Fréttablaðið - 17.09.2016, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 17.09.2016, Blaðsíða 78
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Þorvaldur Ólafsson menntaskólakennari, lést sunnudaginn 11. september á heimili sínu í Kópavogstúni. Jarðarförin fer fram í Fossvogskirkju mánudaginn 19. þessa mánaðar kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á minningarkort líknardeildar og heimahlynningar eða önnur líknarfélög. Brynja Jóhannsdóttir Þorbjörg Þorvaldsdóttir Þorgerður Þorvaldsdóttir Kristján Ólafur Eðvarðsson Gunnar Þorvaldsson Elín Vigdís Guðmundsd. og barnabörn. Elskaður eiginmaður minn og fjölskyldufaðir, Árni Pálsson fyrrverandi sóknarprestur, er látinn. Útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 22. september kl. 15. Rósa Björk Þorbjarnardóttir Þorbjörn Hlynur Árnason Anna Guðmundsdóttir Þórólfur Árnason Margrét Baldursdóttir Anna Katrín Árnadóttir Árni Páll Árnason Sigrún Björg Eyjólfsdóttir barnabörn og langafadrengir. 551 3485 • udo.is Davíð útfararstjóri Óli Pétur útfararstjóri Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Gíslína Jónasína Jónsdóttir Lína dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, áður Gnoðarvogi 28, Reykjavík, sem lést 10. september sl., verður jarðsungin frá Áskirkju þriðjudaginn 20. september kl. 15.00. Jón Karel Leósson Regína Magnúsdóttir Bjarni Ó. Júlíusson María Magnúsdóttir Sigríður Magnúsdóttir Fjóla Hilmarsdóttir Ásta Hilmarsdóttir Jóhann Sigurjónsson Eva Ström Egill Þorgeirsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ottó J. Björnsson sem lést 10. september, verður jarðsunginn frá Neskirkju þriðjudaginn 20. september kl. 13.00. Júlíus O. Björnsson Þórður O. Björnsson Estella D. Björnsson Helgi Bogason Einar O. Björnsson Soffía Rut Jónsdóttir Ingibjörg Vigdís Ottósdóttir Jónas H. Jónasson barnabörn og barnabarnabarn. Okkar ástkæra Svanfríður Símonardóttir Blesugróf 2, lést þann 1. september á Landspítalanum við Hringbraut. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Ingibjörg Sigríður Joens Erna Guðfinnsdóttir Kristinn Ingvarsson Birgir Ingólfsson Hrafnhildur Ingólfsdóttir Guðmundur Ársælsson Örn Ingólfsson og fjölskyldur. V ið getum ekki treyst því að við verðum hérna megin grafar á gullbrúðkaups­daginn. Því ætlum við að halda upp á rúbínbrúð­kaupið á morgun með okkar nánustu en verðum ekki heima,“ segir Guðrún Karlsdóttir um 40 ára brúð­ kaupsafmæli sitt og Leo J. W. Ingasonar. Þau rifja upp fyrstu kynnin sem voru í Átthagasalnum á Hótel Sögu, eiginlega voru það átthagarnir sem leiddu þau saman. „Við byrjuðum að spjalla og Leó fékk áhuga á mér af því hann er Stranda­ maður í föðurættina en ég úr næstu sýslu, Húnaþingi vestra. Leó er hálfur Hollendingur og mér fannst spennandi að hitta mann sem væri bara Íslendingur að hálfu leyti, það var svolítið öðruvísi. Þetta samband hefur enst ágætlega hjá okkur,“ segir Guðrún glaðlega. Guðrún kveðst hafa starfað á búi for­ eldra sinna á Stóru­Borg á sumrin fram undir tvítugt og rekstur fjárins á afrétt á vorin og haustgöngur standi upp úr í minningunum, fegurðin á fjöllum og útsýnið. En Leó var fyrstu fimm árin sín í Haag í Hollandi og flutti þá til Reykja­ víkur með foreldrum og þremur systk­ inum. Hestamennska er Guðrúnu í blóð borin og hún fékkst við tamningar