Fréttablaðið - 03.09.2016, Blaðsíða 84
Listaverkið Fjölskyldumynd eftir Lilían Adaeze Nwango.
Bragi Halldórsson
215
„Þar fór í verr,“ sagði Konráð. „Okkur liggur á en þurfum að komast í
gegnum þetta völundarhús fyrst.“ Hann dæsti og bætti við vonsvikinn,
„við verðum of sein.“
Getur þú hjálpað félögunum að komast í gegnum þetta völundarhús?
3 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r36 h e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
Leikur vikunnar
Lögreglan og fanginn
Þetta er eltingaleikur fyrir dálítinn
hóp. Einn þátttakandi er lögregla
og annar fangi. Aðrir para sig saman
tveir og tveir, standa hvor á móti
öðrum og halda saman höndum
þannig að þeir mynda hreiður.
Pörin dreifa sér vel um dálítið
svæði og lögreglan eltir fangann
sem getur bjargað sér með því að
hlaupa inn í eitthvert hreiðrið. Sá
sem fanginn snýr bakinu í breytist
í fanga og hleypur burtu og reynir
að forða sér en fyrrverandi fangi
tekur sér stöðu þess sem breyttist
í fanga.
Ef lögreglan nær fanga skipta
lögregla og fangi um hlutverk og
leikurinn heldur áfram.
Logi Hlynsson er í 1. bekk í Lang-
holtsskóla í Reykjavík.
Hann var í leikskóla áður en
hvernig finnst honum að vera
kominn í stóran skóla? Mjög
gaman.
Er það líkt því sem þú hélst áður
en þú byrjaðir þar? Já, ég var
búinn að fara þangað svo oft
með leikskólanum.
Hvað er skemmtilegast? Það er
skemmtilegast í heimilisfræði og
í íþróttum.
Hvað gerir þú í frímínútunum?
Ég er í fótbolta og líka að leika
í þessu stóra tæki, stóru klifur-
grindinni.
Hvað er erfiðast? Það er erfiðast
að vera í fótboltanum.
En inni í kennslustofunni? Það er
ekkert erfitt þar.
Þekkir þú marga krakka í
bekknum? Já, ég veit samt ekki
hvað þeir eru margir.
Hvað hlakkar þú mest til að læra í
skólanum? Ég hlakka mest til að
læra að smíða. Ég ætla að smíða
fisk og bíl og bát og kappaksturs-
bíl.
Hvað gerðir þú skemmtilegt í
sumar? Ég fór í sveitina að veiða
og leika mér og kíkja á hestana
og gefa þeim að borða með Urði
systur minni. Svo vorum við líka
í tjaldinu og þar fékk ég kubba og
svo aftur í tjaldinu og ég var að
leika með legóið og fór í fótbolta.
Og við fórum líka á leikvöllinn …
en ekki meira.
Ætlar að smíða
fisk og bíl og bát
Það er stórt skref að byrja í grunnskóla. Loki Hlynsson er einn þeirra
sem eru nýsestir á skólabekk. Honum finnst heimilisfræði og íþróttir
skemmtilegastar en hann hlakkar mest til að læra að smíða.
Loki er alsæll með að vera byrjaður í skóla. FréttAbLAðið/SteFáN
0
3
-0
9
-2
0
1
6
0
4
:1
4
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
A
7
4
-3
0
E
C
1
A
7
4
-2
F
B
0
1
A
7
4
-2
E
7
4
1
A
7
4
-2
D
3
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
1
0
4
s
_
2
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K