópur Kvennalistans starfar eftir þeirri friöarstefnu, sem er aö finna í friðar- og utanríkismálakafla stefnuskrárinnar og er einkar ljós. Þar kemur mmta vel fram að viö erum á móti öllum hernaöarbandalögum, aö við fordæmum allt ofbeldi og viljum stuðla aö friói alls staðar í heiminum. Af þeim málum sem þessi bakhópur hefur tekið fyrir á fundum sínum eru þessi helst: Samin ályktun fyrir hönd Kvennalistans vegna fundar 15. október s.l. um málefni E1 Salvador. Fjallað um þingsályktunartillögu nr. 6, um afvopnun og takmörkun vígbúnaðar. Flutt á Alþingi af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. María Jóhanna Lárusdóttir, sem er í hópnum, var full- trúi Kvennalistans á ráðstefnu Lífs og lands um friðar og afvopnunarmál sem haldinn var laugardaginn 22. október á Hótel Borg. Fjallað um olíuhöfn og birgðastöð í Helguvík. Nú er verið að afla gagna um þróunaraðstoð Islendinga í þriðja heiminum með sérstöku tilliti til kvenna og barna. Allar þær konur er tíma og áhuga hafa eru velkomnar í hópinn. Leslisti liggur frammi á Vík. Guðrún H. Ingibjörg K. FULLTROAR KVENNALISTANS I NEFNDUM A VEGUM ALÞINGIS Húsnæöismálastjórn - Kristín Blöndal Samstarfsnefnd Alþingis og Kirkju - Guðrún Olafsdóttir Otvarpsráð - Elínborg Stefánsdóttir Iþróttasamband Islands - Margrét Bjarnadóttir ÍEskulýðsráð Islands - Guðrún Sæmundsdóttir Sameinuðu þjóðirnar - Kristín Astgeirsdóttir 'm

x

Fréttabréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.