Morgunblaðið - 10.10.2015, Síða 24

Morgunblaðið - 10.10.2015, Síða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2015 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Fern samtök hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir þátt sinn í því að vernda lýðræðið í Túnis, landinu þar sem arabíska vorið svonefnda hófst. Túnis er jafnframt eina landið þar sem arabíska vorið hefur leitt til lýð- ræðis. Nóbelsverðlaunanefndin í Ósló til- kynnti að bandalag fernra samtaka, svonefndur Kvartett, fengi verðlaun- in í ár fyrir „framlag sem skipti sköpum“ í því að efla lýðræðið í Tún- is árið 2013 þegar landið stóð á barmi borgarastríðs vegna mikillar ólgu í samfélaginu og togstreitu milli ísl- amista og flokka sem aðhyllast ver- aldlegt stjórnkerfi. Arabíska vorið hófst í janúar 2011 og varð til þess að fjórir einræðis- herrar í Norður-Afríku og Mið-- Austurlöndum hrökkluðust frá völd- um. Mótmælaaldan hófst í Túnis og varð fyrst til þess að forseti landsins, Zine El Abidine Ben Ali, flúði þaðan 14. janúar eftir að hafa verið við völd í 23 ár. Um 300 manns biðu bana í mótmælunum í Túnis. Stafar enn hætta af íslamistum Í Kvartettinum eru verkalýðssam- tökin UGTT, sem eru með rúma hálfa milljón félaga, samtök atvinnu- rekenda, mannréttindasamtök og stéttarfélag lögfræðinga. Hann var stofnaður árið 2013 þegar útlit var fyrir stjórnarkreppu og jafnvel borgarastríð eftir að einn af leiðtog- um stjórnarandstöðunnar, Chokri Belaid, var ráðinn af dögum. Íslamski flokkurinn Ennadha, sem komst til valda í þingkosningum eftir fall einræðisstjórnarinnar, var sak- aður um að hafa staðið fyrir morðinu og fjórir flokkar hótuðu að draga fulltrúa sína út úr stjórnlagaþingi sem hafði verið kosið. Kvartettinn átti stóran þátt í því að stilla til friðar og tryggja samkomulag um nýja stjórnarskrá sem tók gildi í janúar 2014. Beji Caid Essebsi, leiðtogi flokks lýðræðissinna, sigraði síðan í fyrstu frjálsu og lýðræðislegu for- setakosningunum í sögu landsins í desember sama ár. Lýðræðinu í Túnis stafar þó enn ógn af íslömskum ofstækismönnum, meðal annars liðsmönnum Ríkis íslams, sem hafa gert tvær mann- skæðar árásir á ferðamenn í landinu í ár. Í annarri þeirra létu 22 lífið í Bardo-safninu í Túnisborg í mars og 38 útlendingar til viðbótar á strönd milli tveggja hótela í bænum Sousse í júní. Hryðjuverkin urðu til þess að ferðamönnum snarfækkaði í landinu. Hægt að sætta fylkingarnar Litið er á val nóbelsverðlauna- nefndarinnar í ár sem táknrænan stuðning við lýðræðissinna í Túnis. „Norska nóbelsverðlaunanefndin vonar að verðlaunin í ár stuðli að því að lýðræði haldi velli í Túnis og örvi alla þá sem beita sér fyrir friði og lýðræði í Mið-Austurlöndum, Norður-Afríku og öðrum löndum í heiminum,“ sagði í tilkynningu frá nefndinni. Houcine Abassi, leiðtogi verka- lýðssamtakanna UGTT, sagði að friðarverðlaunin væru tileinkuð minningu „píslarvotta“ sem létu lífið í baráttunni fyrir lýðræði í Túnis. „Barátta þessa unga fólks hefur gert landi okkar kleift að snúa baki við einræði.“ Formaður nóbelsverðlauna- nefndarinnar, Kaci Kullmann Five, sagði að starf Kvartettsins sýndi að viðræður milli íslamskra hreyfinga og þeirra sem aðhyllast veraldlegt stjórnkerfi gætu leitt til lýðræðis. Skipti sköpum fyrir lýðræði  Samtök í Túnis fá friðarverðlaun Nóbels AFP Kvartett Leiðtogar samtakanna ræða við Hollande Frakklandsforseta. Leiðarljós vonar » Leiðtogar margra ríkja fögn- uðu vali nóbelsverðlauna- nefndarinnar og sögðust vona að það leiddi til friðar og lýð- ræðis í löndum á borð við Líbíu þar sem arabíska vorið leiddi til stjórnleysis. » David Cameron, forsætis- ráðherra Breta, sagði að friðar- verðlaunin gerðu Túnis að „leiðarljósi vonar“ í Miðaustur- löndum og Norður-Afríku. WAVE Lounge Skeifunni 8 | Kringlunni | Sími 588 0640 | casa.is 360° snúningur Leður verð frá 289.000.- Búist er við miklum hátíðarhöldum í Norður-Kóreu um helgina vegna 70 ára afmælis einræðisflokks landsins. Hersýning verður í höfuð- borginni Pjongjang í dag og gervi- hnattamyndir af undirbúningnum bentu til þess að hún yrði ein af viðamestu hersýningum í sögu landsins. Leiðsögukona bandar hér ferðamönnum fyrir utan Stríðs- safnið í Pjongjang. AFP Mikil her- sýning í N-Kóreu Rannsóknir á útblæstri dísilbíla sýna að bílar frá Merce- dez-Benz, Honda, Mazda og Mitsubishi menga umtals- vert meira á götum úti en í opinberum prófunum. Allir bílarnir stóðust prófin og ekkert bendir til þess að þeir hafi verið búnir svindlbúnaði eins og bílar Volkswagen. Í prófununum hefur m.a. komið í ljós að sumar tegundir Honda losa sex sinnum meira af nituroxíði en leyfilegt er. Sumir fjórhjóladrifnir bílar framleiðandans losi tutt- ugu sinnum meira. Losun bíla annarra framleiðenda er einnig meiri en reglur kveða á um. RANNSÓKNIR Á ÚTBLÆSTRI DÍSILBÍLA Menga meira en prófanir segja Sumir bílar valda mikilli mengun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.