Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.03.1986, Page 11

Víkurfréttir - 06.03.1986, Page 11
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 6. mars 1986 11 Gatnaaerðar- gjöld Hér með er skorað á alla þá sem eru í vanskilum með gatnagerðargjöld til bæjarsjóðs Keflavíkur, að greiða þau nú þegar og í síðasta lagi 30 dögum frá birtingu auglýsingar þessarar, ella má búast við því að beðið verði um uppboð á viðkomandi fasteign samkvæmt heimild í lögum nr. 49/1951 um sölu lögveða án undan- gengins lögtaks. Keflavík, 6. mars 1986. Bæjarlögmaður Sandgerði: Björgunarbáturinn Þor- steinn kominn í hús Næst síðasta laugardag tókst loks að ljúka því verk- efni Björgunarsveitarinnar Sigurvonar í Sandgerði, að koma fyrsta björgunarbát Islendinga í hús. Bátur þessi, sem eins og kunnugt er ber nafnið Þorsteinn, verður í framtíðinni hýstur í gamla björgunarskýlinu, sem endurbyggt hefur verið á lóð núverandi björgunar- skýlis. Hús það sem hann var nú settur í, er einmitt það sama og byggt var yfir hann þegar hann kom til Sand- gerðis 1929. Eins og áður hefur komið fram hér í blaðinu eiga þeir Sigur- vonarmenn heiður skilið fyrir að hafa bjargað bátn- um frá glötun, en litlu mun- aði að hann lenti á ösku- haugum Reykjavíkur. Undanfarin ár hefur bát- urinn verið geymdur utan dyra ofan við Stafnesveg, en nú verður hann endur- byggður í upphaflega mynd. - epj. Brutu upp lyfjaskáp Barðans GK Fimm menn úr Hafnar- firði hafa játað að hafa brotið upp lyfjaskáp í bát í Sandgerðishöfn næst síðasta sunnudag. Komust fimmmenningarnir yfir talsvert magn af ýmis konar Lyfjum, tóbaki o.fl. Bátur þessi er Barðinn GK 475, sá sami og sagt var frá í síðasta blaði að grunur væri um að kveikt hafí verið i þennan sama dag. Fimm- menningarnir eru þó ekki grunaðir um að vera valdir að brunanum. - epj. Fagleg þekking ímatog drykk. Sjón er sögu ríkari. FERSKUR MATSÖLUSTAÐUR HÖFUM OPNAÐ NÝJAN MATSÖLUSTAÐ AÐ VESTURBRAUT 17, KEFLAVÍK. Síðasta embættisverk fráfarandi formanns Stakks, Þorsteins Marteinssonar, var að taka húsið í notkun. Er Reykjanesið gjaldþrota? Bú 16 aðila á Suðurnesjum tekið til gjaldþrotaskipta Stakksfélagar á hátíðarstundu. Nýtt Stakkshús tekið í notkun Með úrskurðum skipta- réttar umdæmis Skiptaráð- andans i Keílavík, Njarð- vík, Grindavík og Gull- bringusýslu, uppkveðnum 4. febrúar 1986, voru bú 16 aðila tekin til gjaldþrota- skipta og verða skiptafund- ir í búunum haldnir í dóm- salnum, Vatnsnesvegi 33, Keflavík, dagana 20.-22. maí n.k. Kemur þetta fram í auglýsingu embættisins í Lögbirtingarblaðinu sl. laugardag. Skiptast aðilar þannig, að 13 einstaklingar eru í hópnum og þrjú fyrirtæki. Það vekur athygli að meðal einstaklinganna er Hákon Aðalsteinsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Reykja- nessins. Samkvæmt upplýsingum firma- og hlutafélagaskrár er ekkert hlutafélag á bak við útgáfu blaðsins, þannig að á þessari stundu er óvíst hvort blaðið dregst beint eða óbeint inn í gjaldþrota- skipti þessi. - epj. Á fimmtudag í síðustu viku var formlega tekið í notkun nýtt Stakkshús, þ.e. aðsetur fyrir Björgunar- sveitarinnar Stakk, að Iða- völlum 3d í Keflavík. Var þetta síðasta embættisverk fráfarandi stjórnar, en síð- ar um kvöldið fóru fram stjórnarskipti á aðalfundi félagsins. Fjöldi gesta var við vígslu hússins og voru sveit- inni færðar gjafir m.a. frá Kvenfélagi Keflavíkur, Húsanesi sf., Hjálparsveit skáta í Njarðvík og þremur stuðningsmönnum, sem ekki vildu láta nafn síns getið. Hið nýja húsnæði er allt hið vistlegasta, en eins og fram kom í síðasta tölu- blaði er það að mestu unnið í sjálfboðavinnu einstakra sveitarmanna. En hvað um það, látum myndirnar tala, þær segja meira en orðin. epj. Fjöldi gesta var við opnunina.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.