Fréttablaðið - 17.09.2016, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 17.09.2016, Blaðsíða 86
Ríkisreknar menn-ingarstofnanir eiga í miklum vanda. Þær hafa margar ekki lagað sig að síaukinni mark-aðsvæðingu, verða langverst úti, því færri hafa áhuga á því að styrkja menningarstofnun sem þeir telja að sé þegar vel fjár- mögnuð af skattfé,“ segir Birta Guð- jónsdóttir, sýningarstjóri Listasafns Íslands, en síðastliðinn fimmtudag var opnuð í safninu sýningin T E X T I sem samanstendur af völdum textaverkum, eftir bæði íslenska og erlenda listamenn, úr einkasafni Péturs Arasonar og Rögnu Róberts- dóttur. Gleymda núllið Bág fjárhagsstaða íslenskra safna um áraraðir er Birtu greinilega hug- leikin. „Þetta ástand er ekki bundið við Ísland, það má sjá sambærilega þróun á öðrum Norðurlöndum, en þetta er óneitanlega sérstak- lega slæmt hér. Við finnum líka að listamenn, sem við vildum gjarnan vinna með, hafa ónóga styrkja- möguleika. Þá er þörfin fyrir stuðn- ing til framleiðslu verka og sýninga frá safninu enn meiri en mögu- leikinn á slíku er einfaldlega ekki til staðar. Þetta hefur versnað frá hruni. Þeir sem styðja við listir vilja langflestir koma stuðningi sínum á framfæri, þó svo það sé nú gert með smekklegri hætti en áður var, ekki með eins flennistórum fyrirtækja- lógóum. Í dag er staðan þannig varðandi rannsóknir, sýningar og útgáfu að ef Við eigum í stríði um menninguna Birta Guðjónsdóttir, sýningarstjóri við Listasafn Íslands, segir hagræn áhrif menningar útrætt mál og að nú standi að- eins eftir það sem ekki er hægt að kalla annað en meðvitað skeytingarleysi. Birta Guðjónsdóttir var önnum kafin í liðinni viku við uppsetningu á sýningunni T E X T I í Listasafni Íslands. FréTTaBLaðIð/GVa Birta og Pétur arason. en verkin eru öll úr safni hans og rögnu róbertsdóttur. FréTTaBLaðIð/GVa ég segi kollegum mínum á Norður- löndunum frá því hvað við í Lista- safninu höfum til ráðstöfunar þá halda þeir að ég sé að gleyma einu núlli aftan við. Það er því miður ekki þannig. Lítið breytir miklu Þessi þrönga fjárhagsstaða veldur því að möguleikar safnsins til þess að koma að þroska og þróun mynd- listar í landinu er einfaldlega ekki í samræmi við þá stefnu og þau mark- mið sem lagt er upp með af hálfu menningar- og menntamálaráðu- neytis. Þetta safn á auðvitað að vera í fararbroddi í sjónrænum listum þjóðarinnar. Það er héðan sem forganga í því að upplýsa almenn- ing um þessa listgrein á að koma. Við gerum auðvitað okkar besta en á sama tíma og háskólar eru að mennta fólk til þess að starfa m.a. innan menningarstofnana á borð við þessa, geta stofnanirnar ekki aukið við stöðugildi þótt sannar- lega sé þörf þar á. Það er sorglegt til þess að vita að fjöldi vel menntaðs og vandaðs fólks geti illa notað sér þekkingu sína í launuðum störfum á menningarsviðinu.“ Birta segir að það sé sláandi staðreynd að það þyrfti ekki nema nokkrar milljónir til þess að gjör- breyta þessari stöðu. „Ef þessi stofn- un væri t.d. með tuttugu milljónir til viðbótar, sem er auðvitað grínupp- hæð í samhengi við bankabónus- ana, þá myndi það breyta öllu. Það mundi t.d. þýða að þessi stofnun gæti verið grunnstofnun, t.d. fyrir fólk sem er að útskrifast úr safna- fræði og listfræði, til þess að sinna m.a. rannsóknum. Í dag erum við hérna tíu til tólf manns að sinna u.þ.b. tuttugu stöðugildum. Við erum hér á kvöldin og um helgar af eigin metnaði og þetta er auðvitað ekki gott.“ Meðvitað skeytingarleysi Birta segir að þessi umræða um hagræn áhrif menningar sé fyrir löngu rökrætt mál. „Það þarf ekki að sannfæra neinn um hagrænu áhrifin, það er löngu búið að sýna fram á það hversu mikilvægt og hagkvæmt er að styðja almenni- lega við listsköpun og -miðlun. Það er löngu búið að færa fram öll þessi rök og þau eru algjörlega skot- og vatnsheld. Það er bara einhver fyrir- staða hjá yfirvöldum, menn hrein- lega kjósa að fara fram hjá þessum rökum. Maður nennir því eiginlega ekki að fara að þylja þessa tölfræði upp enn einu sinni því þetta ætti að vera komið inn á harða diskinn hjá þorra þjóðarinnar. Þetta er ekki ómeðvitað skeyt- ingarleysi heldur grjóthart. Við eigum í stríði um menninguna – þannig upplifi ég það. Þetta er ekki spurning um að þingmenn eða ráða- menn hafi ekki haft tíma til þess að kynna sér gögnin um hagræn áhrif skapandi greina og bein tengsl milli aukins ferðamannastraums Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Tilkynning til hluthafa í Landsbankanum um kaup bankans á eigin hlutum landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Bankaráð Landsbankans hf. hefur ákveðið að nýta heimild til kaupa á eigin hlutum í bankanum sem veitt var á aðalfundi bankans 14. apríl 2016. Landsbankinn býðst til að kaupa hluti á grundvelli endurkaupaáætlunar sem nemur að hámarki 480 milljónum hluta í Landsbankanum. Hluthafar geta nýtt sér boð Landsbankans um endurkaup á eftirfarandi þremur endur- kaupatímabilum: » 19. september 2016 – 30. september 2016 » 31. október 2016 – 9. desember 2016 » 13. febrúar 2016 – 24. febrúar 2017 Í samræmi við ákvörðun aðalfundar býðst Landsbankinn til að kaupa hvern hlut á framangreindum endurkaupatímabilum á gengi sem samsvarar hlutfallinu á milli eigin fjár sem tilheyrir hluthöfum bankans og hlutafjár bankans, samkvæmt síðasta birta uppgjöri áður en viðkomandi endurkaupa- tímabil hefst. Landsbankinn býðst til þess að kaupa hvern hlut á genginu 10,3966 á fyrsta endurkaupatímabilinu 19. september 2016 – 30. september 2016. Landsbankinn mun senda hluthöfum bréf sem inniheldur upplýsingar um endurkaupin, leiðbeiningar til hluthafa sem vilja selja hluti á fyrsta endurkaupatímabili og tilkynningu sem fylla ber út og senda bankanum ef hluthafi ákveður að taka boði bankans. Þá er hægt að nálgast upplýsing- arnar, leiðbeiningarnar og tilkynninguna á vef Landsbankans, www.landsbankinn.is/endurkaup. Þá verða upplýsingar veittar í síma 410 4040. 1 7 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r46 m e n n i n G ∙ F r É t t A b L A ð i ð menning 1 7 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :3 1 F B 1 0 4 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 9 D -7 9 A 4 1 A 9 D -7 8 6 8 1 A 9 D -7 7 2 C 1 A 9 D -7 5 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 0 4 s _ 1 6 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.