Morgunblaðið - 10.10.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.10.2015, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2015 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Fern samtök hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir þátt sinn í því að vernda lýðræðið í Túnis, landinu þar sem arabíska vorið svonefnda hófst. Túnis er jafnframt eina landið þar sem arabíska vorið hefur leitt til lýð- ræðis. Nóbelsverðlaunanefndin í Ósló til- kynnti að bandalag fernra samtaka, svonefndur Kvartett, fengi verðlaun- in í ár fyrir „framlag sem skipti sköpum“ í því að efla lýðræðið í Tún- is árið 2013 þegar landið stóð á barmi borgarastríðs vegna mikillar ólgu í samfélaginu og togstreitu milli ísl- amista og flokka sem aðhyllast ver- aldlegt stjórnkerfi. Arabíska vorið hófst í janúar 2011 og varð til þess að fjórir einræðis- herrar í Norður-Afríku og Mið-- Austurlöndum hrökkluðust frá völd- um. Mótmælaaldan hófst í Túnis og varð fyrst til þess að forseti landsins, Zine El Abidine Ben Ali, flúði þaðan 14. janúar eftir að hafa verið við völd í 23 ár. Um 300 manns biðu bana í mótmælunum í Túnis. Stafar enn hætta af íslamistum Í Kvartettinum eru verkalýðssam- tökin UGTT, sem eru með rúma hálfa milljón félaga, samtök atvinnu- rekenda, mannréttindasamtök og stéttarfélag lögfræðinga. Hann var stofnaður árið 2013 þegar útlit var fyrir stjórnarkreppu og jafnvel borgarastríð eftir að einn af leiðtog- um stjórnarandstöðunnar, Chokri Belaid, var ráðinn af dögum. Íslamski flokkurinn Ennadha, sem komst til valda í þingkosningum eftir fall einræðisstjórnarinnar, var sak- aður um að hafa staðið fyrir morðinu og fjórir flokkar hótuðu að draga fulltrúa sína út úr stjórnlagaþingi sem hafði verið kosið. Kvartettinn átti stóran þátt í því að stilla til friðar og tryggja samkomulag um nýja stjórnarskrá sem tók gildi í janúar 2014. Beji Caid Essebsi, leiðtogi flokks lýðræðissinna, sigraði síðan í fyrstu frjálsu og lýðræðislegu for- setakosningunum í sögu landsins í desember sama ár. Lýðræðinu í Túnis stafar þó enn ógn af íslömskum ofstækismönnum, meðal annars liðsmönnum Ríkis íslams, sem hafa gert tvær mann- skæðar árásir á ferðamenn í landinu í ár. Í annarri þeirra létu 22 lífið í Bardo-safninu í Túnisborg í mars og 38 útlendingar til viðbótar á strönd milli tveggja hótela í bænum Sousse í júní. Hryðjuverkin urðu til þess að ferðamönnum snarfækkaði í landinu. Hægt að sætta fylkingarnar Litið er á val nóbelsverðlauna- nefndarinnar í ár sem táknrænan stuðning við lýðræðissinna í Túnis. „Norska nóbelsverðlaunanefndin vonar að verðlaunin í ár stuðli að því að lýðræði haldi velli í Túnis og örvi alla þá sem beita sér fyrir friði og lýðræði í Mið-Austurlöndum, Norður-Afríku og öðrum löndum í heiminum,“ sagði í tilkynningu frá nefndinni. Houcine Abassi, leiðtogi verka- lýðssamtakanna UGTT, sagði að friðarverðlaunin væru tileinkuð minningu „píslarvotta“ sem létu lífið í baráttunni fyrir lýðræði í Túnis. „Barátta þessa unga fólks hefur gert landi okkar kleift að snúa baki við einræði.“ Formaður nóbelsverðlauna- nefndarinnar, Kaci Kullmann Five, sagði að starf Kvartettsins sýndi að viðræður milli íslamskra hreyfinga og þeirra sem aðhyllast veraldlegt stjórnkerfi gætu leitt til lýðræðis. Skipti sköpum fyrir lýðræði  Samtök í Túnis fá friðarverðlaun Nóbels AFP Kvartett Leiðtogar samtakanna ræða við Hollande Frakklandsforseta. Leiðarljós vonar » Leiðtogar margra ríkja fögn- uðu vali nóbelsverðlauna- nefndarinnar og sögðust vona að það leiddi til friðar og lýð- ræðis í löndum á borð við Líbíu þar sem arabíska vorið leiddi til stjórnleysis. » David Cameron, forsætis- ráðherra Breta, sagði að friðar- verðlaunin gerðu Túnis að „leiðarljósi vonar“ í Miðaustur- löndum og Norður-Afríku. WAVE Lounge Skeifunni 8 | Kringlunni | Sími 588 0640 | casa.is 360° snúningur Leður verð frá 289.000.- Búist er við miklum hátíðarhöldum í Norður-Kóreu um helgina vegna 70 ára afmælis einræðisflokks landsins. Hersýning verður í höfuð- borginni Pjongjang í dag og gervi- hnattamyndir af undirbúningnum bentu til þess að hún yrði ein af viðamestu hersýningum í sögu landsins. Leiðsögukona bandar hér ferðamönnum fyrir utan Stríðs- safnið í Pjongjang. AFP Mikil her- sýning í N-Kóreu Rannsóknir á útblæstri dísilbíla sýna að bílar frá Merce- dez-Benz, Honda, Mazda og Mitsubishi menga umtals- vert meira á götum úti en í opinberum prófunum. Allir bílarnir stóðust prófin og ekkert bendir til þess að þeir hafi verið búnir svindlbúnaði eins og bílar Volkswagen. Í prófununum hefur m.a. komið í ljós að sumar tegundir Honda losa sex sinnum meira af nituroxíði en leyfilegt er. Sumir fjórhjóladrifnir bílar framleiðandans losi tutt- ugu sinnum meira. Losun bíla annarra framleiðenda er einnig meiri en reglur kveða á um. RANNSÓKNIR Á ÚTBLÆSTRI DÍSILBÍLA Menga meira en prófanir segja Sumir bílar valda mikilli mengun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.