Víkurfréttir - 16.01.1986, Page 20
Fimmtudagur 16. janúar 1986
AFGREIÐSLA BLAÐSINS
er að Hafnargötu 32, II. hæð. - Simi 471 i
Spurningin:
Hvað gerir þú
þér til dægra-
styttingar í
skamm-
deginu?
Guðrún Stefánsdóttir:
„Les aðallega bækur, las
margar góðar um jólin“.
Helga Ragnarsdóttir:
„Eg get ekki sagt þér frá
því, ha... ha... Segðu bara
að ég lesi mikið“.
Sigríður Gunnarsdóttir:
„Hlusta á góða tónlist“.
Sigríður Ingimundardóttir:
„Ef ég geri mér eitthvað
til dægrastyttingar þá les ég
eitthvað, hef nýlokið við
bók Aðalheiðar Bjarnfreðs-
dóttur“.
Steindór Sigurðsson:
Gistihús tekur til starfa í Njarðvík í vor
- Fyrsti áfangi að verða fokheldur
Síðar í þessum mánuði er
áætlað að fyrsti áfangi af
þremur verði fokheldur af
gistihúsi því sem þau hjón
Steindór Sigurðsson og
Kristín Guðmundsdóttir
eru að láta reisa í Njarðvík.
I þessum áfanga verða 10
herbergi til gistingar, mat-
salur, eldhús, gestamót-
taka og setustofa, og er gert
ráð fyrir því að taka þennan
áfanga í notkun í vor. Til að
byrja með mun aðeins
verða boðið upp á gistingu
og morgunmat á staðnum,
að sögn Steindórs. Sagðist
hann myndi geta tekið að
sér hópa og séð alveg um
þá, því eins og kunnugt er
rekur hann einnig flota
hópferðabifreiða.
Mun hún hafa skaddað
spjaldhrygginn, auk togn-
unar o.fl., og verður hún
rúmliggjandi í a.m.k. 6
vikur. Sagði konan þetta
um málið:
„Þetta er vítavert kæru-
leysi, að hafa slíka slysa-
gildru á brennusvæðinu.
Þar sem ég er í skóla og því
ekki slysatryggð, mun égað
sjálfsögðu sækja Njarðvík-
urbæ til ábyrgðar og
krefjast bætur af honum,
enda er hann ábyrgur fyrir
brennu þessari“.
Vegna þessa tókum við
tali Albert K. Sanders, bæj-
arstjóra í Njarðvík. Hann
hafði þetta um málið að
segja:
„Þetta var ekki á okkar veg-
um, heldur unglinganna í
hverfinu og hefur verið svo
lengi sem menn muna.
Þarna hefur ekki fyrr orðið
slys, sem stafar trúlega af
því að vindátt hefur oftast
verið önnur en nú. Gerðu
aðstandendur brennunnar
sér því ekki grein fyrir
slysahættu þarna, en þeir
girtu af ýmsa hættulega
staði.
Brennusvæðið er staðsett
á hól sem áður tilheyrði
gamalli steypustöð og
þarna leyndist því stór-
hættulegur staður sem
menn gerðu sér ekki grein
fyrir, því hár steinkantur er
á nokkurra metra kafla, og
þegar menn eru með
glampa í augum frá
brennunni er hætta á að
þeir taki ekki eftir honum.
Munu því þeir sem halda
þarna brennu gæta sín í
framtíðinni og girða þetta
svæði af“, sagði Albert K.
Sanders um málið. - epj.
Nýbygging Steindórs að Holtsgötu 49 í Njarðvík.
Ekki hefur enn verið
tekin ákvörðun um fram-
hald á byggingarmálum, en
Steindór hefur þegar tryggt
sér nægjanlegt landrými til
frekari framkvæmda á
staðnum. Auk gistihússins
hefur hann byggt þarna við
Holtsgötuna verkstæði og
þjónustuaðstöðu fyrir hóp-
ferðabifreiðar sínar. - epj.
„Vítavert kæruleysi“
- segir kona sem slasaðist illa er hún
féll niður af háum steinkanti á áhorf-
endasvæðinu við brennuna í l-Njarðvík
Það slys varð við brenn-
una í Innri-Njarðvík á
gamlárskvöld, að kona sem
var áhorfandi að brenn-
unni gekk aftur á bak og
hrapaði niður af háum
steinkanti. Er fallið um 3-4
metrar og slasaðist hún illa,
að eigin sögn.
Komst hún heim af sjálfs
dáðum og til læknis, sem
gerði að meiðslum hennar.
Fundu
selkðpí
Garðinum
Sl. mánudagsmorgun l'undu skip-
verjar á m.b. Arna Geir, selkóp, þar
sem hann lá neðan við fiskvinnslu-
hús Asgeirs hf. Komu þeir kópnum
til þeirra Ásgeirsmanna er
hlúðu að honum og reyndu
að fá hann til að nærast,
en það gekk illa.
Síðan fékk hinn
ungi kópur nýjan
samastað hjá Sæ-
dýrasafninu við
Hafnarfjörð. Á
myndinni sést einn
starfsmaður Ásgeirs
hf., Svavar Ósk-
arsson, með kóp-
inn í fanginu. - epj.
Víkur-fréttir
Málgagn
Suðurnesja-
manna