Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.03.1986, Page 16

Víkurfréttir - 06.03.1986, Page 16
16 Fimmtudagur 6. mars 1986 VÍKUR-fréttir 3. deild handboltans: Þrjú rauð spjöld í Sandgerði - er Reynir vann Ögra 34:20 Reynismenn unnu ör- uggan sigur á Ögra er liðin áttust við í Sandgerði sl. föstudagskvöld. Lokatöl- ur urðu 34:20 eftir að stað- an í hálfleik hafði verið 15:7. Leikurinn einkenndist af kæruleysi leikmanna og því ekki mikið fyrir augað. Það var helst að Reynis- menn ættu góða spretti í sókn með þá Elvar og Sig- urð Sumarliðason í farar- broddi. Annars var markverð- ast í þessum leik að rauð spjöld voru oft á lofti, eða alls þrisvar, og það allt Sandgerðingar sem þau fengu. Mörk Reynis. Daníel 6, Siggi S. 55 Elvar 4, Gísli 4, Kristinn Á. 3, Hólmþór 3, Siggi 3, aðrir minna. - ghj. Óli Tord. var fjarri góðu gammni er UMFN tapaöi á Selfossi. Stóð í ströngu i Sviss eins og sjá mátti í sjónvarpinu Tap á Selfossi Njarðvíkingar báru lægri hlut fyrir Selfossi er liðin áttust við á Sel- fossi í sl. viku. Lokatöl- ur 23:15. Staðan í leikhléi var 9:6 fyrir heimaliðið. Leikurinn byrjaði frekar rólega og var varnarleikurinn og markvarslan mjög góð í fyrri hálfleik og kom fyrsta markið ekki fyrr en 9 mín. voru liðnar af leiknum. Selfyssingar höfðu ávallt forystuna og í leikhléi var staðan 9:6 fyrir þá. I seinni hálíleik virtist áhuginn hjá UMFN vera takmarkaður, nema hvað Jói í mark- inu varði ágætlega. Selfyssingar juku for- skotið um fimm mork í seinni hálfleik og urðu lokatölur þvi 23:15 fyrir Selfoss. - gjh. Rúnar Georgsson hefur tilkynnt félaga- skipti úr Víði og hafið æftngar með IBK á nýjan leik. Rúnar gekk yfir í Garð-liðið á sl. ári ásamt þeim Gísla Eyj- ólfssyni og Einari As- birni Olafssyni. Þeir dvelja nú í Danmörku og munu ekki leika knattspyrnu hér í sumar. Rúnar lék sem bak- vörður með Víði en hef- ur leikið víðar á vellin- um með ÍBK og þykir fjölhæfur leikmaður. pket. Það mun mikið mæða á Gísla Jóhannssyni og félögum hans í ÍBK á laugardag. Ljósm.: mad. Rúnar aftur í ÍBK Fyrsti bikarinn til Keflavíkur? Hreinn úrslitaleikur ÍBK og Týs V. í 3. deild handboltans verður í Iþróttahúsi Keflavíkur á laugardag kl. 14. ínrt Tvö efstu lið 3. deildar handboltans, ÍBK og Týr frá Vestmannaeyjum, eig- ast við í úrslitaleik um Is- landsmeistaratitilinn í 3. deild í íþróttahúsi Kefla- víkur n.k. laugardag kl. 14. Bæði þessi lið hafa tryggt sér öruggt sæti í 2. deild næsta keppnistímabil. Næsta víst er þó talið að breyting í þá veruna að 4 lið fari upp verði að veruleika. Um næstu sætin tvö berj- ast 4 lið: Reynir, Sandgerði; Akranes, Þór, Akureyri; og Fyjkir. IBK er efst i deildinni með 40 stig, hefur tapað 6 stigum og á eftir einn leik. Týr er í 2. sæti með 36 stig, hefur tapað 8 stigum og á • • r Oruggur sigur hjá IBK ÍBK - ÍH 34:21 Keflvíkingar unnu lið ÍH örugglega er liðin áttust við í Keflavík sl. sunnudag, 34:21. Staðan í leikhléi var 