Fréttabréf - 01.01.1992, Blaðsíða 3

Fréttabréf - 01.01.1992, Blaðsíða 3
eingöngu borgin, sem heillaöi mig upp úr skónum, þaö geröu gestgjafar mínir líka. Ég þykist hafa kynnst gestrisni og elskulegheitum vítt og breitt bæöi hér og erlendis, en þvílíku og ööru eins hef ég aldrei kynnst. Ég var í orösins fyllstu merkingu borin á höndum þessara kvenna þá fimm daga, sem ég dvaldi í Róm. II Club Delle Donne er mjög merkileg hreyfing kvenna og aö sögn gestgjafa minna eina kvennahreyfingin, sem er verulega virk á Ítalíu. í lok sjöunda áratugarins haföi kvennahreyfingin splundrast í ofurlitla hópa, sem hver um sig aðhylltist einhverja hugmyndafræði, sem nefnd var eftir einhverjum karlinum, Trotsky, Maó o.fl.. og voru famar aö kýta innbyrðis um smáatriði, sem komu raunvemleika kvenna afskaplega lítiö viö, þegar allt kom til alls. Minerva-verðlaunin II Club Delle Donne var einmitt stofnaöur meö því markmiöi aö sameina konur meö mismunandi sljómmálaskoöanir. í hreyfingunni em konur frá öilum hugsanlegum hópum Rómaveldis, kaþólskar konur vinna í sátt og samlyndi meö trúleysingjum, konur sem ekki hika viö aö kalla sig sósíalista, íhaldssamar konur, miöjukonur og jesúítar, allar vinna þær saman aö sameiginlegum bæáttumálum kvenna í nútíma ítölsku þjóöfélagi. II Club Delle Donne gefur út glæsilegt timarit, sem heitir aö sjálfsögöu "Minerva". Og síðast en ekki síst veita þær Minerva-verölaunin á hverju ári konum eöa hreyfingum, sem aö einhverju leyti hafa starfað í þágu kvenna. í fyrsta sinn í 9 ára sögu hreyfingarinnar vom verðlaunahafar erlendir, 10 ítalskar konur og 6 útlendar. Kvennalistinn lýsir veginn ítalskar konur hafa nokkrar áhyggjur af vem ítala í Evrópubandalaginu og af áhrifum þess á kjör kvenna. Þær vilja þess vegna tengjast konum sem víöast í Evrópu til þess aö taka höndum saman, innan og utan EB, og reyna aö hafa áhrif á eigin stöðu. Þess vegna þótti þeim sjálfsagt aö hafa samband viö íslenstor konur, og skiptir þá ekki máli, hvort um er aö ræða konuna mrs. Kvenna Listinn, sem hefur komist á þing í krafti kvennahreyfingar, eöa hreyfingu, sem 3

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.