Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.03.1986, Síða 1

Víkurfréttir - 13.03.1986, Síða 1
Málefni langlegusjúklinga: Tekið fyrir síðar í mánuðinum - hvort kaupa skal Víkurbæjarhúsið eða taka á leigu hús- húsnæði Jóns W. Magnússonar undir sjúkrahótel Á miðvikudag í síðustu viku var haldinn stjórnar- fundur hjá Dvalarheimil- um aldraðra á Suðurnesj- um. Var þar m.a. til um- ræðu hvort kaupa skuli Víkurbæjarhúsið við Hafnargötu í Keflavík und- ir langlegudeild. Einnig var til umræðu boð frá Jóni W. Magnús- syni, þar sem hann býður 22 herbergi til leigu í nýbyggingu sinni, til lengri eða skemmri tíma. Var samþykkt að bíða með frekari ákvarðanir fram yfir sameiginlegan fund með sveitarstjórnar- mönnum á Suðurnesjum, sem halda skal síðar í þess- um mánuði, að sögn Finn- boga Björnssonar, fram- kvæmdarstjóra Dvalar- heimilanna. Málefni langlegusjúkl- inga voru líka til umræðu í stjórn Sjúkrahúss Kefla- víkurlæknishéraðs og Heilsugæslustöðvar Suður- nesja nýverið og þar kom fram hjá Kristjáni Sigurðs- syni, yfirlækni SK, að 18-20 .... og kannski langlegudeild hér? rúm á Sjúkrahúsinu væru fyrir langlegusjúklinga, þannig að aðeins 4-6 eru eftir fyrir bráðatilfelli, en stefnt er að því að það verði 8-10 rúm fyrir bráðatilfelli. Jóhanna Brynjólfsdóttir upplýsti á þeim fundi að 11 sjúklingar á vegum heima- hjúkrunar þyrftu pláss á sjúkrahúsi sem allra fyrst. Samþykkt var á fundinum að hámarksfjöldi langlegu- sjúklinga verði 18, jafn- framt að 2 rúm af þessum 18 verði fyrir skammtíma- vistun aldraðra. epj. Nauðungaruppboð á Suðurnesjum: Gífurleg aukning Það sem af er árinu hefur orðið gífurleg aukning á nauðungaruppboðum hjá embætti Bæjarfógetans í Keflavík, Njarðvík, Grindavík og Sýslumanns- ins í Gullbringusýslu. En að sögn Jóns Eysteinssonar, sýslumanns og bæjarfó- geta, hafa verið boðnar upp og seldar 14 fasteignir frá áramótum. „Ef til vill er ástandið hér á Suðurnesjum verra en annars staðar“ sagði Jón Eysteinsson „en yfirleitt eru húseignir ekki boðnar upp nema þær séu búnar að vera að þvælast fram og til baka og margbúið að veita frest til greiðslu. Og oftast er um að ræða lélegar og yfirveðsettar íbúðir sem ekki er hægt að selja á frjálsum markaði." epj- ÞJÓFUR GÓMAÐUR A INNBROTSSTAÐ Sl. laugardagskvöld fékk lögreglan tilkynningu um óeðlileg hljóð að Þóru- stíg 18 í Njarðvík. Erað var komið gómaði lögreglan þjóf er brotist hafði inn í húsið. Þá var í síðustu viku stolið peningunt í Grófinni og hefur málið nú verið upplýst. Þá var aðfaranótt annars laugardags brotist inn hjá Netaverkstæði Suðurnesja og smávægilegu stolið. Að lokum var á þriðju- dag í síðustu viku stolið úri úr fataskáp í Sundhöll Keflavíkur, meðan eigand- inn var í sundi. Mál þessi eru í rannsókn. -epj. A SIGURSTUNDU Tvær stúlkur slösuðust í um- ferðaróhappi Á laugardag í síðustu viku varð all harður árekst- ur milli tveggja bifreiða á Njarðvíkurbraut í Njarð- vík. Eftir áreksturinn hafn- aði önnur bifreiðin á ljósa- staur. Við áreksturinn slösuðust tvær stúlkur, fót- brotnaði önnur, en hin kvartaði yfir eymslum í hálsi. I s.íðustu viku urðu alls 15 umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar í Keflavík og fjórir ökumenn voru teknir fyrir meinta ölvun við akstur. - epj. Keflvíkingar og Njarðvíkingar unnu sæta sigra í handbolta og körfubolta um sl. helgi. Þeirr fyrrnefndu unnu Tý í úrslitaleik 3.deildar ogjteirsíðarnefndu urðu Islandsmeistarar i körfuknattleik, þriðja árið í röð. A mynd pket. t.v. fagna keflvíkingar með kampavini og tilheyrandi fögnuði og á mvnd -mad. t.h. er Valur einnig að fagna á sama hátt. Brynjar Sigmunds tekur þátt í gleðinni. Ljósmyndir af leik UMFN og Hauka inn i blaðinu tók -mad.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.