Fréttablaðið - 17.09.2016, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 17.09.2016, Blaðsíða 24
V innutímanum er best lýst með „alltaf, alls staðar“. Þetta er óreglulegt, fjöl-breytt og yfirgrips-mikið starf og ekki hægt að stóla á ákveðinn tíma yfir daginn eða í vikunni. Ég segi gjarnan að ég sé í vinnunni þegar síminn hringir,“ segir Jóhannes Þór Skúla- son, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, og lýsir vel krefjandi vinnuumhverfi aðstoðar- manna og ráðgjafa á Alþingi. Inga Hrefna Sveinbjarnardóttir, aðstoðarmaður Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra, segir eðli starfsins þannig að hún sé meira og minna alltaf í vinnunni. „Til dæmis getur sumarfrí á Seyðis- firði orðið að meintu sumarfríi þegar óvænt verkefni koma upp,“ segir hún. Eva Bjarnadóttir sem er aðstoðar- maður Oddnýjar Harðardóttur, for- manns Samfylkingarinnar, segist vinna í skorpum. „Maðurinn minn vill meina að þetta sé ekki alvöru vinna heldur lífsstíll, en það fer algjörlega eftir verkefnum hvenær ég vinn,“ segir hún. „Hann er mjög svipaður vinnu- tíma ráðherrans – getur verið alla daga vikunnar og mjög ófyrirsjáan- legur,“ segir Svanhildur Hólm Vals- dóttir, aðstoðarmaður Bjarna Bene- diktssonar fjármálaráðherra, um vinnutíma sinn. „Það væri kannski nær að spyrja hvernig vinnuvikan er því það er enginn fastur vinnutími í þessu starfi,“ segir Ingvar Pétur Guð- björnsson, aðstoðarmaður Ragn- heiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- ráðherra. „Ég er að vinna um 50-70 klukkustundir á viku, allt eftir því hver verkefnastaðan er hverju sinni. Stystu dagarnir eru oftast yfir blá- sumarið (8-10 klst.), en dagarnir fara upp í 14-16 klukkustundir þegar mest álag er. Sjaldan sem maður fær frí bæði laugardag og sunnudag.“ Aðstoðarmaður Ólafar Nordal innanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, tekur undir með öðrum aðstoðarmönnum um það hversu óútreiknanlegur hver starfsdagur geti orðið. Hún er þó heppin að því leyti að njóta oftast helgarfrís með fjölskyldunni. „Ráðherrann minn er þó duglegur að taka sér frí um helgar og þar með hef ég fengið að nýta þær vel með fjölskyldunni. Það skiptir miklu máli að hlaða batteríin og vera með fólkinu sínu. Auðvitað er maður samt alltaf á vaktinni, oft að ræða málin á kvöldin o.s.frv. Það fylgir þessu og mörgum öðrum störfum,“ segir hún. Lögfræðilegur aðstoðarmaður Já, Nokkrir aðstoðarmanna sem starfa á Alþingi gáfu sér tíma til myndatöku. Aðrir voru uppteknir í aðkallandi verkefnum fyrir ráðherra. Frá vinstri: Eva Bjarnadóttir, Unnsteinn Jóhannsson, Svanhildur Hólm Vals- dóttir, Ingvar Pétur Guðbjörnsson og Sunna Gunnars Marteinsdóttir. FréttABlAðIð/Eyþór Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is ↣ Prentaði út eintak af ræðunni og tók bíl ráðuneytisins sem þá var toyota yaris. Hélt af stað og lenti undir eyja- fjöllum í aftakaveðri. Ingvar Pétur Guðbjörnsson aðstoðarmaður Ragnheiðar Elínar Árnadóttur ráðherra Aðstoðarmenn og ráðgjafar ráðherra og þingmanna vinna langan vinnudag. Það má segja að þeir séu í vinnunni þegar síminn hringir. Þeir þurfa að vera sérfræðingar í flóknum málum, ritfærir og orð- hagir og sumir hafa meira að segja lagt sig í hættu fyrir yfirmanninn. Ólafar, Kristín Haraldsdóttir, segir vinnutíma sinn mjög breytileg- an. „Vinnudagurinn getur hlaupið frá því að vera venjulegur 8 tíma vinnudagur og allt upp í 12-13 tíma,“ segir hún. Unnsteinn Jóhannsson, aðstoðar- maður Óttars Proppé, þingmanns Bjartrar framtíðar, minnir á að í raun ljúki vinnudeginum aldrei. „Maður er stöðugt að fylgjast með fjölmiðl- um og samfélagsmiðlum og bregðast við þó maður sé í miðju partíi eða að elda kvöldmat.