Fréttabréf - 01.01.1992, Blaðsíða 13

Fréttabréf - 01.01.1992, Blaðsíða 13
um, en þó kemur það óneitanlega upp í hugann, þar sem Kvennalistanum var ekki heldur boðin þátttaka í stjómmála- umraeðum í Ríkisútvarpinu á gamlársdag 1990. Þaö er um- hugsunarefni fyrir útvarpsráö og starfsmenn RÚV, að í hliö- stæðum dagskrám einkastöðvanna á gamlársdag áttu allir flokkar á Alþingi fulltrúa. Þingflokkur Kvennalistans óskar eftir því aö máliö veröi tekið fyrir í útvarpsráði og lagt veröi mat á þessi vinnu- brögö með tilliti til 15. greinar útvarpslaga, en þar segir m.a.: »Ríkisútvarpið skal halda í heiöri lýðræöislegar grundvallar- reglur og mannréttindi til orðs og skoöana. Þaö skal gæta fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerö." Við væntum svars viö fyrstu hentugleika, þar sem fram komi afstaða útvarpsráös til þessa máls." Þetta bréf var sent 2. janúar sl. formanni útvarpsráös, Halldóru Rafnar, og afrit þeim Heimi Steinssyni útvarpssljóra og Stefáni Jóni Hafstein dagskrárstjóra. í næsta Fréttabréfl er væntanlega hægt að skýra frá afgreiðslu ráösins. Hópastarf Nú ætla konur í Reykjavík aö selja á laggimar vinnuhópa til aö skoða þau mál, sem efst eru á baugi í stjómmálaumræöunni þessa daganna. Meöal þess sem viö ætlum aö ræða og endurskoöa með tilliti til breyttra aöstæöna í þjóðfélaginu eru skattar og fjölskyldumál, einkavæöing í rikisgeiranum, sjávarútvegsmál og staöa kvenna í atvinnulífinu. Hafiö samband viö Drífu á skrifstofu Kvennalistans, Laugavegi 17, ef þiö hafiö áhuga á aö vera meö i þessum hópum eöa hugmyndir um önnur málefni sem 13 þiö viljiö ræöa. Síminn er 13725.

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.