16:6 fyrir ÍBK. Jafnræði var með liðun- um fyrstu fimm mín. af leiknum, en þá breyttist leikur IBK-liðsins mjög til hins betra og skoraði það hvert markið á fætur öðru og var varnarleikurinn góð- ur. Er 20 mín. voru liðnar af leiknum var staðan orðin 11:4 og er flautað var til hálfleiks hafði ÍBK 10 marka forskot, 16:6. Síðari hálfleikur var mun jafnari en sá fyrri og fengu allir að spreyta sig hjá ÍBK og sérlega kom Þórarinn vel frá sínu hlutverki i sókninni er hann kom inn á er 15 mín. voru eftir af leiknum. Skoraði hann sex mörk á þeim tíma. En hann hefði mátt standa sig betur í vörninni svo og allir í seinni hálfleik. Ekki var mark- varslan heldur upp á marga fiska og á góðum degi hefði Magnús varið flesta þessa bolta er láku inn í netið. Lokatölur í jDessum leik því 34:21 fyrir IBK. Mörk ÍBK: Freyr 9, Þór- arinn 6, Einvarður 5, Einar 4, Gísli 3, Elvar 3 og aðrir minna. - ghj. Þórarinn Þórarinsson skoraði 6 falleg mörk gegn ÍH. f------------------------\ „Ætlum okkur ekkert annað en sigur“ - segir Ragnar Marinósson, liðsstjóri ÍBK „Við ætlum okkur ekkert annað en sigur. Það hefur ekkert annað staðið til frá byrjun en að vinna deildina og það með glans. IBK hefur aldrei orðið Islands- meistari i meistara- flokki karla i handknatt- leik í neinni deild. Nú ætlum við okkur að gera það að veruleika“, sagði Ragnar Marinósson, en hann er ásamt Marel Sigurðssyni liðsstjóri 3. deildarliðs ÍBK í hand- knattleik. Hverju viltu þakka þennan árangur IBK í vetur? „Fyrst og fremst góðri þjálfun og frábær- v um liðsanda. Hópurinn allur hefur stefnt að þessu marki í allan vet- ur. Þessi góði árangur liðsins hefur þegar skilað sér í meiri áhorf- endafjölda á leikjum liðsins í vetur. Hand- boltinn er á uppleið í Keflavík og ég spái því að IBK verði komið með topplið i 1. deild innan fimm ára. Eg vil bara fá að nota tækifærið og hvetja Keflvíkinga og Suðurnesjamenn til að koma pg hvetja leik- menn IBK til sigurs í leiknum gegn Tý, þannig að Islandsmeist- aratitill verði að veru- leika í fyrsta sinn“, sagði Ragnar. - pket. tvo leiki eftir, gegn Reyni annað kvöld í Sandgerði og svo IBK. Reynir er í 3. sæti deildarinnar með 31 stig og verður að sigra Tý ef liðið á ætlar að eygja möguleika á 2. deildar^ sæti, þar sem næstu lið, IA (30 st.) og Þór (29 st.) eiga tvo leiki eftir. eftir. Eins og áður segir er hér um hreinan úrslitaleik að ræða, þó sá möguleiki sé auðvitað fyrir hendi að Reynir hirði stig af Tý á föstudag. En þeir þurfa þá að leika betur en þeir hafa gert undanfarið. Við hvetjum Suðurnesja- menn til að fjölmenna á þessa leiki og styðja okkar menn til sigurs. - pket. Rúnar Georgsson í leik með IBK Hvergerð- ingar lágu IBK heimsótti Hvera- gerði í sl. viku í 3. deild og sigruðu þar 27:23 eftir að staðan hafði verið jöfn í hálfleik, 14:14. Mörk ÍBK: Freyr 10, Jón 01. 6, Teddi 4, Gísli 3, Siggi 3 og Jón Kr. 1. ghj.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.