Fréttablaðið - 03.09.2016, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 03.09.2016, Blaðsíða 78
Sveppir eru eftirsóknar-verðir vegna bragð-gæðanna, fyrst og fremst. Þeir gera góðan mat betri. Svo eru þeir líka hollir, að mestu leyti trefjar og vatn og með smá af snefilefnum og víta- mínum.“ Þetta segir Ása Margrét Ásgeirsdóttir hjúkrunarfræðingur sem fræg er fyrir námskeið og bækur um sveppi í íslenskri náttúru. „Ég hef haft áhuga á sveppum í um 40 ár. Hann bara kom, hefur Sveppir gera Sveppabrauðinu góða kynntist Ása fyrst er hún fór sem fararstjóri með sænsku sveppaáhugafólki um Ísland. „Við hentum sveppum í kokkinn fyrir kvöldmat og sögðum: Búðu til úr þessu og hann setti sveppi í allt.“ FréttaBlaðið/anton Brink Ása með lerkisvepp, kúalubba, furusvepp og lyngflosa sem hún tíndi í sumar- bústaðalandinu sínu. FréttaBlaðið/anton Brink Ég hef haft áhuga á sveppum í um 40 ár. hann bara kom, hefur vaxið og vaxið og heltekur mig í ágústmánuði. Sveppabrauð Nota má ferska, frysta eða þurrkaða sveppi. 400 g ferskir sveppir sneiddir smátt. Settir fyrst á þurra pönnu og mesta vatninu sem kemur úr þeim hellt af, þeir eru síðan steiktir í góðri matarolíu. 40 g þurrkaðir sveppir Þá þarf að leggja í bleyti í 1 til 2 tíma fyrst og hella vatninu frá fyrir steikingu. Saltið og piprið örlítið. Látið kólna. Deig 1 bréf þurrger (11,8 g) 3 dl volgt vatn 1 tsk. salt 1 tsk. hunang 2 msk. ólífuolía 4 dl hveiti fyrir brauðgerð 3 dl heilhveiti Þurrgerið má leysa upp í volgu vatninu. Einnig má strá gerinu beint út í hveitiblönduna. Blandið saman í hrærivélarskál öllu hrá- efni, notið hnoðara og hrærið þar til allt er samlagað – mjög stutta stund. Látið rakan klút yfir hræri- vélina og látið deigið hefast í 40 mínútur. Blandið steiktu sveppunum saman við deigið og hnoðið lítil- lega. Útlitinu getið þið ráðið en ég hnoðaði í litlar bollur sem saman mynda svepp. Seinni hefun á bökunarpönnu tekur 30 mínútur. Penslið yfir brauðið með olíu og bakið í 20 mínútur við 200° C hita eða þar til brauðið er fullbakað. Sveppamauk 40 g þurrkaðir sveppir Furuhnetur 1 pakki (70 g) 1 dl rifinn parmesan-ostur 1 og ½ dl ólífuolía Salt, pipar og timjan eftir smekk. Látið sveppina liggja í bleyti í 1 til 2 tíma, hellið vatninu af og steikið sveppina í olíu smá stund. Kryddið með timjan. Setjið sveppi, furuhnetur og parmesanost í matvinnsluvél og maukið. Hellið olíunni í á meðan vélin gengur, þar til maukið er hæfilega þykkt. Saltið og piprið eftir smekk. Quesadilla með sveppum 300 g ferskir sveppir eða hand- fylli af þurrkuðum sveppum fyrir hverjar 2 tortilla-kökur 1-2 hvítlauksrif 1 rauðlaukur 1 söxuð, fersk steinselja olía til steikingar 1 pk. villisveppaostur (150 g) 1 pk. tortilla-heilhveitikökur, minni gerðin (það eru 8 kökur í pakka) 1 egg pískað í skál Salt og pipar og annað krydd að vild en samt í hófi svo sveppa- bragðið njóti sín. Það má auka fyll- inguna með því að mauka 1 soðna kalda kartöflu eða 1 brauðsneið án skorpu saman við. Steikið sveppina í olíu ásamt hvítlauk, rauðlauk og steinselju. Kryddið að vild. Skerið ostinn í bita. Setjið allt í matvinnsluvél og maukið saman í örstutta stund. Tortilla-kökurnar eru penslaðar vel með pískuðu eggi á þær hliðar sem leggjast saman. Fyllingin sett á aðra kökuna og hin leggst ofan á. Sett á heitt mínútugrill í nokkrar mínútur eða þar til kökurnar hafa fengið fallegar bökunarrendur. Þessar kökur má líka baka í ofni, grilli eða á pönnu en þá þarf að snúa þeim við. Borðað heitt eða kalt við öll möguleg tækifæri. Bakaðir sveppahattar 8 ferskir sveppahattar, meðalstórir 50 g smjör 2 hvítlauksrif, smátt söxuð fersk steinselja salt og pipar ostur, t.d. gráðostur, dalayrja eða camembert Skerið stafina frá, saxið smátt og steikið í smjöri ásamt hvítlauk og steinselju. Penslið hattana með bræddu smjöri bæði að utan og innan. Setjið þá í eldfast fat með kúptu hliðina niður og setjið fyll- inguna í þá.  Skerið ostinn í hæfilega stóra bita og setjið ofan á fyllinguna. Bakið í 200°C hita í 5 til 6 mínútur eða þar til sveppirnir eru meyrir og osturinn bráðinn. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is matur Þeim fjölgar sem kunna að meta íslenska sveppi, jafnframt því sem ætisveppir breið- ast út með vaxandi skógrækt. Vonandi hafa margir aflað vel í sveppamó undanfarnar vikur og meðan ekki frýs halda sveppir áfram að gægjast upp úr sverðinum. góðan mat betri vaxið og vaxið og heltekur mig í ágústmánuði,“ lýsir hún og leikur sér að því að nota sveppina á nýstár- legan hátt. 3 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r30 h e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 0 3 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :1 4 F B 1 0 4 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 7 4 -3 5 D C 1 A 7 4 -3 4 A 0 1 A 7 4 -3 3 6 4 1 A 7 4 -3 2 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 0 4 s _ 2 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.