Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.03.1986, Qupperneq 10

Víkurfréttir - 06.03.1986, Qupperneq 10
10 Fimmtudagur 6. mars 1986 VÍKUR-fréttir Knattspyrnufélagið Víðir 50 ára: „Frammistaða Víðis hefur verið mikil auglýsing fyrir Garðinnu - segir Júlíus Baldvinsson, formaður Formaður Knattspyrnu- félagsins Víðis er Júlíus Baldvinsson. Hann er fæddur Siglfirðingur en flutti í Garðinn árið 1965 og var á þeim fræga fundi 15. sept. 1967 er félagið var endurvakið eftir nokkurra ára lægð, ef svo má að orði komast. Við fengum Júlíus í stutt spjall í tilefni af 50 ára afmæli Víðis og spurð- um hann fyrst hvað honum væri minnisstæðast í sögu félagsins: „Fyrir mér er minnis- stæðast er liðið vann 3. deildina 1982 og komst þá í aðra. Svo og leikurinn gegn UMFN 15. sept. 1984 sem tryggði Víði sæti í 1. deild. Það er ógleymanlegt.“ Hverju viltu þakka þennan góða árangur á síðustu árum? „Fyrst og fremst gífur- legri samstöðu Víðis- manna. Einnig höfum við verið heppnir með góða þjálfara, þá Hauk Haf- steinsson og Martein Geirs- son. Við bindum einnig miklar vonir við Kjartan Másson. Stjórn Knattspyrnufélagsins Víðis 1986. Aftari röð f.v.: Tryggvi Einarsson, Jonatan Ingimarsson, Magnús Þór Magnússon og Tómas Þorsteinsson, meðstjórnendur. Fremri röð f.v.: Heiðar Þorsteins- son gjaldkeri, Júlíus Baldvinsson formaður, Ásgeir Kjartansson ritari og Guðmundur Jens Knútsson varaformaður. REKNMGUR í tilefni 100 ára afmælis Landsbankans á þessu ári hefur stjórn bankans ákveðið að gera sparifjáreigendum freistandi afmælistilboð: 100 ára afmælisreikningurinn er verðtryggður innlánsreikningur sem gefur 7,25% ársvexti umfram vísitölu og er aðeins bundinn í 15 mánuði. Þetta er tilboð sem allir peningamenn geta mælt með. BETRI TILBOÐ BJÓÐAST VARLA. Landsbankinn er banki allra Suðurnesjamanna Útibúið, Keflavíkurflugvelli, sími 2170 Opið mánudag-föstudags frá kl. 9:I5-16:(K). Afgreiðsla fyrir farþega í millilandaflugi cropin daglega frá kl. 06:30-18:30. Útibúið, Grindavík, sími 8179 Opið mánudag-föstudags frá kl. 9:15-12:30 og 13:30-16:00 Útibúið, Sandgerði, sími 7686 Opið mánudag-föstudags frá kl. 9:15-12:30 og 13:30-16:00. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Júlíus Baldvinsson Hvað þýðir svona lagaðfyrir lítið bœjarfélag eins og Garðinn, að vera með lið í 1. deild? „Þetta hefur verið mikil og góð auglýsins , fyrir bæjarfélagið. Hér snýst mest allt í kringum knatt- spymufélagið og fólkið hérna tekur virkan þátt í. baráttunni með okkur. Það sýndi sig vel sl. sumar en þá fylgdu Víðisliðinu allt upp í 200 manns á útileikina. Það segir sína sögu.“ Gerðahreppur sá um allar framkvæmdir við völlinn nema 'tyrfingu, sem var í höndum Víðisfélaga.“ Bœjarfélagið, - hefur það sýnt félaginu þann skilning og stuðning sem þörf er á? „Bæjarfélagið hefur stutt okkur mjög vel á liðnum árum. Það hefur sýnt þessu mikinn skilning og ber það að þakka. En auk þess höf- um Við notið mikils stuðn- ings frá aðilum eins og Keflavíkurverktökum, Sparisjóðnum og fleirum. Nú síðast þessi auglýsinga- samningur við Lýsi hf. en hann skapaði viss tímamót hjá Víði. Fyrsti alvöru- samningur sem félagið hefur gert og ég á von á að hann verði áfram næsta tímabil. En talandi um stuðning má ekki gleyma Kvennaklúbb Víðis. Hann hefur stutt félagið dyggi- lega á liðnum árum. I klúbb þessum eru eiginkonur leikmanna og stjórnar- manna og sjá þær algérlega um alla veitingasölu á leikj- um og ýmislegt fleira. Þær hafa m.a. keypt mest allt sem er í Víðishúsinu." Er ekki kostnaðarsamt fyrir lítið félag eins og Víði að standa undir svona rekstri? „Reikningar, sem lagðir voru fram á síðasta aðal- fundi, hljóðuðu upp á 4 milljónir. Stór liður í þejrri tölu var þó Víðishúsið, en sýnir engu að síður um- fangið." A síðustu árum hafið þið byggt hús og nýjan grasvöll, framkvæmdir sem ekki hefðu mátt bíða öllu lengur? „Bygging þess húss og grasvallarins sýnir best samstöðuna sem hér ríkir. Búningsaðstaðan í barna- skólanum var ekki upp á marga fiska, þó hún hafi gert sitt gagn, en þegar maður hugsar eftir á finnst manni engu að síður skóla- yfirvöld hafa sýnt ótrúlega þolinmæði í okkar garð hvað þetta varðar. Gras- völlurinn hefði ekkl mátt koma öllu seinna því kröf- urnar eru allt aðrar og meiri strax og komið er í 1. deild. Það eru því kannski orð að sönnu sem svo margir hafa sagt, að þetta sé eins og ein stór fjölskylda? „Það má segja svo. Þetta hefst ekki öðruvísi allt sam- an, nema að allir leggist á eitt og leggi lið sitt.“ Að lokum Júlíus. Hvað með framtíðina, munu Víðis- menn halda áfram að halda merki félagsins á lofti og jafnvel sœkja á brattann í öðrum íþróttagreinum? „Vegna aðstöðuleysis er varla um aðrar íþrótta- greinar að ræða á næstunni. Aður fyrr var hér stundað- ur bæði handbölti og körfu- bolti en lagðist niður. En maður á aldrei að segja aldrei; vonandi verður ein- hvem tímann af því.“ En í knattspyrnunni? „Ég hef trú á því að strákarnir standi sig vel í sumar. Haldi 1. deildarsæt- inu og gott betur“ sagði Júlíus Baldvinsson að lokum. - pket. $ÚTBOÐ Kaupfélag Suðurnesja óskar hér með eftir tilboðum í jarðvinnu á lóð kaupfélagsins að Víkurbraut 60, Grindavík. Um er að ræða jöfnun og þjöppun núverandí yfir- borðs og um 3500 m3 af fyllingum. Útboðsgögn eru afhent á Verkfræðistofu Suðurnesja hf., Hafnargötu 32, Keflavík, gegn 2.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Kaupfé- lags Suðurnesja, Hafnargötu 62, Keflavík, að viðstöddum þeim bjóðendum er mættir verða, föstudaginn 14. mars 1986 kl. 11.00. KAUPFÉLAG SUÐURNESJA

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.