Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.03.1986, Side 5

Víkurfréttir - 06.03.1986, Side 5
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 6. mars 1986 5 Hvað varð um útvarp FS á starfsdögunum? „Ég vil kenna Pósti og síma al- farið um að drepa þetta niður“ r - segir Hjálmar Arnason skólameistari, um furðuleg vinnubrögð yfirverkfræðings Pósts og síma Hann var ómyrkur í máli skólameistari Fjölbrauta- skóla Suðurnesja, Hjálmar Árnason, út í yfirverkfræð- ing Pósts og Síma, er blaðið spurði hann hvers vegna ekkert hafi orðið úr fyrir- huguðum útvarpssending- um frá starfsdögum skól- ans á dögunum. Gefum Hjálmari orðið: „Skólinn hefur þrisvar sinnum sótt um leyfi til að senda út á starfsdögum út- varpsdagskrá, þrisvar sinn- um hefur hann fengið leyfi og þrisvar sinnum hefur hann setið uppi með dautt pappírsgagn. I fyrra feng- um við öll tilskilin leyfi frá útvarpsstjóra sem þá hafði heimild til að veita þetta og frá STEF vegna tónlistar- flutnings og dagskráin var tilbúin, en enginn sendir fékkst. Póstur og Sími taldi sig þá ekki eiga sendi, en ég fékk munnlegt loforð frá yfirverkfræðingi stofnunar- innar um að þeir myndu lána fjóra til fimm senda til skóla á árinu 1986, til út- varpssendingar og þar sem maður tekur mark á em- bættismonnum töldum við það nokkuð öruggt að við gætum haldið úti útvarps- sendingum í ár. Sendi ég út- varpsstjóra bréf 1. des. s.l. þar sem ég óskaði eftir leyf- inu og fékk frá honum heimild þann 18. desember, en þar var þó tekið fram að Utvarpið hvorki láni né leigi senda. Sendi ég þá Pósti og Síma strax um- sókn á þar til gerðum eyðu- blöðum, um að fá leigðan sendi og úthlutað tíðnisviði. Mér hefur verið sagt að Pósti og Síma bæri að svara umsóknum sem kæmu á þessum eyðublöðum innan hálfs mánaðar, en samt fékk ég ekkert svar. Nemendurnir voru sjálf- ir farnir að ganga í þetta og töluðu við umdæmisstjóra Póst og Síma hér, Björgvin Lúthersson, og var hann mjög jákvæður og allur af vilja gerður til að hjálpa okkur. Nú, þegar skammt var orðið til stefnu, hringdi ég í yfirverkfræðing Pósts og Síma og óskaði eftir því að fá a.m.k. svar við form- legri beiðninni, jafnframt því sem ég minnti hann á ársgamalt loforð þess efnis. Þá bendir hann á (munn- lega) að svar útvarpsstjóra gildi ekki lengur, þar sem útvarpslaganefnd hafi tekið til starfa um áramót og hún ein geti veitt þessa heimild. Þessa fullyrðingu dreg ég í efa, vegna þess að heimild útvarpsstjóra er veitt fyrir áramót og á þeim tíma var hann sá aðili sem hafði um- boð til að veita þetta. Hafði ég þá samband við formann útvarspréttarnefndar, Kjartan Gunnarsson, og afgreiddi hann leyfið í gegn fyrir okkur á einum degi, þannig að það fékkst. Þá kom svar frá yfirverkfræð- ingi Pósts og Síma (ekki skriflegt), að því miður þá ætti stofnunin ekki til senda til að lána okkur og gat engu svarað þegar hann var minntur á eldra loforð. Þarna vorum við tilbúin með mjög vandaða dag- skrá, sem nemendur höfðu lagt á sig mikla vinnu við að undirbúa og var hún vel skipulögð hjá þeim, fjöl- breytileg og skemmtileg dagskrá sem átti að ná til allra Suðurnesjamanna. Allt var tilbúið nema þetta litla tæki sem kallast sendir. GJALDSKRÁ Hitaveitu Suðurnesja frá 1. mars 1986 RAFMAGN ER VAR % BREYT. (lækkun) A1 Almenn notkun .... KR/KWH 3.70 4.65 20.43% A1 Almenn notkun .... KR/ÁR 1.280.00 1.600.00 20.00% A2 Mannvirkjagerö .... KR/KWH ... 