Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.01.1986, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 16.01.1986, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 16. janúar 1986 VÍKUR-fréttir Til leigu 150 ferm. salur í Vogum, Vatnsleysuströnd, er til leigu. Tilvalinn fyrir árshátíöir, veislur og fleira. - Uppl í síma 6670 og 6635. Slökkvitækja- þjónusta Suðurnesja Kolsýruhleðsla - Dufthleðsia Viöhald og viðgerðir á flestum tegundum slökkvitækja Reykskynjarar - Rafhlöður Brunaslöngur - Slökkvitæki Uppsetnmg ef óskað er. Viðurkennd eftirlitsþjónusta handslökkvitækja í bátum og skipum. Slökkvitækjaþjónusta Suðurnesja Háaleltl 33 - Keflavik - Síml 2322 „Ég sakna almennu samskiptanna" - segir Jóhann Líndal, sem hættl um áramót sem raf- veitustjóri Njarðvíkur eftir tæplega 20 ára starf Þó sameining rafveitnanna á Suðurnesjum sé miðuð við 1. október sl., þá voru rafveiturnar við lýði fram til áramóta, að þær voru lagðar niður. Flestir starfsmenn rafveitnanna færðust þá yfir til Hitaveitunnar, þ.á.m. rafveitustjórarnir. Sá þeirra sem lengstan starfsaldur hefur er Jóhann Líndal, en hann var í tæp 20 ár sem raf- veitustjóri í Njarðvík, auk þess sem hann sá um Vatns- leysustrandarhrepp með starfinu. I tilefni þessara tímamóta tóku Víkur-fréttir Jóhann tali. Eru margir starfsmenn Njarðvíkurbæjar sem voru með lengri starfsaldur en þú? „Ekki samfleytt, Sigmar Við kappkostum að hafa ávallt til afgreiðslu flestar dekkja- stærðir fyrir lyftara, stærri tæki og vélar. Bjóðum dekk frá Þýskalandi, Taiwan, Frakklandi og Ameríku. Sérpöntum með stuttum fyrirvara „massív“ dekk. Sölusíminn er 91-28411 frá 8.30-18.00. 18x7 500-8 600-9 650—10 23x9-10 750-10 700-12 27x10 12 16/70x20 14 PR 8 PR 10 PR 10 PR 16 PR 12 PR 12 PR 12 PR 10 PR 550x15 700x15 750x15 825x15 600-15 10,5x18 12,0—18 10,5x20 12,5x20 14,5x20 8 PR 12 PR 12 PR 12 PR 8 PR 8 PR 12 PR 10 PR 10 PR 10 PR | HRINGIÐ í | ! 91-28411S og talið við Snorra, ■hannveit allt umdekkmj /u Æisturbakki hf. I——_ BORGARTUNI20 Sandgerðingar - Miðnesingar Næstu daga verða sendir út gjaldseðlar fasteigna- gjalda 1986. Greiðið gjöldin á réttum gjalddögum og forðist óþarfa kostnað. Lögtök vegna ógreiddra álagðra gjalda til sveitarsjóðs Miðneshrepps 1985 munu hefjast á næstunni. Gerið skil og forðist óþarfa kostnað. Innheimta Miðneshrepps Ingason hefur að vísu unnið lengur í heildina, en hann hefur hætt á milli og byrjað aftur“. Hvað var starfssvið raf- veitustjóra? „Hann sá um allan rekst- ur rafveitunnar, frá því smæsta til hins stærsta, s.s. kaup á raforku, dreifingu á henni, viðhald og endur- byggingu, uppbyggingu bæjarkerfisins og allt annað er rafveitunni viðkemur“. Nú urðu miklar breyting- ar á starfssviði þínu við sam- eininguna, hverjar urðu þær helstar? „Þær urðu mjög miklar, því áður sá ég um allan dag- legan rekstur sem rafveitu- stjóri í Njarðvík, nú fellur sá hluti alfarið niður. Inn- heimtan fer fram á skrif- stofu Hitaveitunnar og verklegar framkvæmdir í bæjarkerfinu lenda í ann- arri deild en minni, þ.e. lág- spennudeild. Mitt starfs- svið verður rekstrarstjóri háspennusviðs, þ.e. há- spennudeildarinnar. Hefég því yfirumsjón með há- spennuílutningslínunum frá Elliðaám og um öll Suð- urnes, spennistöðvunum í öllum byggðarlögunum á svæðinu, ásamt öllum dreifi- stöðvum og dreifilínum á skaganum“. En aðveitustöðin í Njarð- vík og flugvöllurinn? „Jú, það er sama með það, en við erum að vinna að því að taka við flugvell- inum af Rafmagnsveitum ríkisins, en þeir sáu um stöðina á flugvellinum ásamt háspennulínunum til sl. áramóta“. Milli manna er oft rætt um að þetta sé algjört drasl sem við vorum að kaupa af RARIK? „Það má kannski segja að ástand þess sé ekki mjög gott, þessar tvær línur eru orðnar nokkuð gamlar, en Hitaveita Suðurnesja er með áætlun um að endur- nýja þær, svo og tengibún- aðinn sem víða er einnig mjög gamall. Myndi þessi endurnýjun fara fram Jóhann Líndal, fyrrverandi rafveitustjóri í Njarðvík ásamt uppbyggingu með tilkomu fiskeldisstöðva hér á svæðinu, því þá þarf að gjörbreyta öllu há- spennukerfinu og öllum að- flutningslínum“. Er í sjónmáli að við fram- Ieiðum okkar eigið raf- magn? „Ég er ekki í neinum vafa um að við getum það, þó enn hafi ekki verið gengið frá neinu varðandi Eld- varpir og því mikla afli sem þar er til staðar, en fyrst í stað munum við framleiða þá raforku sem við getum, í Svartsengi". Munum við þá ekki hafa þörf á að kaupa raforku í framtíðinni? „Tæknilega þurfum við þess ekki“. Hvað er þér efst í huga eftir þessi 20 ár? „Þennan tíma hef ég verið ákaflega heppinn með mannskap og hefur sami mannskapurinn unnið með mér lengi, t.d. hefur einn maður, Sigfús Elísson, unnið með mér allan tím- ann. Þá sakna ég afskaplega þessara mann- legu samskipta sem ég hef átt við Njarðvíkinga og þær góðu minningar sem ég á um borgarana. En þó ég hlakki mjög til að glíma við nýtt verkefni á allt öðrum grundvelli, þá óttast ég að detta meira úr sambandi við borgarana en áður. Vil ég því nota þetta tækifæri til að þakka öllum Njarðvíkingum þau ágætu viðskipti og samstarf sem ég hef átt við þá sl. 20 ár, og óska þeim alls hins besta í framtíðinni. Vona ég að þau viðskipti við Hitaveit- una geti orðið á sama veg og þau voru við mig og raf- veituna, meðan ég starfaði þar“. - epj. ðlafur Björnsson krossaður Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, sæmdi að tillögu orðunefndar 17 Is- lendinga fálkaorðu á nýárs- dag. Meðal þeirra sem fengu riddarakross var Ólafur Björnsson, útgerð- armaður í Keflavík, fyrir útgerðar- og félagsstörf. epj-

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.