Fréttablaðið - 17.09.2016, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 17.09.2016, Blaðsíða 41
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur. Laust er til umsóknar starf aðstoðardeildarstjóra á skurðstofugangi E5 í Fossvogi. Við leitum eftir metnaðarfullum og framfarasinnuðum skurðhjúkrunarfræðingi með ríkan áhuga á umbóta- og gæðastarfi. Á skurðstofum í Fossvogi starfa um 42 skurð hjúkrunar - f ræðingar við fjölbreytt og krefjandi verkefni, í nánu samstarfi við fagfólk í öðrum sérgreinum. Starfsmenn deildarinnar telja um 70 alls. Á deildinni eru 8 skurðstofur sem þjóna 5 sérgreinum og árlega eru framkvæmdar þar um 6000 aðgerðir. Skurðstofur heyra undir aðgerða svið sem annast rekstur skurðstofa, gjörgæsludeilda, Blóðbanka, dauðhreinsunardeildar auk speglunardeildar. AÐSTOÐARDEILDARSTJÓRI Skurðstofugangur LANDSPÍTALI ... VIÐ HEILSUM ÞÉR! Starf launafulltrúa á launadeild Landspítala er laust til umsóknar. Við sækjumst eftir öflugum liðsmanni sem hefur ríka þjónustulund, góða samskiptahæfni, sýnir frumkvæði, nákvæmni og aga í vinnubrögðum. Deildin heyrir undir fjármálasvið og starfa þar 19 manns í nánu samstarfi við starfsmenn spítalans. Starfsmenn launadeildar tryggja eftir bestu getu að launavinnsla, afgreiðsla launa og launatengdra mála hljóti afgreiðslu í samræmi við samninga, lög, verklagsreglur og leið beiningar. Móttaka, úrvinnsla, skráning, úttektir og varsla launa- gagna eru grundvallarþættir í starfsemi deildarinnar. LAUNAFULLTRÚI Launadeild Við sækjumst eftir hjúkrunarfræðingi sem hefur ánægju af samstarfi við aldraða. Ef þú ert lífsglaður og metnaðarfullur hjúkrunarfræðingur og kannt samskipti upp á tíu þá viljum við fá þig í vinnu. Í boði er skemmtilegt starf fyrir þann sem vill taka þátt í meðferð og endurhæfingu aldraðra þar sem markmiðið er að auka lífsgæði og færni til athafna daglegs lífs. Við leggjum áherslu á góða umönnun og umhyggju í rólegu umhverfi þar sem þjónusta við sjúklinga og fjölskyldu byggir á þekkingu og fjölfaglegri nálgun. Á deildinni starfa um 35 manns í þverfaglegu teymi. Góður starfsandi er ríkjandi og tækifæri eru til að vaxa í starfi. Við tökum vel á móti nýjum starfsmönnum og veitum góða aðlögun. HJÚKRUNARFRÆÐINGUR Öldrunarlækningadeild K1 Landakoti Viltu vinna með hressu og skemmtilegu fólki? Auglýst er eftir matar tækni í matargerð á sérfæði og almennu fæði. Við leitum eftir jákvæðum og duglegum einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni í fjölþjóðlegu starfsumhverfi. Á eining unni starfa um 35 manns, þar ríkir góður starfsandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði. Eldhús - matsalir sjá um matargerð og máltíðaþjónustu fyrir sjúklinga og starfsfólk spítalans. Markmið starfseminnar er að gæta hagkvæmni og tryggja öryggi matvæla og vinnuferla þannig að framleiðsla og þjónusta sé til fyrirmyndar. Eldhús og matsalir Landspítala eru með Svansvottun. MATARTÆKNIR Eldhús-matsalir Viltu vinna á dag- og/ eða næturvöktum? Landspítali vill ráða jákvæða liðsmenn, sem hafa ánægju af samstarfi við aldraða, til starfa á hjúkrunardeild á Vífilstöðum. Hjúkrunardeildin er 42 rúma og er hluti af Landspítala. Á deildinni dvelja skjólstæðingar sem hafa farið í gegnum bráða- og/eða endurhæfingardeildir Landspítala og eru komnir með færni- og heilsumat til dvalar á hjúkrunarheimili. Lögð er áhersla á jákvætt framlag sérhvers einstaklings, þátttöku og samvinnu í daglegum störfum deildarinnar. Við tökum vel á móti nýjum starfsmönnum og veitum góða aðlögun. SJÚKRALIÐI OG STARFSMAÐUR VIÐ AÐHLYNNINGU Öldrunardeild á Vífilsstöðum Starf yfirlæknis gigtlækninga á lyflækningasviði Landspítala er laust til umsóknar. Yfirlæknir er leiðtogi og hefur þríþætta ábyrgð sem stjórnandi, þ.e.a.s. faglega ábyrgð, starfsmannaábyrgð og rekstrarábyrgð. Auk þess gegnir yfirlæknir mikilvægu hlutverki í kennslumálum og uppbyggingu vísindastarfs. Leitað er eftir sérfræðilækni með víðtæka reynslu og hæfni til að vera í forystu fyrir þjónustu við sjúklinga, umbótastarf, öryggismál og upp- byggingu mannauðs í nánu samstarfi við framkvæmdastjóra og annað starfsfólk. Gerð er krafa um helgun í starfi yfirlæknis. YFIRLÆKNIR Gigtlækningar Skrifstofustarf í innheimtu fjárstýringar á fjármálasviði er laust til umsóknar. Við sækjumst eftir starfsmanni sem hefur góða samskiptahæfni, íslensku- og enskukunnáttu, almenna tölvufærni og getu til að starfa undir álagi. Á fjármálasviði starfa um 90 manns og þar af átta í fjárstýringu. Starfsfólk fjárstýringar leggur áherslu á góð samskipti og að veita skilvirka þjónustu, í samræmi við samninga, lög og verklagsreglur. SKRIFSTOFUSTARF Fjárstýring NÁNARI UPPLÝSINGAR Á HEIMASÍÐU LANDSPÍTALA; WWW.LANDSPITALI.IS/MANNAUDUR OG STARFATORGI; WWW.STARFATORG.IS 1 7 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :3 1 F B 1 0 4 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 9 D -C 3 B 4 1 A 9 D -C 2 7 8 1 A 9 D -C 1 3 C 1 A 9 D -C 0 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 0 4 s _ 1 6 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.