Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.03.1986, Side 8

Víkurfréttir - 06.03.1986, Side 8
8 Fimmtudagur 6. mars 1986 VÍKUR-fréttir PRÓFKJÖR H-listinn í Garði, listi Sjálísíæð- ismanna og annarrafrjálslyndra kjósenda, efnir til prófkjörs um val frambjóðenda á framboðs- lista sinn við næstkomandi sveitarstjórnarkosningar. Prófkjörið fer fram laugardag- inn 5. og sunnudaginn 6. apríl n.k. Hér með er óskað eftir fram- bjóðendum í nefnt prófkjör. Frambjóðendurskulu vera kjör- gengir við n.k. sveitarstjórnar- kosningar í Gerðahreppi. Framboðum ber að skila til Sig- rúnar Oddsdóttur, Nýjalandi, sími 7028, eigi síðar en sunnu- daginn 15. mars 1986. Kjörnefnd H-listans NJARÐVÍKINGAR SUÐURNESJAMENN Afgreiðum á verksmiðjuverði hinar geysivinsælu málningarvörur: VITRETEX plastmálningu og mynsturmálningu. GOOD WOOD þiljulökk og ýmislegt fleira. Hagsýnir gera verðsamanburð áður en til framkvæmda kemur. Framleiöandi á Islandi: Slippféfagið íReykjavíkhf Málnmgarverksmidjan Dugguvogi - Simar 33433 og 33414 Umboðsmaður á Suðurnesjum: ÓLAFUR GUÐMUNDSSON málarameistari Borgarvegi 30, Njarðvík, sími 2471 Afgreiðsla: Bolafæti 3, Njarðvík. Opið alla virka daga kl. 18-20. Minning um meirihluta Það hefur löngum þótt við hæfi að þeirra sé ininnst sem lokið hafa einhverjum áfanga í lífi sínu. Því te! ég skyldu mína að segja nokkur orð um þá vini mína, sem mynda meiri- hluta í bæjarstjórn Njarð- víkur að leiðarlokum, og rækja um leið frændskap minn og vinfengi við þá. Þó mun sá afleiti siður, að rekja aðeins hið góða af verkum manna, strax í upphafi setja þessari minn- ingargrein afar þröngar skorður. Hefði þessi siður hins vegar aflagst í tímans rás, væri hér mikið efni í myndarlega bókaútgáfu. í frjóum huga athafna- samra sjálfstæðismanna hefur lengi blundað hug- mynd um veglegan skrúð- garð í Njarðvíkum. Vitrir menn innan sjálfstæðisfé- lagsins hafa teiknað og málað og málað og teiknað í svitakófi og ritað fagrar lýsingar í kosningabækl- inga sína á fjögurra ára fresti um lystigarð þennan, sem öllum öðrum erfremri. Og víst er að ýmsum hefur á undanförnum árum hlýnað um hjartaræturnar og sett x við D á kjördag. Arið 1958 segir svo um skrúðgarðinn, sem þá er um það bil að rísa: „Þarna munu verða íþróttatæki, vetraríþróttasvæði með brekkum og skautasvelli, einnig gróðurreitir fyrir ís- lenskar jurtir, sem gætu orðið yngstu íbúunum til gagnlegs fróðleiks. I fram- tíðinni mun reynt að fegra staðinn með myndastytt- um o.fl.“ Síðan eru liðin 28 ár, og hvar er skrúðgarðurinn?? Árið 1970 var aftur brugðið á ieik og talað um Hilmar Þ. Hilmarsson skrúðgarð sem geti orðið stolt sinnar byggðar. Þar segir m.a.: ..Það er síður en svo ótrúlegt að við getum gengið um blómfagran skrúðgarð í eigin byggð innan fárra ára“. Þessi lýsing minnir óneit- anlega nokkuð á drauma- Fyrir 20 árum birtir Njarðvíkingur, blað Sjálfstæðismanna í Njarðvík, þessa mynd af skrúðgarðinum, sem biaðið segir að sé u.þ.b. að rísa. 1982 birtir sama blað þessa mynd og kvartar yfir því að þáverandi vinstri meirihluti hafi ekkert gert, þrátt fyrir fjárveitingar til framkvæmdanna, og því sé biðin eftir skrúðgarðinum orðin löng. í dag hefur ekkert skeð, þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ráðið meirihluta bæjarstjórnar Njarð- víkur sl. 4 ár, nema hvað nokkrum steinum hefur verið velt til.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.