“ lagði sig í hættu fyrir ráðherra Aðstoðarmennirnir sinna ýmsum óvenjulegum verkefnum. Ingvar Pétur minnist þess þegar hann fór í aftakaveðri á smábíl til þess að halda ræðu fyrir ráðherra í Mýrdal. „Eitt af mörgu eftirminnilegu var að þurfa að hlaupa í skarðið fyrir ráðherra þegar hún átti að flytja ræðu á aðalfundi Ferðaþjónustu bænda í Mýrdalnum. Það kom óvænt upp fundur í bænum um morguninn sem hún gat alls ekki sleppt og hún átti að flytja ræðuna í kringum hádegið. Ég var því beðinn um að renna austur og flytja ræðuna í hennar stað. Prentaði út eintak af ræðunni og tók bíl ráðuneytisins sem þá var Toyota Yaris. Hélt af stað og lenti undir Eyjafjöllum í aftaka- veðri og mátti hafa mig allan við að halda mér á veginum. Náði svo loks í Mýrdalinn, inn í fullan fundarsal og nánast beint í ræðustól með ræðu sem var ráðherraræða í 1. persónu. Ég var þarna hálf móður og más- andi að lesa og umbreyta ræðunni jafnóðum með orðunum „fyrir hönd ráðherra“ og „ráðherra telur“ o.s.frv. Það hafðist og ég held að ég hafi sloppið skammlaust frá þessu. Allavega fékk ræðan góðar undir- tektir fundarmanna – en það voru nokkrir svitadropar sem komu á ennið meðan ég var að stagla í gegn- um hana og ég gleymi þessu seint, ekki síst vegna veðursins sem var á leiðinni,“ segir Ingvar Pétur. Byggði lego-endur með Cameron Jóhannes Þór nefnir einnig óvenju- legt verkefni. „Ef óvenjulegt er eitt- hvað sem ekki gerist á hverjum degi, þá má t.d. nefna hluti eins og að skipuleggja Northern Future Forum og sitja inni í fundarherbergi með forsætisráðherra Bretlands að byggja Lego-endur. Það var vissulega óvenjulegt,“ segir Jóhannes Þór. Eva minnist þess þegar hún tók upp myndband með Oddnýju. „Ætli það sé ekki þegar við tókum upp myndbandið af Oddnýju með barnabörnunum hennar. Það átti að fjalla um fjárlögin sem hún gerði fyrir árið 2013 og eitthvað alvarlegt, en svo voru krakkarnir svo fyndnir að við komumst ekkert áfram fyrir hlátursköstum. Ég hélt á mæknum og andköfin og hlátursrokurnar í mér heyrast mjög vel þegar horft er á myndbandið sem 63 þúsund manns hafa nú séð á Facebook.“ Mældi blóðþrýsting ráðherra Það getur líka komið í hlut aðstoðar- manna að fylgjast með heilsu yfir- manna sinna þegar mikið mæðir á þeim. Eins og í tilfelli Ingu, aðstoð- armanns heilbrigðisráðherra. „Í síð- ustu viku mældi ég blóðþrýstinginn í ráðherra svona til að fullvissa mig um að hann væri við hestaheilsu. Það var nokkuð óvenjulegt verk- efni,“ segir hún. Sérfræðingur um fjós Þá minnist Lísa Kristjánsdóttir, aðstoðarmaður Katrínar Jakobs- dóttur, formanns Vinstri grænna, þess þegar hún varð vitni að heldur óvanalegri sérþekkingu yfirmanns síns.  „Í starfi þar sem enginn dagur er líkur gærdeginum er venjulegt meira frábrugðið en það óvenjulega. En margt er hins vegar eftirminni- legt. Afar minnisstæð og skemmti- leg er kjördæmaheimsókn frá því í fyrra. Þar vorum við staddar á hlað- inu hjá bónda nokkrum sem var að reisa myndarlegt fjós. Birtist mér 1 7 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r24 h e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 1 7 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :3 1 F B 1 0 4 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 5 K _ N Ý. p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 9 D -A 6 1 4 1 A 9 D -A 4 D 8 1 A 9 D -A 3 9 C 1 A 9 D -A 2 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 0 4 s _ 1 6 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.