Morgunblaðið - 27.10.2015, Page 12

Morgunblaðið - 27.10.2015, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2015 www.isfell.is Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5 200 500 • isfell@isfell.is Ísnet Húsavík s. 5 200 555 Ísnet Akureyri s. 5 200 550 Kristbjörg Ólafsfjörður s. 5 200 565 Ísnet Sauðárkrókur s. 5 200 560 Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Vertu viðbúinn vetrinum Mest seldu snjókeðjur á Íslandi LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR SNJÓKEÐJUR Jón Baldursson bridsspilari er í 11 manna hópi sem Bridssamband Evr- ópu hefur skipað til þess að fara yfir meint, kerfisbundið svindl sigur- sælla bridspara á alþjóðlegum brids- mótum. Vegna ásakana um svindl drógu bridssambönd Ísraels, Mónakó og Þýskalands landslið sín úr heimsmeistara- mótinu, sem hald- ið var á Indlandi í haust. Þá var pólsku bridspari, sem komið var á keppnisstað, meinað að spila í mótinu þar sem grunur lék á að spil- ararnir hefðu rangt við. Þekktir sérfræðingar Öll þessi mál eru til meðferðar hjá sérstakri þriggja manna eftirlits- nefnd Bridssambands Evrópu og hafa viðkomandi pör frest fram í miðjan nóvember til þess að gera hreint fyrir sínum dyrum. Þá verður málunum vísað til sérstakra sér- fræðinga, sem eftirlitsnefndin fékk til liðs við sig, en í hópnum eru auk Jóns Baldurssonar Bretinn David Bakhshi, Svíinn Per-Ola Cullin, Hol- lendingarnir Bas Drijver og Marion Michielsen, Rússinn Andrey Gro- mov, Frakkinn Alain Levy, Banda- ríkjamennirnir Zia Mahmood og Ja- cek Pszczola, Svisslendingurinn Fernando Piedra og Daninn Peter Schaltz. Eftirlitsnefndin óskar eftir því að að minnsta kosti þrír menn skili um- sögn um hvert mál. „Ég reikna með að koma að einu máli,“ segir Jón og bíður rólegur eftir kalli. steinthor@mbl.is Jón skoðar meint svindl  Kallað á sérfræðinga í bridsinu Við spilaborðið Fantoni og Nunes, liðsmenn Mónakó, eru til skoðunar. Jón Baldursson Guðni Einarsson gudni@mbl.is Forsvarsmenn Landstólpa þróun- arfélags fara á fund í forsætisráðu- neytinu eftir hádegi í dag til að ræða um gamla hafnargarðinn og fram- kvæmdirnar að Austurbakka 2. Í gær voru vinnuvélar fluttar á lóðina. „Við þurfum að halda áfram með verkið og erum að búa okkur undir það,“ sagði Gísli Steinar Gíslason, stjórnarformaður Landstólpa þró- unarfélags. „Við viljum samt ná lendingu sem allir geta unað við. Það verður frábært ef það næst ásætt- anleg lausn.“ Hann sagði að Landstólpar hefðu lagt margar tillögur fyrir Minja- stofnun. Engin niðurstaða hefði þó fengist. „Þetta snýst allt um kostn- að. Tillögurnar eru misáhrifamiklar varðandi hafnargarðinn,“ sagði Gísli. Landstólpar vilja helst fjarlægja gamla garðinn. Gísli sagði að vildu menn varðveita hann yrði að vinna út frá því. Það að varðveita garðinn þar sem hann stendur mun hafa í för með sér aukakostnað við fram- kvæmdirnar upp á a.m.k. 2,2 millj- arða króna, að sögn Gísla. „Þá verður ekki hægt að byggja bílakjallara undir byggingunum eins og er ráðgert. Það þarf þá að flytja bílakjallarann annað og það kostar þessa upphæð,“ sagði Gísli. Stærð- argráða verkefnisins alls hljóðar upp á um tíu milljarða króna. Framkvæmdir við verkefnið hafa verið í biðstöðu síðan í júlí en þá átti fornleifauppgreftri að ljúka. Gísli sagði að Minjastofnun hefði dregið að taka ákvörðun og veggurinn síðan verið skyndifriðaður þegar í ljós kom að hann var ekki orðinn 100 ára, en það var talið í fyrstu. Eins taldi Gísli að nýta hefði átt sex vikna frest, sem forsætisráðherra hafði til að ákvarða um vegginn, til að vinna með Landstólpum að lausn. „Fresturinn er útrunninn og þá er veggurinn bara ófriðaður,“ sagði Gísli. „Við erum með bréf frá Minja- stofnun þar sem því er lýst yfir að veggurinn sé frá 1928 og borg- arminjavörður er sömu skoðunar.“ Morgunblaðið/Golli Gamlir hafnargarðar Landstólpar vilja hefja framkvæmdir á lóðinni sem fyrst. Fulltrúar félagsins fara á fund í forsætisráðuneytinu í dag. Funda um gamla hafnargarðinn Gömul mannvirki » Við jarðvegsframkvæmdir á lóðinni Austurbakka 2 komu í ljós tvennar minjar um hafn- armannvirki. » Annars vegar er bólverk í suðausturenda lóðarinnar sem var hlaðið 1876. Friðlýsingin nær ekki til þeirra minja. » Hins vegar er gamli hafn- argarðurinn sem var hlaðinn 1913-17 en færður fram um sjö metra árið 1928. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Það mun hafa áhrif á útkomu þing- kosninganna vorið 2017 hvort Sjálf- stæðisflokknum tekst að snúa við minnkandi fylgi hjá ungu fólki. Þetta er mat Ólafs Þórs Gylfason- ar, framkvæmdastjóra MMR, Mark- aðs- og miðlarannsókna. „Þetta er augljós þróun. Það er í þessa átt sem sveiflan hefur verið. Unga fólkið hefur í stórum stíl verið að hverfa frá Sjálfstæðisflokknum og þá einkum og sér í lagi til Pírata. Samt eru Píratar líka að fá talsvert mikinn stuðning hjá elstu aldurshóp- unum. Það er aðeins Sjálfstæðis- flokkurinn sem nýtur meira fylgis meðal 50 ára og eldri en Píratar,“ segir Ólafur Þór um stöðuna. Samkvæmt könnun MMR frá miðjum þessum mánuði mælast Píratar nú með 46,3% fylgi meðal 18- 29 ára kjósenda en Sjálfstæðis- flokkur með 15,5% fylgi. Píratar mældust þá í heild með 34,1% fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn 21,6% fylgi. Á hægri niðurleið Samkvæmt íslensku kosninga- rannsókninni var fylgi Sjálfstæð- isflokksins meðal 18-29 ára kjósenda 47% árið 1999, 30% árið 2003, 35% árið 2007 og 25% árið 2009. Eins og áður greinir mældist það um 16% í könnun MMR í október. Samkvæmt þessum gögnum hefur fylgi flokks- ins meðal yngstu kjósenda verið á hægri niðurleið í hálfan annan ára- tug. Má rifja upp að í byrjun þessa tímabils urðu Samfylkingin og Vinstri græn til og eftir kosning- arnar 2009 klofnaði Borgarahreyf- ingin í Hreyfinguna og óháðan þing- mann. Síðan vann Besti flokkurinn stórsigur í sveitarstjórnarkosning- unum í Reykjavík 2010 og árið 2013 buðu Píratar í fyrsta sinn fram í þingkosningum. Mörg smærri fram- boð hafa komið og farið. Á þessu tímabili hefur vígstaða Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík, hans gamla vígi, veikst mikið. Ólafur Þór bendir á að samkvæmt íslensku kosningarannsókninni hafi 27% kjósenda Sjálfstæðisflokksins verið yngri en 30 ára árið 1999, 23% árið 2003, 19% árið 2007 og 22% árið 2009. Til samanburðar hafi 19% kjósenda flokksins verið undir þrí- tugu samkvæmt könnun MMR í október sl., en fylgið í heild var þá um leið komið undir 22%. Þessi þróun hefur ekki farið fram hjá öðrum stjórnmálahreyfingum og má nefna að í júníbyrjun kom fram á fundi Viðreisnar að hreyfingin ætl- aði að sækja fylgi til ungs fólks. Hægri sveiflan tók enda Samkvæmt Hagstofunni voru 57.379 Íslendingar á aldrinum 18-29 ára í byrjun þessa árs og voru þeir 17,4% íbúafjöldans. Þetta er því fjöl- mennur og auðvitað ekki einsleitur hópur sem alhæfa má um. Stefanía Óskarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Ís- lands, rifjar upp að á níunda áratug síðustu aldar hafi byrjað hægri- sveifla meðal ungs fólks sem haldist hafi alveg fram að hruninu. Stefanía segir aðspurð að erfitt sé að meta hvaða áhrif landsfundir Sjálfstæðisflokksins og VG muni hafa á fylgi flokkanna, þar með talið hjá yngstu kjósendunum. Hún bendir á að fjölmiðlun hafi breyst mikið. Dagskrárvald sé ekki lengur í höndum fárra fjölmiðla. Vegna breyttrar notkunar á fjöl- miðlum nái umfjöllun í sjónvarpi og dagblöðum um landsfundina ekki endilega til yngstu kjósendanna. „Þetta er áskorun sem allir stjórn- málaflokkar sem vilja ná til ungs fólks eiga við. Umhverfið hefur breyst svo mikið. Það er erfitt að stjórna fjölmiðlunum. Þeir hafa færst á fleiri hendur,“ segir hún. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir alls ekki gefið að flokkar auki við fylgi sitt eftir lands- fundi eins og dæmi séu um frá fyrri árum. Með því að hleypa yngra fólki í sviðsljósið á landsfundinum hafi Sjálfstæðisflokkinn reynt að höfða til yngri kjósenda. „Þetta er nálgun við yngri kjósendur. Hvort það dug- ar er annað mál,“ segir Grétar Þór. Sjálfstæðisflokkurinn þarf ungt fólk í lið sitt  Píratar mældust með 46,3% fylgi hjá 18-29 ára í október Morgunblaðið/Árni Sæberg Í Laugardalshöll Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins um síðustu helgi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.