Morgunblaðið - 27.10.2015, Page 1

Morgunblaðið - 27.10.2015, Page 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 7. O K T Ó B E R 2 0 1 5 Stofnað 1913  252. tölublað  103. árgangur  SÝNA LJÓS- MYNDIR OG GRAFFÍTILIST DROTTNING SEM LAGAR BÍLVÉLAR SORGIN SEM FÓLK VIÐUR- KENNIR EKKI BÍLAR SKILNAÐUR 10CEY ADAMS Í GALLERÍ FOLD 33 Morgunblaðið/Styrmir Kári Vegalengd Samanlögð lengd veganna 922 sem teknir hafa verið af vegaskrá frá árinu 2004 er 584 kílómetrar.  Alls hafa verið teknir 922 vegir af vegaskrá frá árinu 2004. Saman- lögð vegalengd veganna er alls 584 kílómetrar, en þetta kom fram í svari Ólafar Nordal innanríkis- ráðherra við fyrirspurn Líneikur Önnu Sævarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Til saman- burðar eru 578 kílómetrar frá Reykjavík um hringveginn til Raufarhafnar. Algengasta ástæða þess að vegir eru afskráðir er að sveitabæir leggjast í eyði og viðkomandi hér- aðsvegir tengja þar af leiðandi ekki lengur byggð ból við samgöngu- kerfið. Heimild Vegagerðarinnar til að fella vegi af skrá byggist á ákvæði í vegalögum. Þegar vegur fer af skrá telst hann ekki lengur þjóðvegur og þá er Vegagerðin laus undan ábyrgð hvað áhærir viðhald vegarins. »14 Tæplega þúsund vegir teknir af skrá á rúmum áratug Uppskipti á eignum » Samanlagðar eignir slitabú- anna þriggja námu tæpum 3.300 milljörðum um mitt þetta ár. » Nauðasamningarnir kveða á um úthlutun þessara verð- mæta. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Slitastjórnir föllnu viðskiptabank- anna telja tímann sem þau hafa til undirbúnings og framlagningar frumvarps að nauðasamningi vera á þrotum. Þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi ekki gefið afdráttarlaus og end- anleg svör um skilyrði fyrir undan- þágum frá gjaldeyrishöftum hafa slitastjórnir LBI og Kaupþings nú þegar sent kröfuhöfum gögn varð- andi nauðasamning búanna. Ekki var hægt að bíða lengur með birtingu gagnanna vegna þess tímafrests sem alríkislög í Bandaríkjunum kveða á um varðandi birtingarfrest gagnvart þarlendum kröfuhöfum. Lítið svigrúm til breytinga Lítið sem ekkert svigrúm er til þess að gera breytingar á þeim gögn- um sem nú hafa verið send út. Af þeim sökum segja áreiðanlegar heimildir Morgunblaðsins að slita- stjórnirnar skáki í skjóli þeirrar vissu að Seðlabankinn muni í raun samþykkja beiðnir þeirra að lang- mestu leyti óbreyttar. Geri Seðla- bankinn það ekki mun stöðugleika- skattur óhjákvæmilega falla á slitabúin sem aftur kalli holskeflu málsókna yfir íslenska ríkið. MSlitastjórnir gátu ekki »16 Fá ekki svör frá Seðlabanka  Slitabú LBI og Kaupþings hafa sent kröfuhöfum gögn varðandi nauðasamning  LBI frestaði kröfuhafafundi um tvær vikur  Telja tímann á þrotum Morgunblaðið/Baldur Arnarson Við Gullfoss Margir tóku sjálfs- myndir við fossinn um síðustu helgi. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þúsundir erlendra ferðamanna skoðuðu Gullfoss og Geysi á sunnu- daginn var og minnti mannmergðin í veitingasölu og verslunum á ann- ríkið á bjartasta sumardegi. Svo mikil er aðsóknin að Gullfossi að eigendur Gullfoss kaffis eiga fullt í fangi með að halda í við eftirspurn. Ný viðbygging Gullfoss kaffis verður opnuð á næstu vikum. Með henni stækkar verslunarrými og sætum í veitingasal fjölgar um 200 í samtals 600 til 700. Skammt frá standa yfir framkvæmdir við nýja 20 herbergja álmu á Hótel Gullfossi, sem verður opnuð í janúar. Milljón erlendra gesta í ár Ástdís Kristjánsdóttir, rekstrar- stjóri Gullfoss kaffis, segir frekari uppbyggingu áformaða á svæðinu. „Það má segja að við hlaupum ekki nógu hratt. Aðsóknin eykst stöðugt,“ segir Ástdís sem áætlar að milljón erlendra ferðamanna muni heimsækja Gullfoss og Geysi í ár. Jón Harry Njarðarson, eigandi Hótels Gullfoss, segist finna fyrir þrýstingi að hafa opið um jólin. Eftirspurnin í október sé orðin eins og hún var í september fyrir nokkr- um misserum og mars sé orðinn eins og sumarmánuður í gistingunni. Hann segir styrkingu krónunnar vera mikið áhyggjuefni. Sömu sögu er að segja frá Hótel Selfossi. Nýtingin á herbergjum í september var 69% en var til samanburðar 45% í fyrra. »6 Halda ekki í við fjölda ferðafólks  Aðsókn að Gullfossi og Geysi sl. helgi var eins og á sumardegi fyrir fáum árum Önfirðingafélagið efndi til samverustundar í Neskirkju í gærkvöldi til minningar um þá 19 sem létust í snjóflóðinu sem féll á Flateyri 26. október árið 1995. Á vefnum flateyri.is segir að hugmyndin með samverustundinni hafi fyrst og fremst verið sú að fólk hittist og hlustaði á tónlist, hugvekju og svo á hvert annað í kaffi eftir athöfnina. Einnig var haldin minning- arsamkoma í kirkjunni á Flateyri. Fjölsótt minningarstund vegna snjóflóðsins á Flateyri Morgunblaðið/Árni Sæberg Tuttugu ár frá harmleiknum á Flateyri  Verkfall SFR stöðvar afgreiðslu mála hjá sýslu- manni. Fyrir vikið liggur niðri þjón- usta á borð við þing- lýsingu skjala, út- gáfu vegabréfa og atvinnu- og tækifærileyfa. Ein birtingarmynd hins ótímabundna verkfalls er sú að ekki hefur verið hægt að ganga frá kaupsamn- ingum, t.a.m. þegar um er að ræða fasteigna- og bílakaup. »4 Enga þjónustu að fá hjá sýslumanni  Heimilisskipti hafa sótt í sig veðrið samhliða fjölgun ferða- manna hingað til lands. „Félagsmenn okkar eru ekki múraðir inn í steypuna og treysta fólki sem þeir skipta við,“ segir Sesselja Traustadóttir, um- boðsmaður Intervac-heimilisskipta- samtakanna á Íslandi. Hún segir að engir peningar skipti um hendur við húsaskiptin, aðeins þurfi að greiða félagsgjald. »8 Skipta á heimilum við ókunnugt fólk Skipti Vinsældir húsaskipta aukast.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.