5.75 7.20 20.14% A2 Mannvirkjagerð .... KR/ÁR 3.200.00 4.000.00 20.00% B1 Vélanotkun, meiri háttar .... KR/KWH 1.35 1.70 20.59% B1 Vélanotkun, meiri háttar .... KR/KW/ÁR 5.000.00 6.250.00 20.00% C1 Órofinn hiti .... KR/KWH 2.90 3.10 6.45% C1 Órofinn hiti .... KR/ÁR 4.200.00 4.500.00 6.67% C2 Rofin daghitun .... KR/KWH 0.96 1.03 6.80% C2 Rofin daghitun .... KR/ÁR 3.900.00 4.200.00 7.14% C3 Rofin næturhitun .... KR/KWH 0.53 0.57 7.02% C3 Rofin næturhitun .... KR/ÁR 3.900.00 4.200.00 7.14% HEIMTAUGARGJÖLD: 63A - 1 fasa .... KR 23.600.00 26.200.00 9.92% 63A - 3 fasa .... KR 25.650.00 28.500.00 10.00% 100A-3fasa .... KR 41.000.00 45.600.00 10.09% HEITT VATN: Mínútulíter pr. mánuð .... KR 900.00 980.00 8.16% Tonn .... KR 45.00 49.00 8.16% HEIMÆÐARGJALD: Allt að 400 mJ .... KR 47.000.00 50.000.00 6.00% Þá hefur verið ákveðið að þeir sem tengja eldra íbúðarhúsnæði með öðrum hitagjafa, við hitaveitu, fái 33% lækkun tengigjalds. KR 730.00 780.00 6.41% Hjálmar Árnason, skólameistari Ég vil kenna Pósti og Síma alfarið um að hafa drepið niður þessa viðleitni skólanna til að halda uppi skólaútvarpi á starfsdög- um. Við erum ekki eini skólinn, útvarspsréttar- nefnd er búin að afgreiða sjö eða átta leyfi til fram- haldsskóla einmitt á þess- um vikum, til þess að reka svona skólaútvarp og hef ég fregnað að á fundum nefndarinnar hafi setið full- trúar Pósts og Síma og eng- ar athugasemdir gert og síðan lenda allir þessir skól- ar í vandræðum. Utvarpsréttarnefnd eyðir tíma í að taka um- sóknir fyrir og afgreiða þær athugasemdarlaust frá Pósti og síma, en svo kem- ur í ljós að þetta er ómerki- legt pappírsgagn, af því að sendir er ekki til og finnst mér að stofnunin hafi gjör- samlega brugðist, þ.e.a.s. ég er ekki að tala um starfs- fólk Pósts og Síma hér, heldur yfirverkfræðing og starfslið hans. Það hefur brugðist algjörlega loforð- um og jafnvel skyldum sín- um og eru þetta mjög furðuleg vinnubrögð. Nú, við reyndum allt, hringdum út um allt land, en útvarpssendar sem laus- ir voru, voru gerðir upp- tækir í verkfallinu í fyrra. Vorum við meira að segja í sambandi við fólk í Kaup- mannahöfn og Englandi, en allt kom fyrir ekki. Þannig að útvarpið féll niður í þriðja sinn og ég lýsi skömmum mínum á vinnu- brögð Pósts og Síma“ sagði Hjálmar Árnason, skóla- meistari, að lokum. - epj. PARKET Einu sinni enn er Tarkett-parket í farar broddi í parket-framleiðslu. • Á markaðinn er nú komið parket með nýrri lakkáferð, sem er þrisvar sinnum endingarbetri en venjulegt lakk. • Veitir helmingi betri endingu gegn rispum en venjulegt lakk. • Gefur skýrari og fallegri áferð. • Betra í öllu viðhaldi. • Komið og kynnið ykkur þessa nýju og glæsilegu framleiðslu frá Tarkett. • Alger bylting á íslenska parket- markaðinum. Járn & Skip Víkurbraut - Sími 1505 NÝTT NÝTT LOKUNARGJALD

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.