á árum áður. Leó er minna fyrir hestana en hjónin deila mörgum hugðarefnum, svo sem bóklestri, tungumálum og ferða­ lögum. Þau fóru bæði í langskólanám og náðu sér í hinar ýmsu gráður. Leó var bæjar­ og síðan héraðsskjalavörður Kópavogs og sinnti kennslu við HÍ og víðar. Hann hefur á síðari árum stundað rannsóknir á doktorssviði við háskólann í Leiden Hollandi á hollensk­íslenskum samskiptum á fyrri öldum, einkum á sviði sjávarútvegs og verslunar. Guðrún hefur síldarsöltun, hótelstörf erlendis, skrifstofuvinnu og prentsetn­ ingu á Tímanum og fleira á ferilskránni. Hún var forstöðumaður skráningar­ deildar í Þjóðarbókhlöðunni og stunda­ kennari við HÍ í bókasafns­ og upplýs­ ingafræði. Bæði hafa þau hjón unnið að ritstörfum og eru félagar í Bandalagi þýðenda og túlka. Tvö börn eignuðust þau Guðrún og Leó, Karlottu Maríu þýðanda og Gunnar Leó, tónlistar­ og málvísindamann, sem lést fyrir níu árum. En hvar skyldu þau hafa látið pússa sig saman fyrir fjörutíu árum? „Það var í Langholtskirkju,“ lýsir Guðrún. „Leó ólst upp í Vogahverfinu og séra Sigurður Haukur Guðjónsson var prestur fjöl­ skyldunnar. Við hittum hann utan við kirkjuna, hann fór strax að spjalla við okkur og þar með hvarf okkur allt stress. Við vorum líka mjög ánægð með orð hans í athöfninni.“ gun@frettabladid.is Halda upp á rúbínbrúðkaup Hjónin Guðrún Karlsdóttir upplýsingafræðingur og Leo J. W. Ingason, sagn- og skjal- fræðingur, eiga 40 ára brúðkaupsafmæli á morgun. Þau eru ákveðin í að njóta dagsins. Leó og Guðrún deila mörgum hugðarefnum, svo sem bóklestri og ferðalögum. FréttabLaðið/GVa Við byrjuðum að spjalla og Leó fékk áhuga á mér af því hann er Strandamaður í föðurættina en ég úr næstu sýslu, Húnaþingi vestra. Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar og tengdamóður, Halldóru Bjarnadóttur Sólvöllum, Eyrarbakka. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sólvalla fyrir frábæra umönnun. Erna Kristín Jónsdóttir Bjarnfinnur Hjaltason Bjarni Jónsson Vilhelmína Þór og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Þórdís Sigurðardóttir Gullsmára 5, Kópavogi, sem lést þriðjudaginn 13. september, verður jarðsungin frá Digraneskirkju í Kópavogi mánudaginn 19. september kl. 11.00. Innilegar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar í Kópavogi fyrir góða umönnun og hlýlegt viðmót. Sæmundur Eiríksson Guðrún S. Eiríksdóttir Steinn G. Ólafsson Herbert Eiríksson Soffía Björnsdóttir Stefanía Eiríksdóttir Þorsteinn Guðnason Hrafnhildur Eiríksdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum samúð og vinarhug við andlát og útför elsku eiginmanns míns, föður okkar, sonar, bróður og tengdasonar, Svans Pálssonar tölvunarfræðings. Sérstakar þakkir til hinna fjölmörgu vina og ættingja sem veittu okkur ómetanlegan stuðning og aðstoð við þessar erfiðu aðstæður. Guðný Þorsteinsdóttir og fjölskyldur. 1 7 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r38 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð tímamót 1 7 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :3 1 F B 1 0 4 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 9 D -9 2 5 4 1 A 9 D -9 1 1 8 1 A 9 D -8 F D C 1 A 9 D -8 E A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 0 4 s _ 1 6 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.